Leikarinn sem glæddi Godzillu lífi er látinn Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 8. ágúst 2017 21:55 Haruo Nakajima ásamt minni útgáfu af Godzillu. Vísir/Getty Godzillu þekkja flestir enda goðsagnakennd kvikmyndapersóna sem hefur haldið fólki spenntu fyrir framan skjáinn síðan árið 1954. Japanski leikarinn Haruo Nakajima átti leiksigur í þeim kvikmyndum en hann lék risaeðluna ofvöxnu til árins 1974. Hann er nú látinn 88 ára að aldri af völdum lungnabólgu. Dansk Radio greinir frá. Nakajima klæddist búningi sem var yfir hundrað kíló og glæddi risaeðluna lífi. Sjálfur sagði Nakajima að það hefði verð ansi heitt inn í búningnum eða um 60 gráður. Það má því teljast afrek að Nakajima hafi tekist að leika risaeðluna í öll þessi ár. Risaeðlan kom, eins og áður sagði, fyrst fram á sjónarsviðið árið 1954 og átti að tákna þá hættu sem heiminum stafaði af kjarnorkuvopnum. Risaeðlan átti að hafa orðið til fyrir tilstilli kjarnorkusprengju sem sprakk í Kyrrahafinu. Godzilla vitnaði því í atburði áranna áður þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku eyjarnar Hiroshima og Nagasaki. Nakajima lék einnig í kvikmyndinni Seven Samurai. Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Godzillu þekkja flestir enda goðsagnakennd kvikmyndapersóna sem hefur haldið fólki spenntu fyrir framan skjáinn síðan árið 1954. Japanski leikarinn Haruo Nakajima átti leiksigur í þeim kvikmyndum en hann lék risaeðluna ofvöxnu til árins 1974. Hann er nú látinn 88 ára að aldri af völdum lungnabólgu. Dansk Radio greinir frá. Nakajima klæddist búningi sem var yfir hundrað kíló og glæddi risaeðluna lífi. Sjálfur sagði Nakajima að það hefði verð ansi heitt inn í búningnum eða um 60 gráður. Það má því teljast afrek að Nakajima hafi tekist að leika risaeðluna í öll þessi ár. Risaeðlan kom, eins og áður sagði, fyrst fram á sjónarsviðið árið 1954 og átti að tákna þá hættu sem heiminum stafaði af kjarnorkuvopnum. Risaeðlan átti að hafa orðið til fyrir tilstilli kjarnorkusprengju sem sprakk í Kyrrahafinu. Godzilla vitnaði því í atburði áranna áður þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku eyjarnar Hiroshima og Nagasaki. Nakajima lék einnig í kvikmyndinni Seven Samurai.
Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira