Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson fékk á sig tvö mörk í 2-1 tapi Randers gegn Midtjylland á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Framherjinn stóri og stæðilegi Paul Onachu kom Midtjylland yfir á 19. mínútu áður en Marvin Pourie jafnaði fyrir Randers.
Jonas Borring skoraði svo sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks fyrir Midtjylland sem hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjunum.
Ólafur Kristjánsson þjálfar Randers sem er með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina í dönsku úrvalsdeildinni.
Hannes fékk á sig tvö mörk í tapi
Anton Ingi Leifsson skrifar
