Moldrík af börnum og klúbbum Landspítalinn kynnir 31. júlí 2017 11:15 Sigríður er svo hæstánægð í starfi að hún hefur aldrei hugleitt annan feril. Mannauðsramminn: Sigríður Sveinsdóttir er háls-, nef- og eyrnalæknir, sem starfar á B3-göngudeild skurðlækninga hjá Landspítala í Fossvogi, en einnig á skurðstofu og legudeild A4 á sama stað. Sigríður hefur unnið hjá Landspítala samfellt í tæplega áratug. "Fólk hefur kannski aðra mynd af sjúkrahúsum, en starfsandinn hérna er virkilega léttur og skemmtilegur og flesta daga er mjög gaman í vinnunni þótt innan um séu auðvitað fjölmörg erfið augnablik," segir Sigríður. Hún er svo hæstánægð í starfi að hún hefur aldrei hugleitt annan feril. "En ef ég hefði snefil af hæfileikum, þá myndi ég gerast rithöfundur í hjáverkum. Mínar bestu gæðastundir eru einmitt með góða bók í sófanum heima." Sigríður ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík með viðdvöl í Svíþjóð og Hafnarfirði. Bjó síðan árum saman í Vesturbæ, en núna í Norðurmýri við Klambratún, sem er miðlæg staðsetning og hentar fjölskyldunni einstaklega vel. Sigríður er í sambúð og moldrík af börnum, með fimm krakka hóp á aldrinum 12 til 20 ára. Hún er mikil félagsvera og tilheyrir óvenju mörgum klúbbum."Í stafrófsröð eru þeir kenndir við badminton, bækur, knapa, rauðvín, sauma, sálarsystur, tennis og Vesturbæjarkonur. Allt saman virkir klúbbar, frekar stolt af því. Svo hef ég hrikalega gaman af fjölbreyttri hreyfingu með góðu fólki," segir Sigríður en viðurkennir þó að hún sé frekar léleg í íþróttum. "Ég stunda engu að síður ræktina, hlaup, badminton, tennis, jóga, skíði og fjallgöngur eftir áhuga og hentisemi hverju sinni. Ef að ég ætti að nefna einn áfangastað úr gönguferðalagi, sem væri eftirminnilegri en aðrir, þá hef ég aldrei upplifað áhrifameiri stund í íslenskri náttúru en að standa á toppi Hvannadalshnjúks í glampandi sólskini með útsýni til allra átta." Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér.Þessi grein er unnin í samstarfi við Landspítalann. Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira
Mannauðsramminn: Sigríður Sveinsdóttir er háls-, nef- og eyrnalæknir, sem starfar á B3-göngudeild skurðlækninga hjá Landspítala í Fossvogi, en einnig á skurðstofu og legudeild A4 á sama stað. Sigríður hefur unnið hjá Landspítala samfellt í tæplega áratug. "Fólk hefur kannski aðra mynd af sjúkrahúsum, en starfsandinn hérna er virkilega léttur og skemmtilegur og flesta daga er mjög gaman í vinnunni þótt innan um séu auðvitað fjölmörg erfið augnablik," segir Sigríður. Hún er svo hæstánægð í starfi að hún hefur aldrei hugleitt annan feril. "En ef ég hefði snefil af hæfileikum, þá myndi ég gerast rithöfundur í hjáverkum. Mínar bestu gæðastundir eru einmitt með góða bók í sófanum heima." Sigríður ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík með viðdvöl í Svíþjóð og Hafnarfirði. Bjó síðan árum saman í Vesturbæ, en núna í Norðurmýri við Klambratún, sem er miðlæg staðsetning og hentar fjölskyldunni einstaklega vel. Sigríður er í sambúð og moldrík af börnum, með fimm krakka hóp á aldrinum 12 til 20 ára. Hún er mikil félagsvera og tilheyrir óvenju mörgum klúbbum."Í stafrófsröð eru þeir kenndir við badminton, bækur, knapa, rauðvín, sauma, sálarsystur, tennis og Vesturbæjarkonur. Allt saman virkir klúbbar, frekar stolt af því. Svo hef ég hrikalega gaman af fjölbreyttri hreyfingu með góðu fólki," segir Sigríður en viðurkennir þó að hún sé frekar léleg í íþróttum. "Ég stunda engu að síður ræktina, hlaup, badminton, tennis, jóga, skíði og fjallgöngur eftir áhuga og hentisemi hverju sinni. Ef að ég ætti að nefna einn áfangastað úr gönguferðalagi, sem væri eftirminnilegri en aðrir, þá hef ég aldrei upplifað áhrifameiri stund í íslenskri náttúru en að standa á toppi Hvannadalshnjúks í glampandi sólskini með útsýni til allra átta." Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér.Þessi grein er unnin í samstarfi við Landspítalann.
Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira