Ríkin fjögur setja fram nýjar kröfur til Katara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2017 06:00 Þessir úlfaldar eru á meðal fórnarlamba deilunnar. Þeir þurftu að ganga langa leið til baka eftir að hafa verið meinuð innganga í Sádi-Arabíu. Nordicphotos/AFP Nordicphotos/AFP Arabaríkin fjögur, sem beita Katara nú viðskiptaþvingunum og hafa slitið stjórnmálasambandi við ríkið, hyggjast gera nýjar kröfur til Katara. Ríkin, Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin, settu fram þrettán kröfur til Katara í síðasta mánuði sem þeir vildu að Katarar uppfylltu, ættu ríkin að aflétta þvingunum. Því höfnuðu Katarar. Fastafulltrúar ríkjanna fjögurra hjá Sameinuðu þjóðunum héldu fund með blaðamönnum í höfuðstöðvum SÞ í gær þar sem þeir tilkynntu að nýju kröfurnar yrðu sex talsins og öllu víðtækari en fyrrnefndar þrettán. Á meðal þeirra verða kröfur um aukna skuldbindingu Katara í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum og að hætta að grafa undan stöðugleika við Persaflóa. Á fundinum kváðust fastafulltrúarnir vilja leysa deiluna á vinsamlegan átt. Sagði fastafulltrúi Sádi-Arabíu, Abdullah al-Mouallimi, að utanríkisráðherrar ríkjanna hefðu samþykkt sín á milli umræddar sex kröfur á fundi í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þann fimmta júlí. „Auðvelt ætti að vera fyrir Katara að samþykkja kröfurnar,“ sagði al-Mouallimi.Abdullah al-Mouallimi, fastafulltrúi Sádi-Arabíu hjá SÞ.Nordicphotos/AFPSádi-Arabinn sagði jafnframt að kröfurnar væru ófrávíkjanlegar og að málamiðlanir kæmu ekki til greina. Hins vegar væru ríkin fjögur til í að ræða við Katara um hvernig yrði best að innleiða kröfurnar. Athygli vakti að al-Mouallimi sagði að það gæti reynst óþarft að loka katarska fjölmiðlinum Al Jazeera, líkt og upphaflegu kröfurnar gerðu ráð fyrir. Sagði hann hins vegar að miðillinn þyrfti að hætta að hvetja til ofbeldis og miðla hatursáróðri. „Ef við getum náð því markmiði án þess að loka Al Jazeera er það í lagi.“ Upptökin að deilunni við Persaflóa má rekja til þeirrar sannfæringar ríkjanna fjögurra að Katarar styðji hryðjuverkasamtök. Þá er Sádi-Aröbum einkar illa við hversu góð samskipti Katara eru við stjórnvöld í Íran. Katarar tjáðu sig ekki um tilkynningu ríkjanna fjögurra í gær. Hafa þeir jafnframt alltaf neitað því að hafa styrkt hryðjuverkasamtök. Persaflóadeilan hefur nú staðið yfir í um sex vikur. Hafa Katarar neyðst til þess að flytja inn mat og drykk með skipum og flugvélum. Áður en ríkið var beitt viðskiptaþvingunum komu um áttatíu prósent allra matvæla Katara frá ríkjunum fjórum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira
Arabaríkin fjögur, sem beita Katara nú viðskiptaþvingunum og hafa slitið stjórnmálasambandi við ríkið, hyggjast gera nýjar kröfur til Katara. Ríkin, Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin, settu fram þrettán kröfur til Katara í síðasta mánuði sem þeir vildu að Katarar uppfylltu, ættu ríkin að aflétta þvingunum. Því höfnuðu Katarar. Fastafulltrúar ríkjanna fjögurra hjá Sameinuðu þjóðunum héldu fund með blaðamönnum í höfuðstöðvum SÞ í gær þar sem þeir tilkynntu að nýju kröfurnar yrðu sex talsins og öllu víðtækari en fyrrnefndar þrettán. Á meðal þeirra verða kröfur um aukna skuldbindingu Katara í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum og að hætta að grafa undan stöðugleika við Persaflóa. Á fundinum kváðust fastafulltrúarnir vilja leysa deiluna á vinsamlegan átt. Sagði fastafulltrúi Sádi-Arabíu, Abdullah al-Mouallimi, að utanríkisráðherrar ríkjanna hefðu samþykkt sín á milli umræddar sex kröfur á fundi í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þann fimmta júlí. „Auðvelt ætti að vera fyrir Katara að samþykkja kröfurnar,“ sagði al-Mouallimi.Abdullah al-Mouallimi, fastafulltrúi Sádi-Arabíu hjá SÞ.Nordicphotos/AFPSádi-Arabinn sagði jafnframt að kröfurnar væru ófrávíkjanlegar og að málamiðlanir kæmu ekki til greina. Hins vegar væru ríkin fjögur til í að ræða við Katara um hvernig yrði best að innleiða kröfurnar. Athygli vakti að al-Mouallimi sagði að það gæti reynst óþarft að loka katarska fjölmiðlinum Al Jazeera, líkt og upphaflegu kröfurnar gerðu ráð fyrir. Sagði hann hins vegar að miðillinn þyrfti að hætta að hvetja til ofbeldis og miðla hatursáróðri. „Ef við getum náð því markmiði án þess að loka Al Jazeera er það í lagi.“ Upptökin að deilunni við Persaflóa má rekja til þeirrar sannfæringar ríkjanna fjögurra að Katarar styðji hryðjuverkasamtök. Þá er Sádi-Aröbum einkar illa við hversu góð samskipti Katara eru við stjórnvöld í Íran. Katarar tjáðu sig ekki um tilkynningu ríkjanna fjögurra í gær. Hafa þeir jafnframt alltaf neitað því að hafa styrkt hryðjuverkasamtök. Persaflóadeilan hefur nú staðið yfir í um sex vikur. Hafa Katarar neyðst til þess að flytja inn mat og drykk með skipum og flugvélum. Áður en ríkið var beitt viðskiptaþvingunum komu um áttatíu prósent allra matvæla Katara frá ríkjunum fjórum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira