Lífið

Linkin Park-söngvarinn Chester Bennington látinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Chester Bennington var 41 árs þegar hann lést.
Chester Bennington var 41 árs þegar hann lést. Vísir/AFP
Söngvari hljómsveitarinnar Linkin Park, Chester Bennington, er látinn. Hann var 41 árs.

Í frétt TMZ segir að Bennington hafi framið sjálfsmorð á heimili sínu í Los Angeles Kaliforníu í dag.

Ferill Bennington spannaði yfir tuttugu ár en hann var söngvari hljómsveitanna Linkin Park og Dead by Sunrise. Þá var hann aðalsöngvari hljómsveitarinnar Stone Temple Pilots árin 2013-2015.

Hljómsveit Bennington, Linkin Park, náði gríðarmiklum vinsældum um allan heim en hún var stofnuð árið 1996. Önnur plata Linkin Park, Meteroa, náði fyrsta sæti Billboard-lagalistans árið 2003 og þá hefur fyrsta plata sveitarinnar, Hybrid Theory, selst í yfir tíu milljónum eintaka.

Bennington fæddist árið 1976 í borginni Phoenix í Arizona. Hann glímdi lengi við eiturlyfjafíkn og árið 2011 tjáði hann sig um kynferðislega misnotkun sem hann var beittur þegar hann var barn.

Bennington lætur eftir sig eiginkonu og sex börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.