Norskur sparkfræðingur: Eina sem Bendtner gerir betur en Matthías er að tyggja tyggjó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2017 19:45 Matthías Vilhjálmsson og Nicklas Bendtner. Vísir/Samsett/Getty Norskir fjölmiðlamenn og sparkfræðingar hafa verið afar duglegir að gagnrýna danska framherjann Nicklas Bendtner á þessu tímabili en Daninn kom til norsku meistarana í Rosenborg fyrir tímabilið. Dagbladet skoðaði aðeins betur gagnrýnina á Bendtner. Það er heldur ekki að hjálpa Nicklas Bendtner mikið að íslenski framherjinn Matthías Vilhjálmsson getur ekki hætt að skora og það þrátt fyrir að þurfa að byrja mikið á varamannabekknum á meðan Bendtner er í byrjunarliðinu. Matthías Vilhjálmsson kom einu sinni sem oftar inná sem varamaður í leik Rosenborg í Meistaradeildinni í vikunni og tryggði norska liðinu sigur og sæti í þriðju umferðinni. Gríðarlega mikilvægt og verðmætt mark fyrir félagið. Rosenborg mætir Celtic í næstu umferð. Nicklas Bendtner lék á sínum tíma með bæði Arsenal og Juventus og mörgum finnst því að hann ætti að geta tekið norsku úrvalsdeildina með vinstri. Nicklas Bendtner hefur hinsvegar aðeins skorað sex mörk í deildinni og virðist hafa misst hæfileikann að koma varnarmönnum á óvart. Það er líka erfiður samanburður fyrir Danann sem er ekki að hlaupa mikið að óþörfu þegar hann er borinn saman við hinn baráttuglaða Íslending sem er alltaf á milljón inn á vellinum og hleypur eftir öllum boltum. Eftir leikinn fór knattspyrnuspekingurinn Jesper Mathisen á Twitter og skaut vel á danska framherjann sem er án efa þekktasti leikmaður Rosenborg-liðsins. „Eina sem Bendtner gerir betur en Vilhjálmsson þessa stundina er að tyggja tyggjó,“ skrifaði Jesper Mathisen á Twitter.Eneste Bendtner gjør bedre enn Vilhjalmsson for tida er å tygge tyggis. — Jesper Mathisen (@jespermathisen) July 19, 2017 Sumir eru þó farnir að koma Nicklas Bendtner til varnar og Harald Martin Brattbakk, fyrrum leikmaður Rosenborg, er einn af þeim sem hafa tekið upp hanskann fyrir danska framherann. „Bendtner veit að hann kallar á athygli en núna held ég að menn séu búnir að ganga of langt,“ sagði Harald Martin Brattbakk. Nicklas Bendtner átti nokkrar hrikalega lélegar sendingar í leiknum á móti Dundalk en hann lagði líka upp fyrra markið Rosenborg-liðsins í leiknum. Hann hjálpaði því liðinu en fékk samt að heyra það. Svo er það önnur spurning hvort að danski framherjinn sé yfir höfðu eitthvað að fylgjast með því sem er skrifað um sig. Kannski er honum alveg sama um hvað sé skrifað um hann í Dagbladet, Adresseavisen eða VG. Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira
Norskir fjölmiðlamenn og sparkfræðingar hafa verið afar duglegir að gagnrýna danska framherjann Nicklas Bendtner á þessu tímabili en Daninn kom til norsku meistarana í Rosenborg fyrir tímabilið. Dagbladet skoðaði aðeins betur gagnrýnina á Bendtner. Það er heldur ekki að hjálpa Nicklas Bendtner mikið að íslenski framherjinn Matthías Vilhjálmsson getur ekki hætt að skora og það þrátt fyrir að þurfa að byrja mikið á varamannabekknum á meðan Bendtner er í byrjunarliðinu. Matthías Vilhjálmsson kom einu sinni sem oftar inná sem varamaður í leik Rosenborg í Meistaradeildinni í vikunni og tryggði norska liðinu sigur og sæti í þriðju umferðinni. Gríðarlega mikilvægt og verðmætt mark fyrir félagið. Rosenborg mætir Celtic í næstu umferð. Nicklas Bendtner lék á sínum tíma með bæði Arsenal og Juventus og mörgum finnst því að hann ætti að geta tekið norsku úrvalsdeildina með vinstri. Nicklas Bendtner hefur hinsvegar aðeins skorað sex mörk í deildinni og virðist hafa misst hæfileikann að koma varnarmönnum á óvart. Það er líka erfiður samanburður fyrir Danann sem er ekki að hlaupa mikið að óþörfu þegar hann er borinn saman við hinn baráttuglaða Íslending sem er alltaf á milljón inn á vellinum og hleypur eftir öllum boltum. Eftir leikinn fór knattspyrnuspekingurinn Jesper Mathisen á Twitter og skaut vel á danska framherjann sem er án efa þekktasti leikmaður Rosenborg-liðsins. „Eina sem Bendtner gerir betur en Vilhjálmsson þessa stundina er að tyggja tyggjó,“ skrifaði Jesper Mathisen á Twitter.Eneste Bendtner gjør bedre enn Vilhjalmsson for tida er å tygge tyggis. — Jesper Mathisen (@jespermathisen) July 19, 2017 Sumir eru þó farnir að koma Nicklas Bendtner til varnar og Harald Martin Brattbakk, fyrrum leikmaður Rosenborg, er einn af þeim sem hafa tekið upp hanskann fyrir danska framherann. „Bendtner veit að hann kallar á athygli en núna held ég að menn séu búnir að ganga of langt,“ sagði Harald Martin Brattbakk. Nicklas Bendtner átti nokkrar hrikalega lélegar sendingar í leiknum á móti Dundalk en hann lagði líka upp fyrra markið Rosenborg-liðsins í leiknum. Hann hjálpaði því liðinu en fékk samt að heyra það. Svo er það önnur spurning hvort að danski framherjinn sé yfir höfðu eitthvað að fylgjast með því sem er skrifað um sig. Kannski er honum alveg sama um hvað sé skrifað um hann í Dagbladet, Adresseavisen eða VG.
Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira