883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Karl Lúðvíksson skrifar 24. júlí 2017 13:00 11.5 punda urriði úr Grænavatni. Stærsti fiskurinn úr Veiðivötnum í sumar. Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Veiði stendur nú sem hæst í Veiðivötnum og sem fyrr er mikil ásókn á þetta vinsæla vatnasvæði en það er heldur ekkert skrítið. Þegar nátturufegurð, góð veiði og félagsskapur fer vel saman er fátt sem toppar það. Veiðin í sumar á vatnasvæði Veiðivatna hefur verið góð og í síðustu viku voru hátt í 13.000 fiskar komnir á land. Veiðin er auðvitað upp og ofan en það koma kippir í þau öll og í síðustu viku var greinilega komað að Litla Sjó því í vikunni veiddust samtals 883 urriðar sem er lang besta vikan í vatninu í sumar. Litli Sjór er eða í það minnsta hefur verið eitt af þremur mest stunduðu vötnunum á svæðinu en Snjóölduvatn og Hraunsvötnin njóta líka mikilla vinsælda. Mesta veiðin í úr Snjóölduvatni í sumar og virðist fátt geta komið i veg fyrir að það verði á toppnum yfir veiði á vatnasvæðinu en úr því eru komnir 5147 silungar samkvæmt síðustu tölum úr vötnunum. Nýjar veiðitölur koma líklegast í dag og við komum til með að greina frá þeim um leið og þær berast. Það sígur aðeins á seinni helminginn í Veiðivötnum en veiðin getur yfirleitt haldist ansi góð út tímabilið sérstaklega á bleikjunni en hún virðist bara taka betur þegar líður á sumarið. Stærsti fiskurinn er 11.5 punda urriði úr Grænavatni en hann sést ásamt veiðimanninum Axel á meðfylgjandi mynd. Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði
Veiði stendur nú sem hæst í Veiðivötnum og sem fyrr er mikil ásókn á þetta vinsæla vatnasvæði en það er heldur ekkert skrítið. Þegar nátturufegurð, góð veiði og félagsskapur fer vel saman er fátt sem toppar það. Veiðin í sumar á vatnasvæði Veiðivatna hefur verið góð og í síðustu viku voru hátt í 13.000 fiskar komnir á land. Veiðin er auðvitað upp og ofan en það koma kippir í þau öll og í síðustu viku var greinilega komað að Litla Sjó því í vikunni veiddust samtals 883 urriðar sem er lang besta vikan í vatninu í sumar. Litli Sjór er eða í það minnsta hefur verið eitt af þremur mest stunduðu vötnunum á svæðinu en Snjóölduvatn og Hraunsvötnin njóta líka mikilla vinsælda. Mesta veiðin í úr Snjóölduvatni í sumar og virðist fátt geta komið i veg fyrir að það verði á toppnum yfir veiði á vatnasvæðinu en úr því eru komnir 5147 silungar samkvæmt síðustu tölum úr vötnunum. Nýjar veiðitölur koma líklegast í dag og við komum til með að greina frá þeim um leið og þær berast. Það sígur aðeins á seinni helminginn í Veiðivötnum en veiðin getur yfirleitt haldist ansi góð út tímabilið sérstaklega á bleikjunni en hún virðist bara taka betur þegar líður á sumarið. Stærsti fiskurinn er 11.5 punda urriði úr Grænavatni en hann sést ásamt veiðimanninum Axel á meðfylgjandi mynd.
Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði