Pokémon Go-spilarar brjálaðir vegna sambandsleysis Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2017 15:35 Aðdáendur Pokémon Go önnum kafnir við að leita að nýjum fígúrum. Vísir/EPA Hugbúnaðarfyrirtækið Niantic hefur beðið aðdáendur snjallsímaleiksins vinsæla Pokémon Go afsökunar eftir að fyrsta hátíðin tileinkuð leiknum leystist upp þegar sambandsleysi gerði leikmönnum ókleift að spila hann. Pokémon Go Fest fór fram í Chicago á laugardag og höfðu æstir aðdáendur leiksins beðið í röð í margar klukkunstundir, að sögn The Guardian. Vonuðust þeir til að koma böndum á pokémoninn sjaldgæfa Lugia. Ekki fór þó betur en svo að farsímakerfið og vefþjónn leiksins hrundu vegna álagsins. Því gátu aðdáendurnir ekki spilað leikinn á hátíðinni. Niantic hefur boðist til að endurgreiða þeim sem höfðu borgað sig inn aðgangseyrinn og gefa þeim Pokécoins, gjaldmiðil leiksins, að andvirði hundrað dollara. Þá ætlar fyrirtækið að gefa öllum þeim sem voru skráðir Lugia. Ár er liðið frá því að Pokémon Go kom fyrst út en leikurinn hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim.Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá gesti á Pokémon Go Fest baula á framkvæmdastjóra Niantic.the CEO of niantic getting booed on stage at pokemon go fest brings me nothing but joy pic.twitter.com/6WxTAvv76Q— Z E F (@therealzef) July 22, 2017 Pokemon Go Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið Niantic hefur beðið aðdáendur snjallsímaleiksins vinsæla Pokémon Go afsökunar eftir að fyrsta hátíðin tileinkuð leiknum leystist upp þegar sambandsleysi gerði leikmönnum ókleift að spila hann. Pokémon Go Fest fór fram í Chicago á laugardag og höfðu æstir aðdáendur leiksins beðið í röð í margar klukkunstundir, að sögn The Guardian. Vonuðust þeir til að koma böndum á pokémoninn sjaldgæfa Lugia. Ekki fór þó betur en svo að farsímakerfið og vefþjónn leiksins hrundu vegna álagsins. Því gátu aðdáendurnir ekki spilað leikinn á hátíðinni. Niantic hefur boðist til að endurgreiða þeim sem höfðu borgað sig inn aðgangseyrinn og gefa þeim Pokécoins, gjaldmiðil leiksins, að andvirði hundrað dollara. Þá ætlar fyrirtækið að gefa öllum þeim sem voru skráðir Lugia. Ár er liðið frá því að Pokémon Go kom fyrst út en leikurinn hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim.Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá gesti á Pokémon Go Fest baula á framkvæmdastjóra Niantic.the CEO of niantic getting booed on stage at pokemon go fest brings me nothing but joy pic.twitter.com/6WxTAvv76Q— Z E F (@therealzef) July 22, 2017
Pokemon Go Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira