Alltaf þúsund árum á eftir hinum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. júlí 2017 11:15 Marsibil og Elfar Logi með Gísla á milli sín og Elfar Logi með afastelpuna Sögu Nótt Friðriksdóttur á handleggnum. Mynd/Heiður Embla Elfarsdóttir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, heldur mikið upp á Hallgerði langbrók, hann ætlar að messa yfir okkur í kvöld klukkan 20. Það er mikil spenna hér í Dýrafirðinum fyrir hans komu,“ segir Elfar Logi Hannesson stórleikari, staddur á slóðum Gísla Súrssonar í Haukadal þegar hann svarar síma. „Gísli hugsaði fyrir því að hér yrði GSM-samband,“ segir hann glettinn. Elfar Logi stendur fyrir mánaðarlegum menningarviðburðum í hinum söguríka dal, ásamt konu sinni Marsibil Kristjánsdóttur. Hann tekur fram að hún sé heilinn á bak við allt saman, sjálfur sé hann bara vinnumaðurinn á bænum. „Við erum aðallega föst á landnámstímanum, alltaf þúsund árum á eftir hinum,“ segir hann. „Nú erum við búin að mublera upp Gíslastaði sem er gamalt félagsheimili, ekki þó þúsund ára heldur frá 1936, en innan dyra höfum við breytt því að víkingasið.“ Þau hjón keyptu húsið 2005, árið sem þau bjuggu til einleikinn um Gísla Súrsson sem enn er í gangi og sýndur af og til á Gíslastöðum, að sögn Elfars Loga. „Tjörnin, sem Gísli og félagar spiluðu íshokkí á, samkvæmt sögunni, er bara hér fyrir utan. Það er alltaf sterk upplifun fyrir fólk að vera á söguslóðum.“ Hann segir borð og bekki fyrir fjörutíu manns á Gíslastöðum. „En við höfum hýst mun fleiri. Um daginn var Óttar geðlæknir hjá okkur að fjalla um sexið í Íslendingasögum og stútfyllti kofann. Næst verður svo Margrét Sverrisdóttir með fyrirlestur um drauma og fyrirboða í vestfirskum Íslendingasögum og í september verður víkingahátíð fjölskyldunnar. Við erum búin að bóka viðburði fram á næsta ár.“ Sem sagt að vetrinum líka? „Já, já, goðarnir sjá til þess að hingað sé alltaf fært, Freyr er okkar goði, hann heldur opnu.“ Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, heldur mikið upp á Hallgerði langbrók, hann ætlar að messa yfir okkur í kvöld klukkan 20. Það er mikil spenna hér í Dýrafirðinum fyrir hans komu,“ segir Elfar Logi Hannesson stórleikari, staddur á slóðum Gísla Súrssonar í Haukadal þegar hann svarar síma. „Gísli hugsaði fyrir því að hér yrði GSM-samband,“ segir hann glettinn. Elfar Logi stendur fyrir mánaðarlegum menningarviðburðum í hinum söguríka dal, ásamt konu sinni Marsibil Kristjánsdóttur. Hann tekur fram að hún sé heilinn á bak við allt saman, sjálfur sé hann bara vinnumaðurinn á bænum. „Við erum aðallega föst á landnámstímanum, alltaf þúsund árum á eftir hinum,“ segir hann. „Nú erum við búin að mublera upp Gíslastaði sem er gamalt félagsheimili, ekki þó þúsund ára heldur frá 1936, en innan dyra höfum við breytt því að víkingasið.“ Þau hjón keyptu húsið 2005, árið sem þau bjuggu til einleikinn um Gísla Súrsson sem enn er í gangi og sýndur af og til á Gíslastöðum, að sögn Elfars Loga. „Tjörnin, sem Gísli og félagar spiluðu íshokkí á, samkvæmt sögunni, er bara hér fyrir utan. Það er alltaf sterk upplifun fyrir fólk að vera á söguslóðum.“ Hann segir borð og bekki fyrir fjörutíu manns á Gíslastöðum. „En við höfum hýst mun fleiri. Um daginn var Óttar geðlæknir hjá okkur að fjalla um sexið í Íslendingasögum og stútfyllti kofann. Næst verður svo Margrét Sverrisdóttir með fyrirlestur um drauma og fyrirboða í vestfirskum Íslendingasögum og í september verður víkingahátíð fjölskyldunnar. Við erum búin að bóka viðburði fram á næsta ár.“ Sem sagt að vetrinum líka? „Já, já, goðarnir sjá til þess að hingað sé alltaf fært, Freyr er okkar goði, hann heldur opnu.“
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira