Pólverjar fá mánaðarfrest til að hlýða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 "Nei við einræði!“ sögðu mótmælendur sem eru ósáttir við áform um uppstokkun í dómskerfinu. Vísir/AFP Einn mánuður er til stefnu fyrir Pólverja að taka á vandamálum sem hafa komið upp við endurskipulagningu dómskerfisins þar í landi. Þetta sagði Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær. Timmermans sagði ekki nánar frá því hvað myndi gerast ef Pólverjar hlýddu ekki en samkvæmt The Washington Post íhugar framkvæmdastjórnin að beita viðskiptaþvingunum. „Framkvæmdastjórnin er staðráðin í að verja framgang réttvísinnar í öllum aðildarríkjum. Það er grundvallaratriði sem Evrópusambandið byggir á. Óháð dómskerfi er nauðsynleg forsenda veru í sambandinu,“ sagði forseti framkvæmdastjórnarinnar, Jean-Claude Juncker. Endurskipulagningin sem um ræðir er framtak ríkisstjórnarflokksins Lög og regla undir forystu formannsins Jaroslaws Kaczynski og forsætisráðherrans Beata Szydlo. Að mati flokksmanna er dómskerfi landsins óskilvirkt og spillt. Telja þeir því að gagngerar breytingar þurfi að gera á kerfinu. Samkvæmt The Washington Post er meirihluti Pólverja sammála ríkisstjórninni en tugir þúsunda flykktust þó á götur út til að mótmæla nýlegum frumvörpum flokksins þess efnis. Töldu mótmælendur frumvörpin til þess fallin að færa Lögum og reglu enn meiri völd. Áður, eftir að flokkurinn tók við völdum árið 2015, hafði flokkurinn dregið úr valdi stjórnarskrárdómstóls landsins. Valdi sem var beitt gegn sitjandi ríkisstjórn hverju sinni teldi dómstóllinn áform hennar stangast á við stjórnarskrá Póllands. Frumvörpin voru þrjú eins og áður segir. Eitt snerist um að dómsmálaráðherra yrði heimilt að reka hæstaréttardómara, annað um að ríkisstjórnin fengi að skipa hæstaréttardómara og það þriðja um að ríkisstjórnin fengi að skipa dómara neðri dómstiga. Mótmæli Pólverja urðu til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti á mánudag að hann myndi beita neitunarvaldi sínu gegn tveimur fyrrnefndu frumvörpunum. Hann skrifaði þó undir það síðastnefnda. Timmermans sagði á blaðamannafundinum í gær að hann fagnaði ákvörðun Duda en gagnrýndi aðgerðir Laga og reglu harðlega. Sagði hann meðal annars að „yfirtaka stjórnarskrárdómstólsins auki ógn á við réttarríkið“. „Tilmæli okkar til Pólverja eru skýr. Það er kominn tími til að endurvekja sjálfstæði stjórnarskrárdómstólsins og annaðhvort draga til baka frumvörpin eða breyta þeim þannig þau séu í takt við bæði stjórnarskrá Póllands og evrópska staðla um sjálfstæði dómstóla,“ sagði Timmermans. Varaforsetinn bætti því við að hvers kyns aðgerðir Laga og reglu til þess að reka hæstaréttardómara myndu leiða til þess að Pólverjar fengju formlega viðvörum frá framkvæmdastjórn ESB. Slíkt gæti leitt til þess að Pólverjar missi atkvæðisrétt sinn. Vart þarf að taka fram að orð Timmermans voru forsprökkum Laga og reglu ekki að skapi. Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Rafal Bochenek, sagði í gær að Pólverjar myndu ekki leyfa Evrópusambandinu að „kúga“ sig. Að sama skapi sagði Konrad Szymanski aðstoðarutanríkisráðherra að efasemdir framkvæmdastjórnarinnar byggðu á sandi og að Pólverjar hefðu sjálfir réttinn til þess að stýra dómskerfi sínu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Einn mánuður er til stefnu fyrir Pólverja að taka á vandamálum sem hafa komið upp við endurskipulagningu dómskerfisins þar í landi. Þetta sagði Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær. Timmermans sagði ekki nánar frá því hvað myndi gerast ef Pólverjar hlýddu ekki en samkvæmt The Washington Post íhugar framkvæmdastjórnin að beita viðskiptaþvingunum. „Framkvæmdastjórnin er staðráðin í að verja framgang réttvísinnar í öllum aðildarríkjum. Það er grundvallaratriði sem Evrópusambandið byggir á. Óháð dómskerfi er nauðsynleg forsenda veru í sambandinu,“ sagði forseti framkvæmdastjórnarinnar, Jean-Claude Juncker. Endurskipulagningin sem um ræðir er framtak ríkisstjórnarflokksins Lög og regla undir forystu formannsins Jaroslaws Kaczynski og forsætisráðherrans Beata Szydlo. Að mati flokksmanna er dómskerfi landsins óskilvirkt og spillt. Telja þeir því að gagngerar breytingar þurfi að gera á kerfinu. Samkvæmt The Washington Post er meirihluti Pólverja sammála ríkisstjórninni en tugir þúsunda flykktust þó á götur út til að mótmæla nýlegum frumvörpum flokksins þess efnis. Töldu mótmælendur frumvörpin til þess fallin að færa Lögum og reglu enn meiri völd. Áður, eftir að flokkurinn tók við völdum árið 2015, hafði flokkurinn dregið úr valdi stjórnarskrárdómstóls landsins. Valdi sem var beitt gegn sitjandi ríkisstjórn hverju sinni teldi dómstóllinn áform hennar stangast á við stjórnarskrá Póllands. Frumvörpin voru þrjú eins og áður segir. Eitt snerist um að dómsmálaráðherra yrði heimilt að reka hæstaréttardómara, annað um að ríkisstjórnin fengi að skipa hæstaréttardómara og það þriðja um að ríkisstjórnin fengi að skipa dómara neðri dómstiga. Mótmæli Pólverja urðu til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti á mánudag að hann myndi beita neitunarvaldi sínu gegn tveimur fyrrnefndu frumvörpunum. Hann skrifaði þó undir það síðastnefnda. Timmermans sagði á blaðamannafundinum í gær að hann fagnaði ákvörðun Duda en gagnrýndi aðgerðir Laga og reglu harðlega. Sagði hann meðal annars að „yfirtaka stjórnarskrárdómstólsins auki ógn á við réttarríkið“. „Tilmæli okkar til Pólverja eru skýr. Það er kominn tími til að endurvekja sjálfstæði stjórnarskrárdómstólsins og annaðhvort draga til baka frumvörpin eða breyta þeim þannig þau séu í takt við bæði stjórnarskrá Póllands og evrópska staðla um sjálfstæði dómstóla,“ sagði Timmermans. Varaforsetinn bætti því við að hvers kyns aðgerðir Laga og reglu til þess að reka hæstaréttardómara myndu leiða til þess að Pólverjar fengju formlega viðvörum frá framkvæmdastjórn ESB. Slíkt gæti leitt til þess að Pólverjar missi atkvæðisrétt sinn. Vart þarf að taka fram að orð Timmermans voru forsprökkum Laga og reglu ekki að skapi. Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Rafal Bochenek, sagði í gær að Pólverjar myndu ekki leyfa Evrópusambandinu að „kúga“ sig. Að sama skapi sagði Konrad Szymanski aðstoðarutanríkisráðherra að efasemdir framkvæmdastjórnarinnar byggðu á sandi og að Pólverjar hefðu sjálfir réttinn til þess að stýra dómskerfi sínu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira