Heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana hafnað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 John McCain sneri úr veikindaleyfi til að kjósa með frumvarpinu. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði í gær frumvarpi Repúblikana er gekk út á að fella Obamacare, heilbrigðistryggingalög Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta, úr gildi. Nánar tiltekið gekk frumvarpið út á að fella frumvarpið úr gildi og skipta því út fyrir annað frumvarp. Alls kusu 57 öldungadeildarþingmenn á móti frumvarpinu í gær en 43 voru með. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni með 52 þingmenn en þar sem flokkurinn stóð ekki heill að baki frumvarpinu fór sem fór, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir forsetans Donalds Trump. Forsetinn gerði heilbrigðismál að lykilmálaflokki í kosningabaráttu sinni en hann hefur margsinnis haldið því fram að Obamacare sé „að deyja“ og að „pynta þjóðina“. Repúblikanar eru raunar þríklofnir í málinu. Meginþorri flokksins kaus með frumvarpinu, ein fylking gegn því á þeim forsendum að það gengi ekki nógu langt í frjálshyggjuátt og önnur gegn því þar sem þingmönnum fannst frumvarpið ganga of langt í niðurskurði. BBC greinir frá því að óháðir greiningaraðilar hafi komist að þeirri niðurstöðu að frumvarp gærdagsins myndi kosta 30 milljónir bandarískra skattgreiðenda sjúkratryggingar sínar. Athygli vakti að John McCain, þingmaður Repúblikana, var viðstaddur atkvæðagreiðsluna í gær en hann var nýlega greindur með heilaæxli. Klöppuðu þingmenn ákaft fyrir honum er hann gekk inn í þingsal. McCain kaus að lokum með frumvarpinu en hann var mótframbjóðandi Obama árið 2008. Búist er við því að á næstunni leggi Repúblikanar fram frumvarp þess efnis að afnema Obamacare þegar tvö ár verða liðin frá mögulegri samþykkt frumvarpsins. Yrði það gert til þess að Repúblikanar hafi tíma til að sameinast í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17 John McCain með krabbamein í heila John McCain hefur verið öldungadeildarþingmaður frá árinu 1987 og bauð hann sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2008. 20. júlí 2017 06:23 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði í gær frumvarpi Repúblikana er gekk út á að fella Obamacare, heilbrigðistryggingalög Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta, úr gildi. Nánar tiltekið gekk frumvarpið út á að fella frumvarpið úr gildi og skipta því út fyrir annað frumvarp. Alls kusu 57 öldungadeildarþingmenn á móti frumvarpinu í gær en 43 voru með. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni með 52 þingmenn en þar sem flokkurinn stóð ekki heill að baki frumvarpinu fór sem fór, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir forsetans Donalds Trump. Forsetinn gerði heilbrigðismál að lykilmálaflokki í kosningabaráttu sinni en hann hefur margsinnis haldið því fram að Obamacare sé „að deyja“ og að „pynta þjóðina“. Repúblikanar eru raunar þríklofnir í málinu. Meginþorri flokksins kaus með frumvarpinu, ein fylking gegn því á þeim forsendum að það gengi ekki nógu langt í frjálshyggjuátt og önnur gegn því þar sem þingmönnum fannst frumvarpið ganga of langt í niðurskurði. BBC greinir frá því að óháðir greiningaraðilar hafi komist að þeirri niðurstöðu að frumvarp gærdagsins myndi kosta 30 milljónir bandarískra skattgreiðenda sjúkratryggingar sínar. Athygli vakti að John McCain, þingmaður Repúblikana, var viðstaddur atkvæðagreiðsluna í gær en hann var nýlega greindur með heilaæxli. Klöppuðu þingmenn ákaft fyrir honum er hann gekk inn í þingsal. McCain kaus að lokum með frumvarpinu en hann var mótframbjóðandi Obama árið 2008. Búist er við því að á næstunni leggi Repúblikanar fram frumvarp þess efnis að afnema Obamacare þegar tvö ár verða liðin frá mögulegri samþykkt frumvarpsins. Yrði það gert til þess að Repúblikanar hafi tíma til að sameinast í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17 John McCain með krabbamein í heila John McCain hefur verið öldungadeildarþingmaður frá árinu 1987 og bauð hann sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2008. 20. júlí 2017 06:23 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17
John McCain með krabbamein í heila John McCain hefur verið öldungadeildarþingmaður frá árinu 1987 og bauð hann sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2008. 20. júlí 2017 06:23