Myglaðir leikskólar Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 29. júlí 2017 07:00 Fréttamaður: „Nú hefur komið í ljós að leikskólarnir eru að grotna niður vegna skorts á viðhaldi. Hver eru þín viðbrögð?“ Álitsgjafi úr akademíunni: „Hér eru að koma fram afleiðingarnar af þessari skefjalausu frjálshyggju, nýfrjálshyggju, sem öllu hefur stýrt, auðgildið ofar manngildinu. Í stað þess að fjárfesta í menntun og umönnun barna þá er peningunum eytt í yfirbyggingu og alls konar gæluverkefni. Auðvitað er hneyksli að heilsu barna sé stefnt í voða vegna sinnuleysis og gróðahyggju sem?…“ Fréttamaður: „Ehe, bíddu nú aðeins?…“ Álitsgjafinn: „Það er ekki eftir neinu að bíða, afleiðingarnar eru nú að koma í ljós. Sama á við um mengunarslysið hér um daginn, fullkomið virðingarleysi og hroki gagnvart borgarbúum. Það var einmitt tekið á þessu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, þessi leyndarhyggja og skortur á gagnsæi. Það á alveg jafnt við um fjármálakerfið eins og umhverfismálin og reyndar ótrúlegt að enginn skuli hafa axlað pólitíska ábyrgð á því máli. En þetta er frjálshyggjan í hnotskurn.“ Fréttamaður: „Fyrirgefðu að ég gríp fram í fyrir þér, en við erum að tala um hann Dag okkar og meirihlutann í Reykjavík.“ Álitsgjafinn: „Já, þú meinar, altso, hélt að við værum að ræða annað sveitarfélag, fyrirgefðu. En já, menn mega ekki gleyma því að fjárhagur borgarinnar er þröngur og að mínu mati hefur gengið þokkalega að snúa vörn í sókn í þessum málum þó mikið sé enn óunnið. En það má ekki horfa fram hjá þætti ríkisstjórnarinnar í þessum málum og nauðsynlegt að menn þar á bæ axli sína ábyrgð. En Reykjavík var ekki byggð á einum degi, sjáðu til.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fréttamaður: „Nú hefur komið í ljós að leikskólarnir eru að grotna niður vegna skorts á viðhaldi. Hver eru þín viðbrögð?“ Álitsgjafi úr akademíunni: „Hér eru að koma fram afleiðingarnar af þessari skefjalausu frjálshyggju, nýfrjálshyggju, sem öllu hefur stýrt, auðgildið ofar manngildinu. Í stað þess að fjárfesta í menntun og umönnun barna þá er peningunum eytt í yfirbyggingu og alls konar gæluverkefni. Auðvitað er hneyksli að heilsu barna sé stefnt í voða vegna sinnuleysis og gróðahyggju sem?…“ Fréttamaður: „Ehe, bíddu nú aðeins?…“ Álitsgjafinn: „Það er ekki eftir neinu að bíða, afleiðingarnar eru nú að koma í ljós. Sama á við um mengunarslysið hér um daginn, fullkomið virðingarleysi og hroki gagnvart borgarbúum. Það var einmitt tekið á þessu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, þessi leyndarhyggja og skortur á gagnsæi. Það á alveg jafnt við um fjármálakerfið eins og umhverfismálin og reyndar ótrúlegt að enginn skuli hafa axlað pólitíska ábyrgð á því máli. En þetta er frjálshyggjan í hnotskurn.“ Fréttamaður: „Fyrirgefðu að ég gríp fram í fyrir þér, en við erum að tala um hann Dag okkar og meirihlutann í Reykjavík.“ Álitsgjafinn: „Já, þú meinar, altso, hélt að við værum að ræða annað sveitarfélag, fyrirgefðu. En já, menn mega ekki gleyma því að fjárhagur borgarinnar er þröngur og að mínu mati hefur gengið þokkalega að snúa vörn í sókn í þessum málum þó mikið sé enn óunnið. En það má ekki horfa fram hjá þætti ríkisstjórnarinnar í þessum málum og nauðsynlegt að menn þar á bæ axli sína ábyrgð. En Reykjavík var ekki byggð á einum degi, sjáðu til.“
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun