Æran fæst hvorki keypt né afhent Helga Vala Helgadóttir skrifar 10. júlí 2017 07:30 Æra: „kvk. heiður, sómi, sómatilfinning, virðing álit.“ Svona hljóðar orðskýring yfir æru í Íslenskri orðabók sem Edda gaf út árið 2002. Eins og sjá má þá merkir æra heiður, sómi, sómatilfinning, virðing, álit. Sú merking sem lögð er í að fá uppreisn æru, skv. orðabókinni, er að fá viðurkenndan heiðarleika sinn og óflekkað mannorð fyrir dómi. Það segir mér einfaldlega að það er engin tenging milli þess að hafa æru og fá uppreisn æru (orðið uppreisn í orðabók, ekki uppreist). Sá sem hefur engan heiður, ekki sóma eða sómatilfinningu og nýtur hvorki virðingar né álits samborgara getur ekki með einni umsókn til innanríkisráðuneytis endurheimt þetta. Æran fæst hvorki keypt né verður hún afhent. Hún er óáþreifanleg, og verður ekki metin til fjár. Sá sem einu sinni hefur orðið fyrir mannorðshnekki, getur endurheimt æru sína, virðingu og álit samborgara en að mínu viti er grundvöllur slíks að viðkomandi hafi snefil af sómatilfinningu. Að hann sýni samborgurum að hann sé verðugur ærunnar, að hann geti breytt rétt og sjái villu sína og ástæðu þess að hann varð fyrir mannorðshnekki. Án sómatilfinningar get ég ekki séð að ærulaus maður geti endurheimt æru sína, burtséð frá því hvort hann skilar einhverjum pappírum með umsókn um uppreist æru. Uppreist æra er lagatæknilegt fyrirbæri sem á ekkert skylt við hina raunverulegu æru manns. Það er því í raun misskilningur að ætlast til þess að sá sem hefur enga sómatilfinningu átti sig á hvað samborgurum er misboðinn hinn lagatæknilegi gjörningur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Æra: „kvk. heiður, sómi, sómatilfinning, virðing álit.“ Svona hljóðar orðskýring yfir æru í Íslenskri orðabók sem Edda gaf út árið 2002. Eins og sjá má þá merkir æra heiður, sómi, sómatilfinning, virðing, álit. Sú merking sem lögð er í að fá uppreisn æru, skv. orðabókinni, er að fá viðurkenndan heiðarleika sinn og óflekkað mannorð fyrir dómi. Það segir mér einfaldlega að það er engin tenging milli þess að hafa æru og fá uppreisn æru (orðið uppreisn í orðabók, ekki uppreist). Sá sem hefur engan heiður, ekki sóma eða sómatilfinningu og nýtur hvorki virðingar né álits samborgara getur ekki með einni umsókn til innanríkisráðuneytis endurheimt þetta. Æran fæst hvorki keypt né verður hún afhent. Hún er óáþreifanleg, og verður ekki metin til fjár. Sá sem einu sinni hefur orðið fyrir mannorðshnekki, getur endurheimt æru sína, virðingu og álit samborgara en að mínu viti er grundvöllur slíks að viðkomandi hafi snefil af sómatilfinningu. Að hann sýni samborgurum að hann sé verðugur ærunnar, að hann geti breytt rétt og sjái villu sína og ástæðu þess að hann varð fyrir mannorðshnekki. Án sómatilfinningar get ég ekki séð að ærulaus maður geti endurheimt æru sína, burtséð frá því hvort hann skilar einhverjum pappírum með umsókn um uppreist æru. Uppreist æra er lagatæknilegt fyrirbæri sem á ekkert skylt við hina raunverulegu æru manns. Það er því í raun misskilningur að ætlast til þess að sá sem hefur enga sómatilfinningu átti sig á hvað samborgurum er misboðinn hinn lagatæknilegi gjörningur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun