Kórar landsins takast á í nýjum þætti Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. júlí 2017 09:45 Friðrik Dór hlakkar til að vera kynnir, sérstaklega er hann spenntur fyrir beinu útsendingunni. Vísir/Eyþór Í haust mun þátturinn Kórar Íslands hefja göngu sína á Stöð 2. Í beinni útsendingu munu tuttugu kórar takast á um titilinn Kór Íslands 2017. Kynnir þáttarins verður söngvarinn ástsæli Friðrik Dór. „Undir niðri í mér kraumar kórmaður. Ég elska góða kóra. Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekkert verið í kórum sjálfur – pabbi var um stund í kór og tengdamamma mín hefur stundað kórastarf af miklum móð, þannig að ég fer einstaka sinnum á tónleika hjá henni og það er alltaf gaman að kíkja á það,“ segir Friðrik Dór Jónsson, en hann verður kynnir í þáttunum Kórar Íslands sem verða á dagskrá Stöðvar 2 í haust í samstarfi við Sagafilm og því vert að spyrja hann út í kórareynslu sína, sem hann viðurkennir að sé ekki mikil nema þá sem áhorfandi á tónleikum tengdamóðurinnar og svo þessi undir kraumandi kórmaður. Í þáttunum munu tuttugu kórar keppa í beinni útsendingu um titilinn Kór Íslands 2017 og hlýtur sigurvegarinn vegleg verðlaun. „Mér líst bara vel á þetta. Það er mjög spennandi að spreyta sig á þessu hlutverki. Þetta er í beinni útsendingu – ég hef náttúrulega ekkert gert sem er í beinni útsendingu. Maður þarf að vera vel undirbúinn.“„En ef það koma upp einhver hitamál í þjóðfélaginu þá getur maður nýtt beina útsendingu í það að tjá sig óvænt, að koma með bombur inn í umræðuna. Ég sé fyrir mér að ég geti nýtt mér þetta tækifæri til að verða einn af helstu umræðuleiðtogum þessa lands.“ „Það er það sem pródúserar elska, þegar maður fer út fyrir handritið, sérstaklega ef maður tjáir sig um mjög umdeild málefni. Það er það sem ég stefni á að gera mikið af. Ég er að bíða eftir góðum skandal til að tjá mig um,“ segir Frikki og það er ekki laust við að blaðamaður skynji örlitla kaldhæðni í röddu þessa ástsæla listamanns sem fyrir löngu hefur sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar og myndi áreiðanlega plumma sig mjög vel sem umræðuleiðtogi.En hvernig skyldi draumakórinn hans Frikka Dórs vera, ef hann fengi tækifæri til að setja einn slíkan saman? „Ætli hann myndi ekki bara innihalda tengdamóður mína sem aðalsöngkonu og þá værum við bara í toppmálum. Hún mætti síðan velja sér bakraddir.“ Tengdó getur unað vel við það. Til að geta tekið þátt í keppninni þurfa kórarnir að vera með tíu eða fleiri meðlimi sem allir þurfa að vera 16 ára eða eldri. Kórarnir geta verið hvaðanæva af landinu og af öllu gerðum. Kosið verður um besta kórinn og eru það áhorfendur sem sjá um það í símakosningu. Þriggja manna dómnefnd verður að auki til staðar og verður hún að sjálfsögðu skipuð miklu fagfólki. Allir áhugasamir kórar geta sótt um að taka þátt á netfanginu korar@sagafilm.is. Kórar Íslands Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Sjá meira
Í haust mun þátturinn Kórar Íslands hefja göngu sína á Stöð 2. Í beinni útsendingu munu tuttugu kórar takast á um titilinn Kór Íslands 2017. Kynnir þáttarins verður söngvarinn ástsæli Friðrik Dór. „Undir niðri í mér kraumar kórmaður. Ég elska góða kóra. Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekkert verið í kórum sjálfur – pabbi var um stund í kór og tengdamamma mín hefur stundað kórastarf af miklum móð, þannig að ég fer einstaka sinnum á tónleika hjá henni og það er alltaf gaman að kíkja á það,“ segir Friðrik Dór Jónsson, en hann verður kynnir í þáttunum Kórar Íslands sem verða á dagskrá Stöðvar 2 í haust í samstarfi við Sagafilm og því vert að spyrja hann út í kórareynslu sína, sem hann viðurkennir að sé ekki mikil nema þá sem áhorfandi á tónleikum tengdamóðurinnar og svo þessi undir kraumandi kórmaður. Í þáttunum munu tuttugu kórar keppa í beinni útsendingu um titilinn Kór Íslands 2017 og hlýtur sigurvegarinn vegleg verðlaun. „Mér líst bara vel á þetta. Það er mjög spennandi að spreyta sig á þessu hlutverki. Þetta er í beinni útsendingu – ég hef náttúrulega ekkert gert sem er í beinni útsendingu. Maður þarf að vera vel undirbúinn.“„En ef það koma upp einhver hitamál í þjóðfélaginu þá getur maður nýtt beina útsendingu í það að tjá sig óvænt, að koma með bombur inn í umræðuna. Ég sé fyrir mér að ég geti nýtt mér þetta tækifæri til að verða einn af helstu umræðuleiðtogum þessa lands.“ „Það er það sem pródúserar elska, þegar maður fer út fyrir handritið, sérstaklega ef maður tjáir sig um mjög umdeild málefni. Það er það sem ég stefni á að gera mikið af. Ég er að bíða eftir góðum skandal til að tjá mig um,“ segir Frikki og það er ekki laust við að blaðamaður skynji örlitla kaldhæðni í röddu þessa ástsæla listamanns sem fyrir löngu hefur sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar og myndi áreiðanlega plumma sig mjög vel sem umræðuleiðtogi.En hvernig skyldi draumakórinn hans Frikka Dórs vera, ef hann fengi tækifæri til að setja einn slíkan saman? „Ætli hann myndi ekki bara innihalda tengdamóður mína sem aðalsöngkonu og þá værum við bara í toppmálum. Hún mætti síðan velja sér bakraddir.“ Tengdó getur unað vel við það. Til að geta tekið þátt í keppninni þurfa kórarnir að vera með tíu eða fleiri meðlimi sem allir þurfa að vera 16 ára eða eldri. Kórarnir geta verið hvaðanæva af landinu og af öllu gerðum. Kosið verður um besta kórinn og eru það áhorfendur sem sjá um það í símakosningu. Þriggja manna dómnefnd verður að auki til staðar og verður hún að sjálfsögðu skipuð miklu fagfólki. Allir áhugasamir kórar geta sótt um að taka þátt á netfanginu korar@sagafilm.is.
Kórar Íslands Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Sjá meira