Ellefu góðar hjólreiðaleiðir um Rangárvallasýslu Sólveig Gísladóttir skrifar 12. júlí 2017 11:30 Í Rangárvallasýslu er að finna allt frá blómlegum landbúnaðarhéruðum til hálendis og fjallasala. Ómar Smári Ómar Smári Kristinsson myndlistarmaður gaf nýlega út fimmtu hjólabók sína. Að þessu sinni lýsir hann ellefu hjólreiðaleiðum um Rangárvallasýslu. „Reiðhjólasaga mín er nú ekki löng, ég var meira að segja frekar seinn að læra að hjóla,“ segir Ómar Smári, kallaður Smári, glettinn þegar hann er inntur eftir upphafi hjólaáhuga síns. „Ég hjólaði töluvert þegar ég var í námi úti í Þýskalandi en hafði gert lítið af því í mörg ár þegar ég flutti til Ísafjarðar fyrir tólf árum. Þá lánaði frændi minn mér hjól og það rifjaðist upp fyrir mér hvað þetta er dásamlegur ferðamáti,“ segir Smári sem einnig leit á hjólamennskuna sem góða leið til heilsubótar. Smári hefur nú gefið út fimm hjólabækur um Vestfirði, Vesturland, Suðvesturland, Árnessýslu og nú síðast Rangárvallasýslu.Ómar Smári hefur unnið talsvert við kortagerð. Hér er hann við eitt þeirra sem hann gerði af bænum sínum Ísafirði.En hvað kom til að hann fór að skrifa hjólabækur? „Þar kom ýmislegt til. Í fyrsta lagi er ég haldinn flökkueðli en hef alið mig svo praktískt upp að ég þarf alltaf að hafa eitthvert erindi með flakkinu. Ég er sæmilega ritfær, get tekið ágætis myndir og hef unnið mikið við kortagerð. Konan mín er grafískur hönnuður og góður vinur minn bókaútgefandi. Þegar allt þetta er samankomið var hugmyndin að búa til bók ekki svo vitlaus,“ segir Smári brosandi og viðurkennir einnig að hann hafi mjög gaman af að miðla skemmtilegheitum til annarra. Í nýjustu bók sinni um Rangárvallasýslu lýsir hann ellefu hjólreiðaleiðum, auðveldum og erfiðum, sem eiga það sameiginlegt að þær liggja í hring og að hægt er að loka hringnum á einum degi. Hverri leiðarlýsingu fylgja tillögur að fleiri ferðum. Þar að auki er nokkurra léttra hringleiða, sem ekki teljast til dagleiða, getið í bókinni.Fagurt er um að litast í Landmannahelli.Ómar SmáriEn hvað einkennir Rangárvallasýslu sem hjólasvæði? „Þar er mikla fjölbreytni að finna, allt frá blómlegum landbúnaðarhéruðum til hálendis og fjallasala,“ segir Smári sem sjálfur er ættaður frá Gíslholti í Rangárþingi ytra. „Það var því mikil ánægja fyrir mig að vinna þessa bók enda gaman að vera túristi á heimaslóðum. Helmingur þeirra svæða sem ég hjólaði um voru svæði sem ég hafði ekki komið á áður sem sýnir að oft þarf maður að fara að heiman til að koma heim.“ Er einhver leið sem stendur upp úr? „Leiðirnar höfða misvel til mín, en sú sem ég hafði mest yndi af var í Veiðivötnum. Reyndar setti ég hana með hálfum huga í bókina því mig langar helst að halda henni leyndri,“ segir hann og hlær. Smári gefur hér fyrir neðan eina leiðarlýsingu úr bókinni.Hjólahringurinn Löðmundur.Ómar SmáriLÖÐMUNDURUm háslétturnar á HundraðfjallaafréttiKm: 64,5Tími: Heil dagleið (höf. 8,5 klst.)Malbik: 0 kmHentar illa götuhjólum: U.þ.b. helmingur.Illfært öllum hjólum: 0 km2% halli og minna: 53 km2% til 5% halli: 7 km5% til 10% halli: 3,5 km10% halli og meira: 1 kmDrykkjarvatn: Í Dómadal og Landmannahelli og stundum víðar á sunnanverðri leiðinni.Varúð: Hálendisleið með stopulu símasambandi.Leiðarlýsingin: Þessi leið liggur um hið tilkomumikla landslag Landmannaafréttar. Þrátt fyrir öll fjöllin er næsta lítið um brekkur. Við bestu skilyrði er hægt að fara leiðina á flestum gerðum reiðhjóla. Bestu skilyrði eru seinni part sumars, því þá er vegurinn sem liggur austan Valagjár og norðan Dyngja orðinn troðinn. Sú leið er fáfarin en vegurinn er yfirleitt sléttur og fínn. Á Sigölduleiðinni (Fjallabaksleið, F208), beggja vegna við afleggjarana að Hnausapolli, getur laus sandur verið til trafala á stöku stað. Hvort fólk kýs að fara um hlaðið í Landmannahelli eða hjóla sunnan við Sátu og Löngusátu skiptir litlu máli út frá hjólatæknilegu sjónarmiði. Í báðum tilfellum er um næstum engar brekkur að ræða og á báðum leiðum þarf að vaða í vatni. Klukkugilskvíslin er ekki öll komin í rör og Rauðufossakvísl er óbrúuð. Fara þarf yfir síðarnefnda óháð því hvor leiðin er valin. Sé farið um Landmannahelli bætist vatn Helliskvíslar við, þar á gatnamótunum. Þar sem rennur úr Löðmundarvatni, skammt frá Landmannahelli, þarf að fara yfir eitt vað. Öll eru þessi vöð vel viðráðanleg í eðlilegu árferði. Stundum þarf að vaða á enn einum stað á hringleiðinni. Það gerist þegar Helliskvíslin nær að renna nógu langt til norðurs á yfirborði jarðar. Það gerist æ oftar eftir því sem hún þéttir sinn einnar aldar gamla farveg betur. Vaðið er grýtt, álótt og með sandbleytu en á samt ekki að vera fyrirstaða útsjónarsömum hjólreiðamanni.Hjólaumferð á Sigölduleið.Ómar Smári Heilsa Hjólreiðar Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Fleiri fréttir Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Sjá meira
Ómar Smári Kristinsson myndlistarmaður gaf nýlega út fimmtu hjólabók sína. Að þessu sinni lýsir hann ellefu hjólreiðaleiðum um Rangárvallasýslu. „Reiðhjólasaga mín er nú ekki löng, ég var meira að segja frekar seinn að læra að hjóla,“ segir Ómar Smári, kallaður Smári, glettinn þegar hann er inntur eftir upphafi hjólaáhuga síns. „Ég hjólaði töluvert þegar ég var í námi úti í Þýskalandi en hafði gert lítið af því í mörg ár þegar ég flutti til Ísafjarðar fyrir tólf árum. Þá lánaði frændi minn mér hjól og það rifjaðist upp fyrir mér hvað þetta er dásamlegur ferðamáti,“ segir Smári sem einnig leit á hjólamennskuna sem góða leið til heilsubótar. Smári hefur nú gefið út fimm hjólabækur um Vestfirði, Vesturland, Suðvesturland, Árnessýslu og nú síðast Rangárvallasýslu.Ómar Smári hefur unnið talsvert við kortagerð. Hér er hann við eitt þeirra sem hann gerði af bænum sínum Ísafirði.En hvað kom til að hann fór að skrifa hjólabækur? „Þar kom ýmislegt til. Í fyrsta lagi er ég haldinn flökkueðli en hef alið mig svo praktískt upp að ég þarf alltaf að hafa eitthvert erindi með flakkinu. Ég er sæmilega ritfær, get tekið ágætis myndir og hef unnið mikið við kortagerð. Konan mín er grafískur hönnuður og góður vinur minn bókaútgefandi. Þegar allt þetta er samankomið var hugmyndin að búa til bók ekki svo vitlaus,“ segir Smári brosandi og viðurkennir einnig að hann hafi mjög gaman af að miðla skemmtilegheitum til annarra. Í nýjustu bók sinni um Rangárvallasýslu lýsir hann ellefu hjólreiðaleiðum, auðveldum og erfiðum, sem eiga það sameiginlegt að þær liggja í hring og að hægt er að loka hringnum á einum degi. Hverri leiðarlýsingu fylgja tillögur að fleiri ferðum. Þar að auki er nokkurra léttra hringleiða, sem ekki teljast til dagleiða, getið í bókinni.Fagurt er um að litast í Landmannahelli.Ómar SmáriEn hvað einkennir Rangárvallasýslu sem hjólasvæði? „Þar er mikla fjölbreytni að finna, allt frá blómlegum landbúnaðarhéruðum til hálendis og fjallasala,“ segir Smári sem sjálfur er ættaður frá Gíslholti í Rangárþingi ytra. „Það var því mikil ánægja fyrir mig að vinna þessa bók enda gaman að vera túristi á heimaslóðum. Helmingur þeirra svæða sem ég hjólaði um voru svæði sem ég hafði ekki komið á áður sem sýnir að oft þarf maður að fara að heiman til að koma heim.“ Er einhver leið sem stendur upp úr? „Leiðirnar höfða misvel til mín, en sú sem ég hafði mest yndi af var í Veiðivötnum. Reyndar setti ég hana með hálfum huga í bókina því mig langar helst að halda henni leyndri,“ segir hann og hlær. Smári gefur hér fyrir neðan eina leiðarlýsingu úr bókinni.Hjólahringurinn Löðmundur.Ómar SmáriLÖÐMUNDURUm háslétturnar á HundraðfjallaafréttiKm: 64,5Tími: Heil dagleið (höf. 8,5 klst.)Malbik: 0 kmHentar illa götuhjólum: U.þ.b. helmingur.Illfært öllum hjólum: 0 km2% halli og minna: 53 km2% til 5% halli: 7 km5% til 10% halli: 3,5 km10% halli og meira: 1 kmDrykkjarvatn: Í Dómadal og Landmannahelli og stundum víðar á sunnanverðri leiðinni.Varúð: Hálendisleið með stopulu símasambandi.Leiðarlýsingin: Þessi leið liggur um hið tilkomumikla landslag Landmannaafréttar. Þrátt fyrir öll fjöllin er næsta lítið um brekkur. Við bestu skilyrði er hægt að fara leiðina á flestum gerðum reiðhjóla. Bestu skilyrði eru seinni part sumars, því þá er vegurinn sem liggur austan Valagjár og norðan Dyngja orðinn troðinn. Sú leið er fáfarin en vegurinn er yfirleitt sléttur og fínn. Á Sigölduleiðinni (Fjallabaksleið, F208), beggja vegna við afleggjarana að Hnausapolli, getur laus sandur verið til trafala á stöku stað. Hvort fólk kýs að fara um hlaðið í Landmannahelli eða hjóla sunnan við Sátu og Löngusátu skiptir litlu máli út frá hjólatæknilegu sjónarmiði. Í báðum tilfellum er um næstum engar brekkur að ræða og á báðum leiðum þarf að vaða í vatni. Klukkugilskvíslin er ekki öll komin í rör og Rauðufossakvísl er óbrúuð. Fara þarf yfir síðarnefnda óháð því hvor leiðin er valin. Sé farið um Landmannahelli bætist vatn Helliskvíslar við, þar á gatnamótunum. Þar sem rennur úr Löðmundarvatni, skammt frá Landmannahelli, þarf að fara yfir eitt vað. Öll eru þessi vöð vel viðráðanleg í eðlilegu árferði. Stundum þarf að vaða á enn einum stað á hringleiðinni. Það gerist þegar Helliskvíslin nær að renna nógu langt til norðurs á yfirborði jarðar. Það gerist æ oftar eftir því sem hún þéttir sinn einnar aldar gamla farveg betur. Vaðið er grýtt, álótt og með sandbleytu en á samt ekki að vera fyrirstaða útsjónarsömum hjólreiðamanni.Hjólaumferð á Sigölduleið.Ómar Smári
Heilsa Hjólreiðar Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Fleiri fréttir Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Sjá meira