Lesbíurnar í The L Word snúa aftur Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2017 13:16 Leikararnir í hinum vinsælu þáttum The L Word. Vísir/Getty Framhald sjónvarpsþáttaraðarinnar The L Word er nú í bígerð en samkvæmt heimildum Variety hefur sjónvarpsstöðin Showtime hafið undirbúning á framleiðslu nýrra þátta. Nýju þættirnir yrðu framhald af þeim gömlu, sem sýndir voru á árunum 2004-2009, og til umfjöllunar verða nýjar persónur. Þó er talið að aðalleikkonur upprunalegu þáttaraðarinnar snúi aftur, bæði á skjánum í sínum gömlu hlutverkum og í hlutverki framleiðenda. The L Word fjallaði um hóp samkynhneigðra kvenna búsettra í Los Angeles í Kaliforníu. Þættirnir hlutu mikið lof gagnrýnenda og mannréttindasamtaka fyrir að vinna brautryðjandi starf í þágu hinseginfólks í skemmtanaiðnaðinum. Showtime leitar nú að handritshöfundum og framleiðendum sem hafa beinar tengingar inn í samfélag samkynhneigðra kvenna. Þá er gert ráð fyrir að höfundur The L Word, Ilene Chaiken, komi einnig að nýju framleiðslunni. Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Framhald sjónvarpsþáttaraðarinnar The L Word er nú í bígerð en samkvæmt heimildum Variety hefur sjónvarpsstöðin Showtime hafið undirbúning á framleiðslu nýrra þátta. Nýju þættirnir yrðu framhald af þeim gömlu, sem sýndir voru á árunum 2004-2009, og til umfjöllunar verða nýjar persónur. Þó er talið að aðalleikkonur upprunalegu þáttaraðarinnar snúi aftur, bæði á skjánum í sínum gömlu hlutverkum og í hlutverki framleiðenda. The L Word fjallaði um hóp samkynhneigðra kvenna búsettra í Los Angeles í Kaliforníu. Þættirnir hlutu mikið lof gagnrýnenda og mannréttindasamtaka fyrir að vinna brautryðjandi starf í þágu hinseginfólks í skemmtanaiðnaðinum. Showtime leitar nú að handritshöfundum og framleiðendum sem hafa beinar tengingar inn í samfélag samkynhneigðra kvenna. Þá er gert ráð fyrir að höfundur The L Word, Ilene Chaiken, komi einnig að nýju framleiðslunni.
Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira