Hið gagnlega tískutrend Ritstjórn skrifar 15. júlí 2017 09:00 Glamour/Getty Þessa dagana er ekkert meira í tísku en það sem er ekki í tísku. Við þekkjum flest hugtakið ,,normcore” sem tröllreið tískuheiminum fyrir nokkrum misserum en kynnum nú til leiks hugtakið ,,gorpcore”; föt sem gera gagn og við höfum hingað til helst tengt við útivist og fjallaklifur. Franskir rennilásar, regnkápur, dúnúlpur, flísvesti, hettupeysur, mittistöskur, sokkar og sandalar. Þetta er það sem er í tísku í dag. Stóru tískuhúsin á borð við Balenciaga, Vetements og Prada hafa öll átt sinn þátt í því að koma útivistarfatnaði á tískupallinn. Sömu sögu er að segja um gamalgróin íslensk útivistarmerki eins og Ellingsen og 66°Norður sem hafa verið sem hafa verið að koma sér fyrir á tískuradarnum undanfarið og unnið að því að sameina hágæða útivistarfatnað og götustíl með góðum árangri. Þessi stíll er tilvalinn fyrir íslenska sumarið eins og það er búið að vera hingað til!VetementsBalenciagaAllt þarf að vera nokkrum númerum of stórt, en þessi úlpa er frá Marques Almeida. Mest lesið 3 hlutir sem við vitum um brúðkaup Meghan og Harry Glamour Er útvítt loksins komið til að vera? Glamour Kourtney Kardashian í JÖR Glamour Sjáðu stuttmyndina Íslenskar Stelpur eftir Ísold Glamour Selena Gomez nýtt andlit Louis Vuitton Glamour Rihanna og Drake eru hætt saman Glamour Áberandi yfirhafnir sjóðandi heitar í Kaupmannahöfn Glamour Taylor Swift komin með nýjan kærasta Glamour Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Nú er rétti tíminn til að byrja jólagjafahugleiðingar Glamour
Þessa dagana er ekkert meira í tísku en það sem er ekki í tísku. Við þekkjum flest hugtakið ,,normcore” sem tröllreið tískuheiminum fyrir nokkrum misserum en kynnum nú til leiks hugtakið ,,gorpcore”; föt sem gera gagn og við höfum hingað til helst tengt við útivist og fjallaklifur. Franskir rennilásar, regnkápur, dúnúlpur, flísvesti, hettupeysur, mittistöskur, sokkar og sandalar. Þetta er það sem er í tísku í dag. Stóru tískuhúsin á borð við Balenciaga, Vetements og Prada hafa öll átt sinn þátt í því að koma útivistarfatnaði á tískupallinn. Sömu sögu er að segja um gamalgróin íslensk útivistarmerki eins og Ellingsen og 66°Norður sem hafa verið sem hafa verið að koma sér fyrir á tískuradarnum undanfarið og unnið að því að sameina hágæða útivistarfatnað og götustíl með góðum árangri. Þessi stíll er tilvalinn fyrir íslenska sumarið eins og það er búið að vera hingað til!VetementsBalenciagaAllt þarf að vera nokkrum númerum of stórt, en þessi úlpa er frá Marques Almeida.
Mest lesið 3 hlutir sem við vitum um brúðkaup Meghan og Harry Glamour Er útvítt loksins komið til að vera? Glamour Kourtney Kardashian í JÖR Glamour Sjáðu stuttmyndina Íslenskar Stelpur eftir Ísold Glamour Selena Gomez nýtt andlit Louis Vuitton Glamour Rihanna og Drake eru hætt saman Glamour Áberandi yfirhafnir sjóðandi heitar í Kaupmannahöfn Glamour Taylor Swift komin með nýjan kærasta Glamour Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Nú er rétti tíminn til að byrja jólagjafahugleiðingar Glamour