Formúla 1

Hamilton saxar á loftlausan Vettel | Sjáðu uppgjörsþáttinn

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta úr breska kappakstrinum sem fram fór í dag.

Lewis Hamilton vann sinn fimmta breska kappakstur á ferlinum. Hann saxaði forskot Sebastian Vettel niður í eitt stig í heimsmeistarakeppni ökumanna. Ferrari menn sprengdu báðir dekk undir lok keppninar sem skóp gríðarlegt drama. Þáttinn má sjá í spilara í fréttinni.


Tengdar fréttir

Lewis Hamilton vann á heimavelli

Lewis Hamilton á Mercedes vann sinn fjórða breska kappakstur í röð í dag. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari.

Lewis Hamilton heldur ráspólnum

Lewis Hamilton á Mercedes náði sínu 67. ráspól á ferlinum og þeim fimmta á Silverstone. Hann sætti rannsókn dómara keppninnar enda grunaður um að hægja á Romain Grosjean sem var að setja tímatökuhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×