Frumkvöðlar Magnús Guðmundsson skrifar 17. júlí 2017 07:00 Það er komið að því. Íslensku fótboltastelpurnar eru komnar á sitt þriðja stórmót þar sem þær hefja keppni annað kvöld á móti sterku liði Frakka. Stelpurnar okkar eru heldur engir aukvisar, í þeim býr reynsla, kjarkur og þor til þess að takast á við hvaða lið sem er og ætla sér ætíð sigur. Það er reyndar stórsigur fólgin í því að kvennalandslið í fótbolta, frá þessari smáþjóð norður í Atlantshafi, skuli vera komið á sitt þriðja stórmót en það leynir sér ekki að þær vilja meira. „Mestu skiptir að hafa rætur og ef þær eru nógu sterkar getur þú teygt þig langt inn í framtíðina.“ Sagði listakonan og frumkvöðullinn Björk Guðmundsdóttir einhverju sinni og þannig eru stelpurnar okkar. Þær eru með sterkar rætur í verkum þeirra frumkvöðla sem sköpuðu íslenska kvennaknattspyrnu og létu aldrei bilbug á sér finna þrátt fyrir mótlæti og fordóma í samfélaginu. Hlustuðu aldrei á úrtölumenn heldur höfðu ástríðu fyrir leiknum og trú á sér og sínum félögum til stórra verka. Þannig eru frumkvöðlar. Þær vita hvaðan þær koma og hvert þær ætla sér og á þeirri vegferð hafa þær breytt umhverfi sínu og samfélagi til betri vegar. Það hefði ekki margur trúað því hversu allt er breytt í kringum íslenska kvennaknattspyrnu frá því KSÍ lagði niður kvennalandsliðið í lok níunda áratugarins nema stelpurnar sjálfar. Í kjölfarið tók við óeigingjarnt og þrotlaust starf kvenna sem höfðu þá trú og ástríðu sem til þurfti til að snúa við blaðinu. Það er þeim að þakka að í dag er íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu í baráttu á meðal þeirra bestu, umfjöllun um íslenska kvennaknattspyrnu margföld á við það sem áður var, áhugi almennings mikill og stelpurnar fyrirmyndir fjölda ungmenna með stóra drauma. Þetta breytta umhverfi er ekki tilkomið vegna ytri aðstæðna heldur eru það fyrst og síðast íslenskar knattspyrnukonur sem hafa barist fyrir hverju framfaraskrefi. Á margfalt lakari kjörum en karlarnir hafa þær æft eins og óðar konur, sinnt þjálfun, staðið í fjáröflunum og barist fyrir hverri framför. En eitt hefur þó verið sérstaklega áberandi, að minnsta kosti fyrir okkur sem höfum átt unga fótboltastelpu, en það er einstök elja meistaraflokksleikmanna við að sinna ungu kynslóðinni. Þær mæta á æfingar og leiki, hvetja og hrósa, sýna áhuga og virðingu og leggja á sig allt sem þarf til þess að breyta framtíðinni fyrir unga iðkendur. Kannski vegna þess að þær þekkja öðrum betur hvað það er að berjast fyrir sínu í tómarúmi og skeytingaleysi samfélagsins. En þannig eru góðar fyrirmyndir, þær horfa fram á við og láta sig varða um næstu kynslóðir. Stelpurnar sem á morgun ganga út á völlinn á EM í Hollandi eru afsprengi slíkra frumkvöðla og þær eru sjálfar slíkar fyrirmyndir sem eiga skilið að njóta stuðnings og hvatningar. Þess vegna skulum við öll fylgjast með hverju skrefi og styðja þær í mótvindi jafnt sem meðbyr. Við skulum styðja stelpurnar okkar. Áfram Ísland!Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein EM 2017 í Hollandi Magnús Guðmundsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Það er komið að því. Íslensku fótboltastelpurnar eru komnar á sitt þriðja stórmót þar sem þær hefja keppni annað kvöld á móti sterku liði Frakka. Stelpurnar okkar eru heldur engir aukvisar, í þeim býr reynsla, kjarkur og þor til þess að takast á við hvaða lið sem er og ætla sér ætíð sigur. Það er reyndar stórsigur fólgin í því að kvennalandslið í fótbolta, frá þessari smáþjóð norður í Atlantshafi, skuli vera komið á sitt þriðja stórmót en það leynir sér ekki að þær vilja meira. „Mestu skiptir að hafa rætur og ef þær eru nógu sterkar getur þú teygt þig langt inn í framtíðina.“ Sagði listakonan og frumkvöðullinn Björk Guðmundsdóttir einhverju sinni og þannig eru stelpurnar okkar. Þær eru með sterkar rætur í verkum þeirra frumkvöðla sem sköpuðu íslenska kvennaknattspyrnu og létu aldrei bilbug á sér finna þrátt fyrir mótlæti og fordóma í samfélaginu. Hlustuðu aldrei á úrtölumenn heldur höfðu ástríðu fyrir leiknum og trú á sér og sínum félögum til stórra verka. Þannig eru frumkvöðlar. Þær vita hvaðan þær koma og hvert þær ætla sér og á þeirri vegferð hafa þær breytt umhverfi sínu og samfélagi til betri vegar. Það hefði ekki margur trúað því hversu allt er breytt í kringum íslenska kvennaknattspyrnu frá því KSÍ lagði niður kvennalandsliðið í lok níunda áratugarins nema stelpurnar sjálfar. Í kjölfarið tók við óeigingjarnt og þrotlaust starf kvenna sem höfðu þá trú og ástríðu sem til þurfti til að snúa við blaðinu. Það er þeim að þakka að í dag er íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu í baráttu á meðal þeirra bestu, umfjöllun um íslenska kvennaknattspyrnu margföld á við það sem áður var, áhugi almennings mikill og stelpurnar fyrirmyndir fjölda ungmenna með stóra drauma. Þetta breytta umhverfi er ekki tilkomið vegna ytri aðstæðna heldur eru það fyrst og síðast íslenskar knattspyrnukonur sem hafa barist fyrir hverju framfaraskrefi. Á margfalt lakari kjörum en karlarnir hafa þær æft eins og óðar konur, sinnt þjálfun, staðið í fjáröflunum og barist fyrir hverri framför. En eitt hefur þó verið sérstaklega áberandi, að minnsta kosti fyrir okkur sem höfum átt unga fótboltastelpu, en það er einstök elja meistaraflokksleikmanna við að sinna ungu kynslóðinni. Þær mæta á æfingar og leiki, hvetja og hrósa, sýna áhuga og virðingu og leggja á sig allt sem þarf til þess að breyta framtíðinni fyrir unga iðkendur. Kannski vegna þess að þær þekkja öðrum betur hvað það er að berjast fyrir sínu í tómarúmi og skeytingaleysi samfélagsins. En þannig eru góðar fyrirmyndir, þær horfa fram á við og láta sig varða um næstu kynslóðir. Stelpurnar sem á morgun ganga út á völlinn á EM í Hollandi eru afsprengi slíkra frumkvöðla og þær eru sjálfar slíkar fyrirmyndir sem eiga skilið að njóta stuðnings og hvatningar. Þess vegna skulum við öll fylgjast með hverju skrefi og styðja þær í mótvindi jafnt sem meðbyr. Við skulum styðja stelpurnar okkar. Áfram Ísland!Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. júlí.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun