KSÍ fær 500 miða til viðbótar á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM 2018 sem fram fer 2. september næst komandi í Tampere í Finnlandi.
Áður höfðu 1300 miðar verið seldir á leikinn, en völlurinn tekur 16800 manns í sæti. Það verður því ágætur stuðningur við íslenska liðið á leiknum.
Miðarnir eru ekki á sama stað og þeir miðar sem KSÍ hafði áður fengið, en þó við sama enda vallarins og því ekki langt frá meirihluta íslensku stuðningsmannanna.
Sala miðanna hefst á morgun, 4. júlí, kl 12:00 á midi.is.
500 auka miðar á Finnland - Ísland

Tengdar fréttir

KSÍ seldi alla miðana sína á Finnlandsleikinn og vill fá fleiri
Stuðningsfólk íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu ætlar að fjölmenna til Finnlands í upphafi septembermánaðar.

Strákarnir okkar ná nýjum hæðum á styrkleikalista FIFA
Íslenska karlalandsliðið stekkur upp um þrjú sæti og í það nítjánda á nýjum styrkleikalista FIFA sem verður gefinn út á fimmtudaginn. Ísland hefur aldrei verið ofar á styrkleikalistanum.