Óttar Magnús Karlsson, sem spilar með norska úrvalsdeildarliðinu Molde, hefur verið sendur heim til Íslands í smá frí. Þessu greina norskir fjölmiðlar frá í dag.
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, sagði í viðtali við rbnett.no að „Óttar hefur æft mjög vel og er ákafur en hefur ekki fengið mikinn spiltíma. Þetta hefur tekið svolítið á hann andlega og á sjálfstraustið og við fundum út úr því að það væri best fyrir hann að fara til Íslands í smá frí. Við sáum það í leikjum okkar á undirbúningstímabilinu hvað hann á hinni.“
Óttar horfði á uppeldisfélag sitt, Víking Reykjavík, tapa fyrir ÍBV í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í gær. Víkingar eiga að hafa athugað stöðu Óttars varðandi það að koma aftur til liðsins að láni þegar félagaskiptaglugginn opnast 15. júlí næstkomandi.
Þessi tvítugi framherji á að baki 3 leiki fyrir A-landslið Íslands og var meðal lykilmanna Víkings síðasta sumar í Pepsi-deildinni.
Fréttin birtist fyrst á mbl.is.
