Þrjátíu tónleikar á þrjátíu og einum degi Stefán Þór Hjartarson skrifar 4. júlí 2017 10:15 Dauðyflin ætla að taka dágóðan hring í Bandaríkjunum og keyra um sjö klukkustundir á dag. Hljómsveitin Dauðyflin ferðast í dag vestur um haf og ætlar að keyra um Bandaríkin þver og endilöng til að fylgja eftir síðustu plötu sinni, Ofbeldi, sem kom út í maí síðastliðnum. Sveitin kemur fram á hvorki meira né minna en 30 tónleikum á 31 degi. „Við byrjum í Olympia í Washington-ríki og förum síðan ansi vænan hring. Við erum að fara að keyra að meðaltali svona sjö klukkutíma á dag,“ segir Alexandra, söngkona sveitarinnar, en hennar bíður talsverður akstur hvern einasta dag næsta mánuðinn eða svo, en þó harðneitar hún því að þetta sé eitthvert stress. „Nei, þetta er allt klappað og klárt. Við erum líka þrjú í hljómsveitinni sem erum líka í hljómsveitinni Börn sem hefur tekið svona túr áður. Það var bara mjög gaman – maður dettur í ákveðna rútínu; vakna, keyra, spila, sofa. Ég geri ráð fyrir því að þetta verði alveg jafn skemmtilegt.“Ofbeldi, nýjasta plata Dauðyflanna, kom út í maí.Blaðamaður fer ósjálfrátt að bera saman akstur æsku sinnar, sem var óbærilega langur, og allan þennan akstur sem Dauðyflanna bíður og blöskrar nánast. Eruð þið ekki orðin ansi góð í öllum svona akstursleikjum eins og gulum bíl og hvað þetta nú allt heitir? „Við spilum einmitt leik þar sem á að taka eftir dýrum og eigna sér dýrin sem maður sér. Síðan ef maður sér löggubíl er hægt að stela dýrum af öðrum og ef maður sér kirkju drepur maður dýrin hjá öllum öðrum en sjálfum sér. Þetta er sem sagt leikur sem bandarískir hljómsveitarvinir okkar kenndu okkur.“ Eins og áður sagði eru Dauðyflin að fylgja eftir nýjustu plötunni sinni og munu halda því áfram eftir heimkomuna – þau munu túra um Bretland og Írland í september og svo stefna þau á að taka upp eina sjö tommu fljótlega eftir heimkomuna úr þessari miklu reisu um Bandaríkin. Nálgast má tónlist Dauðyflanna á Bandcamp síðu sveitarinnar. Tónlist Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómsveitin Dauðyflin ferðast í dag vestur um haf og ætlar að keyra um Bandaríkin þver og endilöng til að fylgja eftir síðustu plötu sinni, Ofbeldi, sem kom út í maí síðastliðnum. Sveitin kemur fram á hvorki meira né minna en 30 tónleikum á 31 degi. „Við byrjum í Olympia í Washington-ríki og förum síðan ansi vænan hring. Við erum að fara að keyra að meðaltali svona sjö klukkutíma á dag,“ segir Alexandra, söngkona sveitarinnar, en hennar bíður talsverður akstur hvern einasta dag næsta mánuðinn eða svo, en þó harðneitar hún því að þetta sé eitthvert stress. „Nei, þetta er allt klappað og klárt. Við erum líka þrjú í hljómsveitinni sem erum líka í hljómsveitinni Börn sem hefur tekið svona túr áður. Það var bara mjög gaman – maður dettur í ákveðna rútínu; vakna, keyra, spila, sofa. Ég geri ráð fyrir því að þetta verði alveg jafn skemmtilegt.“Ofbeldi, nýjasta plata Dauðyflanna, kom út í maí.Blaðamaður fer ósjálfrátt að bera saman akstur æsku sinnar, sem var óbærilega langur, og allan þennan akstur sem Dauðyflanna bíður og blöskrar nánast. Eruð þið ekki orðin ansi góð í öllum svona akstursleikjum eins og gulum bíl og hvað þetta nú allt heitir? „Við spilum einmitt leik þar sem á að taka eftir dýrum og eigna sér dýrin sem maður sér. Síðan ef maður sér löggubíl er hægt að stela dýrum af öðrum og ef maður sér kirkju drepur maður dýrin hjá öllum öðrum en sjálfum sér. Þetta er sem sagt leikur sem bandarískir hljómsveitarvinir okkar kenndu okkur.“ Eins og áður sagði eru Dauðyflin að fylgja eftir nýjustu plötunni sinni og munu halda því áfram eftir heimkomuna – þau munu túra um Bretland og Írland í september og svo stefna þau á að taka upp eina sjö tommu fljótlega eftir heimkomuna úr þessari miklu reisu um Bandaríkin. Nálgast má tónlist Dauðyflanna á Bandcamp síðu sveitarinnar.
Tónlist Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“