Porsche færist nær þátttöku í Formula E Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2017 10:10 Frá Formula E keppni. Allar líkur eru til þess að Porsche sé á leiðinni í Formula E keppnisröðina þar sem keppt er á kappakstursbílum eingöngu drifnum áfram með rafmagni. Forstjóri og stjórnarmenn í Porsche hittu forsvarsmenn Formula E mótaraðarinnar í Mónakó um daginn og ræddu þátttöku Porsche í mótaröðinni. Hún gæti orðið strax á keppnisárinu 2018-19. Það hefur lengi verið ljóst að Porsche hyggist á þátttöku í þessari mótaröð og ekki kemur það á óvart í ljósi aukinnar áherslu Porsche á framleiðslu rafmagnsbíla og mikillar velgengni í þolakstursmótaröðinni þar sem Porsche hefur teflt fram bíl sem bæði er knúinn rafmagni og brunavél. Porsche yfirmenn sáust einnig í síðustu Formula E keppni í Berlín og áttu þar víst í frekari viðræðum um þátttöku í keppninni. Porsche hefur látið hafa eftir sér að þar á bæ finnist mönnum að frjálsræði í útfærslu bílanna sem í Formula E keppa sé ekki nógu mikið og ef til vill voru Porsche menn að óska eftir tilslökunum í þeim efnum svo að Porsche huggnist að bætast við sem keppandi. Á næsta keppnistímabili í Formula E er meiningin að breyta fyrirkomulagi á þann hátt að hvert það fyrirtæki sem tekur þátt tefli aðeins fram einum bíl, en ekki tveimur í keppnum. Áhugi Porsche á Formula E mótaröðinni hefur vafalaust ekki minnkað við það að fyrirtækið hyggst hætta að keppa í þolakstursmótaröðinni og kannski er það gert til þess einmitt að einbeita sér að Formula E. Búist er við endanlegri ákvörðun Porche um þátttöku í Formula E seinna á þessu ári. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent
Allar líkur eru til þess að Porsche sé á leiðinni í Formula E keppnisröðina þar sem keppt er á kappakstursbílum eingöngu drifnum áfram með rafmagni. Forstjóri og stjórnarmenn í Porsche hittu forsvarsmenn Formula E mótaraðarinnar í Mónakó um daginn og ræddu þátttöku Porsche í mótaröðinni. Hún gæti orðið strax á keppnisárinu 2018-19. Það hefur lengi verið ljóst að Porsche hyggist á þátttöku í þessari mótaröð og ekki kemur það á óvart í ljósi aukinnar áherslu Porsche á framleiðslu rafmagnsbíla og mikillar velgengni í þolakstursmótaröðinni þar sem Porsche hefur teflt fram bíl sem bæði er knúinn rafmagni og brunavél. Porsche yfirmenn sáust einnig í síðustu Formula E keppni í Berlín og áttu þar víst í frekari viðræðum um þátttöku í keppninni. Porsche hefur látið hafa eftir sér að þar á bæ finnist mönnum að frjálsræði í útfærslu bílanna sem í Formula E keppa sé ekki nógu mikið og ef til vill voru Porsche menn að óska eftir tilslökunum í þeim efnum svo að Porsche huggnist að bætast við sem keppandi. Á næsta keppnistímabili í Formula E er meiningin að breyta fyrirkomulagi á þann hátt að hvert það fyrirtæki sem tekur þátt tefli aðeins fram einum bíl, en ekki tveimur í keppnum. Áhugi Porsche á Formula E mótaröðinni hefur vafalaust ekki minnkað við það að fyrirtækið hyggst hætta að keppa í þolakstursmótaröðinni og kannski er það gert til þess einmitt að einbeita sér að Formula E. Búist er við endanlegri ákvörðun Porche um þátttöku í Formula E seinna á þessu ári.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent