Porsche færist nær þátttöku í Formula E Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2017 10:10 Frá Formula E keppni. Allar líkur eru til þess að Porsche sé á leiðinni í Formula E keppnisröðina þar sem keppt er á kappakstursbílum eingöngu drifnum áfram með rafmagni. Forstjóri og stjórnarmenn í Porsche hittu forsvarsmenn Formula E mótaraðarinnar í Mónakó um daginn og ræddu þátttöku Porsche í mótaröðinni. Hún gæti orðið strax á keppnisárinu 2018-19. Það hefur lengi verið ljóst að Porsche hyggist á þátttöku í þessari mótaröð og ekki kemur það á óvart í ljósi aukinnar áherslu Porsche á framleiðslu rafmagnsbíla og mikillar velgengni í þolakstursmótaröðinni þar sem Porsche hefur teflt fram bíl sem bæði er knúinn rafmagni og brunavél. Porsche yfirmenn sáust einnig í síðustu Formula E keppni í Berlín og áttu þar víst í frekari viðræðum um þátttöku í keppninni. Porsche hefur látið hafa eftir sér að þar á bæ finnist mönnum að frjálsræði í útfærslu bílanna sem í Formula E keppa sé ekki nógu mikið og ef til vill voru Porsche menn að óska eftir tilslökunum í þeim efnum svo að Porsche huggnist að bætast við sem keppandi. Á næsta keppnistímabili í Formula E er meiningin að breyta fyrirkomulagi á þann hátt að hvert það fyrirtæki sem tekur þátt tefli aðeins fram einum bíl, en ekki tveimur í keppnum. Áhugi Porsche á Formula E mótaröðinni hefur vafalaust ekki minnkað við það að fyrirtækið hyggst hætta að keppa í þolakstursmótaröðinni og kannski er það gert til þess einmitt að einbeita sér að Formula E. Búist er við endanlegri ákvörðun Porche um þátttöku í Formula E seinna á þessu ári. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent
Allar líkur eru til þess að Porsche sé á leiðinni í Formula E keppnisröðina þar sem keppt er á kappakstursbílum eingöngu drifnum áfram með rafmagni. Forstjóri og stjórnarmenn í Porsche hittu forsvarsmenn Formula E mótaraðarinnar í Mónakó um daginn og ræddu þátttöku Porsche í mótaröðinni. Hún gæti orðið strax á keppnisárinu 2018-19. Það hefur lengi verið ljóst að Porsche hyggist á þátttöku í þessari mótaröð og ekki kemur það á óvart í ljósi aukinnar áherslu Porsche á framleiðslu rafmagnsbíla og mikillar velgengni í þolakstursmótaröðinni þar sem Porsche hefur teflt fram bíl sem bæði er knúinn rafmagni og brunavél. Porsche yfirmenn sáust einnig í síðustu Formula E keppni í Berlín og áttu þar víst í frekari viðræðum um þátttöku í keppninni. Porsche hefur látið hafa eftir sér að þar á bæ finnist mönnum að frjálsræði í útfærslu bílanna sem í Formula E keppa sé ekki nógu mikið og ef til vill voru Porsche menn að óska eftir tilslökunum í þeim efnum svo að Porsche huggnist að bætast við sem keppandi. Á næsta keppnistímabili í Formula E er meiningin að breyta fyrirkomulagi á þann hátt að hvert það fyrirtæki sem tekur þátt tefli aðeins fram einum bíl, en ekki tveimur í keppnum. Áhugi Porsche á Formula E mótaröðinni hefur vafalaust ekki minnkað við það að fyrirtækið hyggst hætta að keppa í þolakstursmótaröðinni og kannski er það gert til þess einmitt að einbeita sér að Formula E. Búist er við endanlegri ákvörðun Porche um þátttöku í Formula E seinna á þessu ári.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent