Kaupendur bíla á gráa markaðnum hafi varann á sér Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2017 08:51 Volkswagen e-Golf innfluttir frá Bandaríkjunum er ekki hægt að hraðhlaða hérlendis. Innflutningur nýrra bíla sem ekki fellur undir bílaumboð landsins stendur nú í miklum blóma og sjaldan hefur innflutningur þeirra verið meiri en nú. Borið hefur á því að bílar hafi komið hingað til lands sem flokkast undir þennan gráa markað, eins og hann er kallaður, þar sem bílar uppfylla ekki þá staðla sem settir eru fyrir sölu nýrra bíla hérlendis. Slíkir staðlar eru ekki eins strangir fyrir bílamarkaði annarsstaðar í Evrópu, víða í austurhluta Evrópu, svo sem í Rússlandi. Þar eru ekki gerðar eins strangar kröfur til öryggis þeirra og mengunarvarna. Eitt slíkt dæmi kom upp hérlendis fyrir skömmu þar sem fluttir voru inn 7 bílar sem ekki uppfylltu kröfur um mengun og öryggi og uppfylltu þeir ekki Euro 6 staðalinn hvað slíkt varðar. Kaupendur þessara bíla uppgötvaði að umboðsaðila þessara bíla hér á landi er ekki gert að taka við ábyrgðarviðgerðum á þeim þar sem þeir ekki eiga heima á bílamarkaði hérlendis. Fyrir vikið eru þessir bílar ábyrgðarlausir hér á landi og þá þyrfti að flytja út aftur ef kæmi til bilana á þeim. Engum kaupenda á nýjum bílum er greiði gerður með slíku fyrirkomulagi og slíka bíla á ekki að skrá til aksturs á íslenskum vegum.Í sumum tilfellum eftirársbílarÍ stuttu spjalli við Guðmund Hreinsson tæknimann hjá Heklu kom fram að kaupendur bíla á gráa markaðnum þyrftu að hafa nokkur atriði í huga við kaup á slíkum bílum. Oft væri um að ræða eftirársbíla sem hefðu staðið lengi og það við mismunandi aðstæður og það oftast úti undir beru lofti. Við slíka geymslu mætti búast við því að yfirfara þyrfti bremsukerfi bílanna og gæta vel að öllum vökvum og ekki síst smurolíu. Ef um eftirársbíla væri að ræða sé gjarnan farið heilt ár af ábyrgð þeirra frá framleiðanda. Þá nefndi Guðmundur einnig að bílar gætu verið mun verr búnir en þeir bílar sem fluttir eru inn af söluumboðunum hér á landi. Svo rammt kvæði við stundum í þeim efnum að bílarnir tælust ólöglegir, eins og dæmið hér að ofan sannar og væri þá oft um að ræða öryggismál í bílunum, svo sem eins og fjölda öryggispúða og mengunarvarnir. Versta dæmið sem Guðmundur þekkir til varðandi gráan innflutning sé þó líklega að nefna í einu tilviki þar sem Volkswagen e-Golf rafmagnsbíll var fluttur inn frá Bandaríkjunum. Kom í ljós eftir að bíllinn var hingað kominn að hann var ekki hægt setja í hraðhleðslu. Ýmislegt sé því að varast og rétt að benda kaupendum á að kanna alla mögulega ókosti áður en keypt er, þó svo bílarnir fáist oft á betra verði. Tengdar fréttir Sjö bílar fluttir til Íslands með fölsuðum upprunavottorðum Bifreiðar voru fluttar inn á fölsuðum upprunavottorðum og menguðu töluvert meira en leyfi er fyrir á Evrópska efnahagssvæðinu. Samgöngustofa vinnur í málinu, óvíst er hvort bifreiðarnar verði sendar úr landi. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent
Innflutningur nýrra bíla sem ekki fellur undir bílaumboð landsins stendur nú í miklum blóma og sjaldan hefur innflutningur þeirra verið meiri en nú. Borið hefur á því að bílar hafi komið hingað til lands sem flokkast undir þennan gráa markað, eins og hann er kallaður, þar sem bílar uppfylla ekki þá staðla sem settir eru fyrir sölu nýrra bíla hérlendis. Slíkir staðlar eru ekki eins strangir fyrir bílamarkaði annarsstaðar í Evrópu, víða í austurhluta Evrópu, svo sem í Rússlandi. Þar eru ekki gerðar eins strangar kröfur til öryggis þeirra og mengunarvarna. Eitt slíkt dæmi kom upp hérlendis fyrir skömmu þar sem fluttir voru inn 7 bílar sem ekki uppfylltu kröfur um mengun og öryggi og uppfylltu þeir ekki Euro 6 staðalinn hvað slíkt varðar. Kaupendur þessara bíla uppgötvaði að umboðsaðila þessara bíla hér á landi er ekki gert að taka við ábyrgðarviðgerðum á þeim þar sem þeir ekki eiga heima á bílamarkaði hérlendis. Fyrir vikið eru þessir bílar ábyrgðarlausir hér á landi og þá þyrfti að flytja út aftur ef kæmi til bilana á þeim. Engum kaupenda á nýjum bílum er greiði gerður með slíku fyrirkomulagi og slíka bíla á ekki að skrá til aksturs á íslenskum vegum.Í sumum tilfellum eftirársbílarÍ stuttu spjalli við Guðmund Hreinsson tæknimann hjá Heklu kom fram að kaupendur bíla á gráa markaðnum þyrftu að hafa nokkur atriði í huga við kaup á slíkum bílum. Oft væri um að ræða eftirársbíla sem hefðu staðið lengi og það við mismunandi aðstæður og það oftast úti undir beru lofti. Við slíka geymslu mætti búast við því að yfirfara þyrfti bremsukerfi bílanna og gæta vel að öllum vökvum og ekki síst smurolíu. Ef um eftirársbíla væri að ræða sé gjarnan farið heilt ár af ábyrgð þeirra frá framleiðanda. Þá nefndi Guðmundur einnig að bílar gætu verið mun verr búnir en þeir bílar sem fluttir eru inn af söluumboðunum hér á landi. Svo rammt kvæði við stundum í þeim efnum að bílarnir tælust ólöglegir, eins og dæmið hér að ofan sannar og væri þá oft um að ræða öryggismál í bílunum, svo sem eins og fjölda öryggispúða og mengunarvarnir. Versta dæmið sem Guðmundur þekkir til varðandi gráan innflutning sé þó líklega að nefna í einu tilviki þar sem Volkswagen e-Golf rafmagnsbíll var fluttur inn frá Bandaríkjunum. Kom í ljós eftir að bíllinn var hingað kominn að hann var ekki hægt setja í hraðhleðslu. Ýmislegt sé því að varast og rétt að benda kaupendum á að kanna alla mögulega ókosti áður en keypt er, þó svo bílarnir fáist oft á betra verði.
Tengdar fréttir Sjö bílar fluttir til Íslands með fölsuðum upprunavottorðum Bifreiðar voru fluttar inn á fölsuðum upprunavottorðum og menguðu töluvert meira en leyfi er fyrir á Evrópska efnahagssvæðinu. Samgöngustofa vinnur í málinu, óvíst er hvort bifreiðarnar verði sendar úr landi. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent
Sjö bílar fluttir til Íslands með fölsuðum upprunavottorðum Bifreiðar voru fluttar inn á fölsuðum upprunavottorðum og menguðu töluvert meira en leyfi er fyrir á Evrópska efnahagssvæðinu. Samgöngustofa vinnur í málinu, óvíst er hvort bifreiðarnar verði sendar úr landi. 19. júní 2017 07:00