Hildur frumsýnir nýtt myndband: „Búið að vera fáránlega gott ár“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. júlí 2017 11:30 Hildur er ein vinsælasta söngkona landsins. Tónlistarkonan Hildur frumsýnir í dag tónlistarmyndband sitt við lagið Full of You. Lagið er af stuttskífu Hildar Heart to Heart sem kom út nýlega. Myndbandið var gert af þeim Baldvini Vernharðssyni og Herði Frey Brynjarssyni sem saman mynda Eyk Studio. Í myndbandinu gefur að sjá danshópinn GRRRRLS fara á kostum - en allir meðlimir hópsins eru á aldrinum 14-16 ára. Hildur var staðráðin í að fá þær til þess að koma fram í tónlistarmyndbandi sínu eftir að hún sá danssýningu þeirra í Tjarnarbíói. „Ég fór á danssýninguna GRRRLS sem sett var upp í tengslum við Reykjavík Dance Festival og heillaðist alveg, enda eru þær allar á aldrinum 14-16 ára og það er eitthvað svo fáránlega kúl við þær. Þær eru mjög einlægar og flottar og ekki að reyna að vera neitt annað en þær eru. Verkið rifjaði upp fyrir mér fullt af tilfinningum frá því ég var unglingsstelpa,“ segir söngkonan. Danshöfundurinn og höfundur verksins GRRRLS Ásrún Magnúsdóttir samdi dansinn með stelpunum og staðfærðu þær einn dansinn úr sýningunni að lagi Hildar. Myndbandið var tekið upp í Tjarnarbíói. „Stelpurnar stóðu sig frábærlega og öll framkvæmd gekk eins og smurð vél. Útkoman var svo algjörlega mögnuð og finnst mér stelpurnar og dansinn þeirra taka lagið algjörlega á næsta stig.“ Framundan hjá Hildi er margt á dagskrá. „Akkúrat núna er ég í fríi í Serbíu en á næstu vikum er nóg að gera, Þjóðhátíð í fyrsta skipti, fullt af öðrum tónleikum og ný tónlist. Þetta er búið að vera fáránlega gott ár og það verður bara betra.“ Hér að neðan má sjá myndbandið nýja. Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarkonan Hildur frumsýnir í dag tónlistarmyndband sitt við lagið Full of You. Lagið er af stuttskífu Hildar Heart to Heart sem kom út nýlega. Myndbandið var gert af þeim Baldvini Vernharðssyni og Herði Frey Brynjarssyni sem saman mynda Eyk Studio. Í myndbandinu gefur að sjá danshópinn GRRRRLS fara á kostum - en allir meðlimir hópsins eru á aldrinum 14-16 ára. Hildur var staðráðin í að fá þær til þess að koma fram í tónlistarmyndbandi sínu eftir að hún sá danssýningu þeirra í Tjarnarbíói. „Ég fór á danssýninguna GRRRLS sem sett var upp í tengslum við Reykjavík Dance Festival og heillaðist alveg, enda eru þær allar á aldrinum 14-16 ára og það er eitthvað svo fáránlega kúl við þær. Þær eru mjög einlægar og flottar og ekki að reyna að vera neitt annað en þær eru. Verkið rifjaði upp fyrir mér fullt af tilfinningum frá því ég var unglingsstelpa,“ segir söngkonan. Danshöfundurinn og höfundur verksins GRRRLS Ásrún Magnúsdóttir samdi dansinn með stelpunum og staðfærðu þær einn dansinn úr sýningunni að lagi Hildar. Myndbandið var tekið upp í Tjarnarbíói. „Stelpurnar stóðu sig frábærlega og öll framkvæmd gekk eins og smurð vél. Útkoman var svo algjörlega mögnuð og finnst mér stelpurnar og dansinn þeirra taka lagið algjörlega á næsta stig.“ Framundan hjá Hildi er margt á dagskrá. „Akkúrat núna er ég í fríi í Serbíu en á næstu vikum er nóg að gera, Þjóðhátíð í fyrsta skipti, fullt af öðrum tónleikum og ný tónlist. Þetta er búið að vera fáránlega gott ár og það verður bara betra.“ Hér að neðan má sjá myndbandið nýja.
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira