Hin 49 ára gamla Celine Dion hefur verið mjög áberandi á hátískuvikunni sem nú stendur yfir í París. Þó að margir tengi hana ekki beint við tísku þá er gaman að vita að hún hefur einungis klæðst hátískufatnaði á sýningum sínum í Las Vegas síðustu fimm ár. Þannig hún ætti aldeilis að vita um hvað hún er að tala. Hún hefur meira að segja unnið mikið með Vetements, og hefur einnig sést mikið í Balenciaga undanfarið, í neon-gulum kjól frá merkinu og leðurjakka.
Hún tók sér nokkurra daga pásu frá tónleikaferðalagi sínu á dögunum og fór til Parísar með Vogue. Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með henni undanfarna daga, sem og myllumerkinu #celinetakescouture á Instagram.
Glamour/SkjáskotGiambattista Valli og Celine DionCeline Dion með Hamish Bowles og Anna WintourGlamour/Skjáskot