Staðlað jafnrétti María Bjarnadóttir skrifar 7. júlí 2017 07:00 Nýleg lög frá Alþingi hafa vakið heimsathygli og verið fagnað sem enn einum stórslagaranum frá landinu sem er margfaldur og ríkjandi heimsmeistari í jafnrétti. Lög um jafnlaunastaðal hafa þó fengið misjafnari viðtökur heima fyrir. Af viðbrögðunum heima og heiman að dæma mætti halda að það að greiða konum og körlum sömu laun fyrir sömu vinnu væri byltingarkennd og ný hugmynd. Svo er hins vegar ekki. Árið 1920 ákvað sveitarfélagið Poplar í Englandi að greiða öllum starfsmönnum sínum sömu laun fyrir sömu vinnu, óháð kyni starfsmanna. Að auki skyldi þeim lægst launuðu greidd laun sem voru hærri en lágmarksframfærslukostnaður. Endurskoðandi sveitarfélagsins, sem þá var pólitískt skipaður, taldi sveitarfélagið með þessu hafa misfarið með skattfé almennings. Hann höfðaði dómsmál gegn sveitarstjórninni þar sem hann fór fram á að ákvarðanir um jöfn laun til karla og kvenna og launahækkanir þeirra lægstlaunuðu yrðu felldar úr gildi, enda hefði sveitarfélagið þarna farið gróflega út fyrir valdmörk sín. Sveitarfélagið taldi aðgerðina hins vegar rúmast innan lögbundins hlutverks síns sem veitti svigrúm til þess að „greiða laun eins og þau töldu rétt“. Dómstólar féllust á kröfu endurskoðandans. Atkinson lávarður hafði orð fyrir dóminum og taldi sveitarfélagið hafa „[…] leyft sér að láta stýrast við ákvarðanatöku af einhverjum sérviskulegum meginreglum um sósíalíska heimspeki, eða femínískum metnaði til þess að tryggja jafnrétti kynjanna þegar kemur að launum í heimi vinnumarkaðarins“. Það er víst ekkert nýtt undir sólinni. Ekki einu sinni glæný lög.Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun
Nýleg lög frá Alþingi hafa vakið heimsathygli og verið fagnað sem enn einum stórslagaranum frá landinu sem er margfaldur og ríkjandi heimsmeistari í jafnrétti. Lög um jafnlaunastaðal hafa þó fengið misjafnari viðtökur heima fyrir. Af viðbrögðunum heima og heiman að dæma mætti halda að það að greiða konum og körlum sömu laun fyrir sömu vinnu væri byltingarkennd og ný hugmynd. Svo er hins vegar ekki. Árið 1920 ákvað sveitarfélagið Poplar í Englandi að greiða öllum starfsmönnum sínum sömu laun fyrir sömu vinnu, óháð kyni starfsmanna. Að auki skyldi þeim lægst launuðu greidd laun sem voru hærri en lágmarksframfærslukostnaður. Endurskoðandi sveitarfélagsins, sem þá var pólitískt skipaður, taldi sveitarfélagið með þessu hafa misfarið með skattfé almennings. Hann höfðaði dómsmál gegn sveitarstjórninni þar sem hann fór fram á að ákvarðanir um jöfn laun til karla og kvenna og launahækkanir þeirra lægstlaunuðu yrðu felldar úr gildi, enda hefði sveitarfélagið þarna farið gróflega út fyrir valdmörk sín. Sveitarfélagið taldi aðgerðina hins vegar rúmast innan lögbundins hlutverks síns sem veitti svigrúm til þess að „greiða laun eins og þau töldu rétt“. Dómstólar féllust á kröfu endurskoðandans. Atkinson lávarður hafði orð fyrir dóminum og taldi sveitarfélagið hafa „[…] leyft sér að láta stýrast við ákvarðanatöku af einhverjum sérviskulegum meginreglum um sósíalíska heimspeki, eða femínískum metnaði til þess að tryggja jafnrétti kynjanna þegar kemur að launum í heimi vinnumarkaðarins“. Það er víst ekkert nýtt undir sólinni. Ekki einu sinni glæný lög.Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.