Sigga Beinteins goðsögn Innipúkans Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. júlí 2017 10:15 Sigga Beinteins hefur einu sinni eða tvisvar skemmt fólki á tónleikum og það leikandi. Í ár syngur hún með bandinu Babies. Vísir/Ernir „Mér finnst þetta bara rosalega spennandi og hlakka mikið til. Mér finnst líka gaman að spila eitthvað af lögunum mínum með svona ungu og fersku bandi,“ segir poppdrottningin Sigga Beinteins spurð að því hvernig henni lítist á að troða upp á Innipúkanum með stuðboltunum í Babies. Siggu þarf nú vonandi ekki að kynna fyrir lesendum Fréttablaðsins en Babies er stuðflokkur sem sérhæfir sig í svokölluðum „cover“-lögum – eða ábreiðum eins og þær hafa stundum verið kallað upp á íslensku, mörgum til ama. Það hlýtur að vera að „cover“-laga hljómsveit eins og Babies kunni vel að túlka bestu lög Stjórnarinnar.En er það komið á hreint hvernig dagskráin hjá ykkur verður á þessum tónleikum? „Ætli uppistaðan verði ekki lögin sem ég hef sungið í gegnum tíðina – Stjórnin og alls konar eitthvað. Svona bland í poka. Ásamt því sem er í uppáhaldi hjá mér. Síðan veit maður aldrei, kannski tökum við eitthvert ferskt cover, það er aldrei að vita.“Hefurðu hitt krakkana í hljómsveitinni og tekið með þeim góða æfingu? „Nei! Ég er ekki búin að hitta þau og þekki ekki til þeirra. En ég hef mikið verið að spyrjast fyrir um þau og skilst að þau séu alveg meiriháttar og frábært band.“Þetta er gríðarlega hresst band. „Það líst mér vel á!“Það er nú svolítið í þínum anda, hressleikinn. „Já?… það líst mér ennþá betur á. Ég hlakka mikið til að fá að yngja upp í hópnum.“Ef þér yrði boðið það – gætirðu þá hugsað þér að taka þátt í fleiri svona verkefnum með ungum tónlistarmönnum? „Já, ég get alveg hugsað mér að skoða það. Við eigum svo mikið af efnilegu ungu fólki og bara flottu fólki í tónlist þannig að ég er algjörlega til í að gera meira af því.“Eru þá einhverjir sérstakir tónlistarmenn sem þú hefur í huga? „Nei, ekki eins og er, ekki þannig. En ég gæti vel hugsað mér að gera það því að það er svo mikið af flottu fólki.“ Tónlist Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Mér finnst þetta bara rosalega spennandi og hlakka mikið til. Mér finnst líka gaman að spila eitthvað af lögunum mínum með svona ungu og fersku bandi,“ segir poppdrottningin Sigga Beinteins spurð að því hvernig henni lítist á að troða upp á Innipúkanum með stuðboltunum í Babies. Siggu þarf nú vonandi ekki að kynna fyrir lesendum Fréttablaðsins en Babies er stuðflokkur sem sérhæfir sig í svokölluðum „cover“-lögum – eða ábreiðum eins og þær hafa stundum verið kallað upp á íslensku, mörgum til ama. Það hlýtur að vera að „cover“-laga hljómsveit eins og Babies kunni vel að túlka bestu lög Stjórnarinnar.En er það komið á hreint hvernig dagskráin hjá ykkur verður á þessum tónleikum? „Ætli uppistaðan verði ekki lögin sem ég hef sungið í gegnum tíðina – Stjórnin og alls konar eitthvað. Svona bland í poka. Ásamt því sem er í uppáhaldi hjá mér. Síðan veit maður aldrei, kannski tökum við eitthvert ferskt cover, það er aldrei að vita.“Hefurðu hitt krakkana í hljómsveitinni og tekið með þeim góða æfingu? „Nei! Ég er ekki búin að hitta þau og þekki ekki til þeirra. En ég hef mikið verið að spyrjast fyrir um þau og skilst að þau séu alveg meiriháttar og frábært band.“Þetta er gríðarlega hresst band. „Það líst mér vel á!“Það er nú svolítið í þínum anda, hressleikinn. „Já?… það líst mér ennþá betur á. Ég hlakka mikið til að fá að yngja upp í hópnum.“Ef þér yrði boðið það – gætirðu þá hugsað þér að taka þátt í fleiri svona verkefnum með ungum tónlistarmönnum? „Já, ég get alveg hugsað mér að skoða það. Við eigum svo mikið af efnilegu ungu fólki og bara flottu fólki í tónlist þannig að ég er algjörlega til í að gera meira af því.“Eru þá einhverjir sérstakir tónlistarmenn sem þú hefur í huga? „Nei, ekki eins og er, ekki þannig. En ég gæti vel hugsað mér að gera það því að það er svo mikið af flottu fólki.“
Tónlist Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira