Game of Thrones-stjarna tekur í sama streng og Björk Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2017 10:18 Lena Headey í hlutverki hinnar margslungnu Cersei Lannister. HBO Lena Headey, leikkonan sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Cersei Lannister í þáttunum Game of Thrones, segir að hún hafi ekki fengið fjöldamörg hlutverk vegna þess að hún neitaði að daðra í áheyrnarprufunum. Leikkonan lýsti reynslu sinni af kynjamisrétti í Hollywood í spjalli hennar og Maisey Williams, sem leikur Aryu Stark í GoT, við tímaritið The Edit. Þar segir hún meðal annars: „Þegar ég var á þrítugsaldri og fór í margar áheyrnarprufur í Bandaríkjunum sagði einn ráðningarstjórinn við mig: „Karlarnir fara með upptökurnar heim til sín, horfa á þær og spyrja sig, „hverri þeirra myndirðu sofa hjá?“ segir Headey og bætir við: „Ég hef aldrei leikið þann leik að mæta í áheyrnarprufur og daðra. Ég hef aldrei gert það.“ Hún kveðst vera hamingjusamari í dag og segir kröfurnar til hennar vera allt aðrar nú þegar hún er kominn á fimmtugsaldur. „Það eru ekki gerðar útlitskröfur til kvennanna sem ég leik í dag. Sú pressa er farin af mér. Karlkynsleikarar geta leyft sér að vera „áhugaverðir“ en það er gerð rík krafa til kvenna um að vera fallegar og grannar.“Tekur í sama streng og BjörkHún telur að konur standi frammi fyrir miklum hindrunum þegar kemur að því að öðlast virðinguna sem þær eiga skilið í skemmtanabransanum. „Ég ræddi þetta við aðra leikkonu um daginn. Hún sagði: „Upplifirðu það líka að þurfa að segja sjö sinnum það sem karlmenn þurfa bara að segja einu sinni?“ Þessi reynsla helst í hendur við fræg ummæli Bjarkar Guðmundsdóttir, sem hún lét meðal annars falla í viðtali við Pitchfork. „Allt það sem karl segir einu sinni þurfa konur að segja fimm sinnum.“ Game of Thrones Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Lena Headey, leikkonan sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Cersei Lannister í þáttunum Game of Thrones, segir að hún hafi ekki fengið fjöldamörg hlutverk vegna þess að hún neitaði að daðra í áheyrnarprufunum. Leikkonan lýsti reynslu sinni af kynjamisrétti í Hollywood í spjalli hennar og Maisey Williams, sem leikur Aryu Stark í GoT, við tímaritið The Edit. Þar segir hún meðal annars: „Þegar ég var á þrítugsaldri og fór í margar áheyrnarprufur í Bandaríkjunum sagði einn ráðningarstjórinn við mig: „Karlarnir fara með upptökurnar heim til sín, horfa á þær og spyrja sig, „hverri þeirra myndirðu sofa hjá?“ segir Headey og bætir við: „Ég hef aldrei leikið þann leik að mæta í áheyrnarprufur og daðra. Ég hef aldrei gert það.“ Hún kveðst vera hamingjusamari í dag og segir kröfurnar til hennar vera allt aðrar nú þegar hún er kominn á fimmtugsaldur. „Það eru ekki gerðar útlitskröfur til kvennanna sem ég leik í dag. Sú pressa er farin af mér. Karlkynsleikarar geta leyft sér að vera „áhugaverðir“ en það er gerð rík krafa til kvenna um að vera fallegar og grannar.“Tekur í sama streng og BjörkHún telur að konur standi frammi fyrir miklum hindrunum þegar kemur að því að öðlast virðinguna sem þær eiga skilið í skemmtanabransanum. „Ég ræddi þetta við aðra leikkonu um daginn. Hún sagði: „Upplifirðu það líka að þurfa að segja sjö sinnum það sem karlmenn þurfa bara að segja einu sinni?“ Þessi reynsla helst í hendur við fræg ummæli Bjarkar Guðmundsdóttir, sem hún lét meðal annars falla í viðtali við Pitchfork. „Allt það sem karl segir einu sinni þurfa konur að segja fimm sinnum.“
Game of Thrones Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira