Elon Musk sviptir hulunni af Model 3 Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2017 20:44 Í baksýn sjást höfuðstöðvar fyrirtækisins Tesla í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Vísir/Elon Musk Elon Musk, einn stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, hefur birt fyrstu myndir af rafbílnum Model 3. Bíllinn er sá fyrsti frá Tesla sem fjöldaframleiddur er fyrir kaupendur á almennum markaði. BBC greinir frá. Musk deildi myndum af bílnum á Twitter-síðu sinni í gær en fyrstu þrjátíu eigendur bílsins munu fá að setjast undir stýri þann 28. júlí næstkomandi. Að því búnu verður bíllinn gerður aðgengilegur kaupendum úr röðum almennings.First Production Model 3 pic.twitter.com/TCa2NSUNI3— Elon Musk (@elonmusk) July 9, 2017 Bíllinn er fjögurra dyra og mun kosta 35 þúsund Bandaríkjadali eða rúmar 3,6 milljónir íslenskra króna. Tesla sérhæfir sig meðal annars í framleiðslu á rafbílum en verðið á Model 3 nemur um helmingi verðsins á næstódýrasta bíl fyrirtækisins. Skráningum á nýjum Teslu-bílum í Kaliforníu-fylki í Bandaríkjunum, þar sem stærstur hluti viðskiptavina fyrirtækisins býr, fækkaði um 24 prósent í apríl á síðasta ári í samanburði við aprílmánuð árið 2014. Þá birtir Elon Musk nýju myndirnar af Model 3 í kjölfar fréttaflutnings af bílaframleiðandanum Volvo, sem hyggst verða fyrsti hefðbundni bílaframleiðandinn til að hætta alfarið notkun á bensín- og díselvélum í bifreiðar sínar.pic.twitter.com/is6Hthjjoj— Elon Musk (@elonmusk) July 9, 2017 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent
Elon Musk, einn stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, hefur birt fyrstu myndir af rafbílnum Model 3. Bíllinn er sá fyrsti frá Tesla sem fjöldaframleiddur er fyrir kaupendur á almennum markaði. BBC greinir frá. Musk deildi myndum af bílnum á Twitter-síðu sinni í gær en fyrstu þrjátíu eigendur bílsins munu fá að setjast undir stýri þann 28. júlí næstkomandi. Að því búnu verður bíllinn gerður aðgengilegur kaupendum úr röðum almennings.First Production Model 3 pic.twitter.com/TCa2NSUNI3— Elon Musk (@elonmusk) July 9, 2017 Bíllinn er fjögurra dyra og mun kosta 35 þúsund Bandaríkjadali eða rúmar 3,6 milljónir íslenskra króna. Tesla sérhæfir sig meðal annars í framleiðslu á rafbílum en verðið á Model 3 nemur um helmingi verðsins á næstódýrasta bíl fyrirtækisins. Skráningum á nýjum Teslu-bílum í Kaliforníu-fylki í Bandaríkjunum, þar sem stærstur hluti viðskiptavina fyrirtækisins býr, fækkaði um 24 prósent í apríl á síðasta ári í samanburði við aprílmánuð árið 2014. Þá birtir Elon Musk nýju myndirnar af Model 3 í kjölfar fréttaflutnings af bílaframleiðandanum Volvo, sem hyggst verða fyrsti hefðbundni bílaframleiðandinn til að hætta alfarið notkun á bensín- og díselvélum í bifreiðar sínar.pic.twitter.com/is6Hthjjoj— Elon Musk (@elonmusk) July 9, 2017
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent