Flutt aftur til Íslands og íhugar bókarskrif Guðný Hrönn skrifar 22. júní 2017 09:30 Kolbrún og fjölskylda höfðu búið í Danmörku í næstum fjögur ár. Það fylgdust margir með Kolbrúnu Söru Larsen í fyrra í þáttunum Leitin að upprunanum, þegar hún hafði uppi á líffræðilegri fjölskyldu sinni í Tyrklandi, en Kolbrún var ættleidd til Íslands sem barn. „Lífið hefur breyst að mörgu leyti eftir fjölskyldufundinn og þættina. Núna er ég í sambandi við fólkið mitt í Tyrklandi. Svo er það bara spurning um tíma og peninga hvenær við förum, öll fjölskyldan, út og hittum þau. Börnin eru að minnsta kosti ofurspennt. „Breytingin fyrir mig felst aðallega í því að núna veit ég hver staðan var hjá foreldrum mínum og hvað gerðist í raun. Það er það sem leitin mín snerist um frá upphafi, að fá að vita að ég hafi ekki verið yfirgefin. Sú fullvissa er ómetanleg,“ segir Kolbrún sem er nýflutt aftur til Íslands eftir að hafa búið í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni í tæp fjögur ár. Þegar hún flutti aftur til Íslands varð hún vör við það hversu margir landsmenn fylgdust spenntir með ferðalagi hennar til Tyrklands.„Við fengum gríðarlega jákvæð viðbrögð. Fólk er forvitið og fylgdist greinilega vel með og er óhrætt við að spyrja mig. Það að ég hafi verið ættleidd er ekkert leyndarmál og hefur aldrei verið.“ „Hjá sumum er þetta feimnismál. Stundum, þegar fólk spurði mig hér áður fyrr hvaðan ég væri, þá að sjálfsögðu svaraði ég hreint út að ég væri ættleidd. Þá var stundum eins og fólki þætti það óþægilegt. Sumir báðust meira að segja fyrirgefningar á því að tala um þetta,“ segir Kolbrún og hlær. Vildi vera nær fjölskyldunniSpurð út í af hverju hún og fjölskylda hennar ákvað að flytja aftur til Íslands frá Danmörku segir hún: „Okkur leið rosalega vel úti en okkur fannst bara orðið svolítið langt í fjölskylduna. Og það gekk ýmislegt á síðastliðið ár, bæði gleðilegt og sorglegt, sem við vildum taka þátt í. Ég held að það hafi verið jákvætt fyrir alla að komast heim og börninblómstra í öllu frelsinu sem fæst með því að flytja til Íslands og út á land,“ segir Kolbrún sem á tvö börn. Kolbrún sneri til baka til Húsavíkur, þar sem hún ólst upp. „Það er minn heimabær og ég var búin að fá loforð um vinnu á spítalanum á Húsavík áður en við tókum endanlega ákvörðunina,“ útskýrir Kolbrún sem er hjúkrunarfræðingur. Fjölskyldan er nú á höttunum eftir húsnæði á Húsavík. „Við búum inni á foreldrum því þó svo að það sé næg vinna á Húsavík þá er vöntun á húsnæði hérna og við eigum enn þá eftir að selja fallega húsið okkar í Danmörku. Við erum búin að vera með húsið á sölu í fjóra mánuði, það þykir langur tími á íslenskan mælikvarða en svo sem ekkert langur tími miðað við danskan. Við erum bara svo óþolinmóð, enda Íslendingar að upplagi,“ segir hún og hlær.Kolbrún er snúin aftur til Húsavíkur.Vísir/StefánGoogle Translate til bjargar Aðspurð hvernig gangi svo að eiga í samskiptum við fjölskyldu sína í Tyrklandi kveðst Kolbrún vera þakklát fyrir tæknina. „Ég get skrifað á ensku til sumra en svo skrifa þau til mín á tyrknesku og þá nota ég Google translate. Guði sé lof fyrir tæknina,“ segir Kolbrún. „Svo tölum við stundum saman á Skype og þá sýni ég þeim hvað við erum að gera eða hvar við erum. Þá náum við að heyra rödd hvert annars og mamma sendir mér fingurkossa, það er frábært,“ segir Kolbrún sem er farin að læra svolítið í tyrknesku. Spurð út í hvað sé svo fram undan segist Kolbrún hafa áhuga á að segja nánar frá sögu sinni. „Mig langar að gefa út bók. Ég þarf bara að finna einhvern með mér í lið, því ég er enginn rithöfundur. Mig langar til að gera sögu minni betri skil. Það var svo mikið sem kom í ljós þegar ég hafði uppi á fjölskyldunni minni úti, meira en mig hefði nokkurn tímann grunað. Og það var ýmislegt sem komst ekki að í þáttunum þannig að þarna er mikil saga sem þarf að skrásetja nákvæmar. Mig langar að kafa í allar hliðar málsins. Það eru nefnilega alltaf nokkrar hliðar á hverju máli.“ Leitin að upprunanum Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Það fylgdust margir með Kolbrúnu Söru Larsen í fyrra í þáttunum Leitin að upprunanum, þegar hún hafði uppi á líffræðilegri fjölskyldu sinni í Tyrklandi, en Kolbrún var ættleidd til Íslands sem barn. „Lífið hefur breyst að mörgu leyti eftir fjölskyldufundinn og þættina. Núna er ég í sambandi við fólkið mitt í Tyrklandi. Svo er það bara spurning um tíma og peninga hvenær við förum, öll fjölskyldan, út og hittum þau. Börnin eru að minnsta kosti ofurspennt. „Breytingin fyrir mig felst aðallega í því að núna veit ég hver staðan var hjá foreldrum mínum og hvað gerðist í raun. Það er það sem leitin mín snerist um frá upphafi, að fá að vita að ég hafi ekki verið yfirgefin. Sú fullvissa er ómetanleg,“ segir Kolbrún sem er nýflutt aftur til Íslands eftir að hafa búið í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni í tæp fjögur ár. Þegar hún flutti aftur til Íslands varð hún vör við það hversu margir landsmenn fylgdust spenntir með ferðalagi hennar til Tyrklands.„Við fengum gríðarlega jákvæð viðbrögð. Fólk er forvitið og fylgdist greinilega vel með og er óhrætt við að spyrja mig. Það að ég hafi verið ættleidd er ekkert leyndarmál og hefur aldrei verið.“ „Hjá sumum er þetta feimnismál. Stundum, þegar fólk spurði mig hér áður fyrr hvaðan ég væri, þá að sjálfsögðu svaraði ég hreint út að ég væri ættleidd. Þá var stundum eins og fólki þætti það óþægilegt. Sumir báðust meira að segja fyrirgefningar á því að tala um þetta,“ segir Kolbrún og hlær. Vildi vera nær fjölskyldunniSpurð út í af hverju hún og fjölskylda hennar ákvað að flytja aftur til Íslands frá Danmörku segir hún: „Okkur leið rosalega vel úti en okkur fannst bara orðið svolítið langt í fjölskylduna. Og það gekk ýmislegt á síðastliðið ár, bæði gleðilegt og sorglegt, sem við vildum taka þátt í. Ég held að það hafi verið jákvætt fyrir alla að komast heim og börninblómstra í öllu frelsinu sem fæst með því að flytja til Íslands og út á land,“ segir Kolbrún sem á tvö börn. Kolbrún sneri til baka til Húsavíkur, þar sem hún ólst upp. „Það er minn heimabær og ég var búin að fá loforð um vinnu á spítalanum á Húsavík áður en við tókum endanlega ákvörðunina,“ útskýrir Kolbrún sem er hjúkrunarfræðingur. Fjölskyldan er nú á höttunum eftir húsnæði á Húsavík. „Við búum inni á foreldrum því þó svo að það sé næg vinna á Húsavík þá er vöntun á húsnæði hérna og við eigum enn þá eftir að selja fallega húsið okkar í Danmörku. Við erum búin að vera með húsið á sölu í fjóra mánuði, það þykir langur tími á íslenskan mælikvarða en svo sem ekkert langur tími miðað við danskan. Við erum bara svo óþolinmóð, enda Íslendingar að upplagi,“ segir hún og hlær.Kolbrún er snúin aftur til Húsavíkur.Vísir/StefánGoogle Translate til bjargar Aðspurð hvernig gangi svo að eiga í samskiptum við fjölskyldu sína í Tyrklandi kveðst Kolbrún vera þakklát fyrir tæknina. „Ég get skrifað á ensku til sumra en svo skrifa þau til mín á tyrknesku og þá nota ég Google translate. Guði sé lof fyrir tæknina,“ segir Kolbrún. „Svo tölum við stundum saman á Skype og þá sýni ég þeim hvað við erum að gera eða hvar við erum. Þá náum við að heyra rödd hvert annars og mamma sendir mér fingurkossa, það er frábært,“ segir Kolbrún sem er farin að læra svolítið í tyrknesku. Spurð út í hvað sé svo fram undan segist Kolbrún hafa áhuga á að segja nánar frá sögu sinni. „Mig langar að gefa út bók. Ég þarf bara að finna einhvern með mér í lið, því ég er enginn rithöfundur. Mig langar til að gera sögu minni betri skil. Það var svo mikið sem kom í ljós þegar ég hafði uppi á fjölskyldunni minni úti, meira en mig hefði nokkurn tímann grunað. Og það var ýmislegt sem komst ekki að í þáttunum þannig að þarna er mikil saga sem þarf að skrásetja nákvæmar. Mig langar að kafa í allar hliðar málsins. Það eru nefnilega alltaf nokkrar hliðar á hverju máli.“
Leitin að upprunanum Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira