27 laxar á fyrstu vakt í Grímsá Karl Lúðvíkson skrifar 23. júní 2017 08:57 Ingvar Svendsen með lax úr opnun Grímsár í gær Mynd: Hreggnasi FB Þeim fjölgar bara fréttunum af góðum opnunum í laxveiðiánum og ljóst að margar árnar eru að eiga sína bestu byrjun frá upphafi. Veiði hófst í Grímsá í gær og fyrstu tölur þaðan benda til þess að opnunin nú verði ein sú besta sem áin hefur átt en alls komu 27 laxar upp á fyrstu vakt. Við höfum ekki fengið lokatölur gærdagsins en það má alveg reikna með góðri veiði því aðstæður eru fínar í Borgarfirðinum bæði hvað varðar vatnsmagn og lofthita. Mest öll veiðin er að koma á smáar flugur og hitch og er sama sagana þarna og við höfum verið að heyra frá ánum í Borgarfirði að eins árs laxar sem eru komnir séu vel haldnir en um og yfir helmingur aflans í er tveggja ára lax svo stóru smkálaxagöngurnar sem hafa haldið uppi veiði í Borgarfjarðaránum eru ekki ennþá komnar og það er í raun góðar fréttir. Í fyrra mætti smálaxinn mjög snemma og göngurnar stóðu yfir í stuttan tíma þannig að lítið af nýjum laxi kom í árnar eftir mitt sumar. Núna aftur á móti virðist við fyrstu sýn tímasetningin á göngunum vera það sem veiðimenn eiga að venjast og það er vonandi að þetta árið komi góðar göngur á réttum tíma sem dreifi sér snyrtilega yfir sumarið. Mest lesið Rafrænar kosningar til stjórnar SVFR Veiði Veiðihúsin fá yfirhalningu fyrir sumarið Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði 830 laxar á land í Elliðaánum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Ytri Rangá opnar á föstudaginn Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Góður gangur í Korpu Veiði
Þeim fjölgar bara fréttunum af góðum opnunum í laxveiðiánum og ljóst að margar árnar eru að eiga sína bestu byrjun frá upphafi. Veiði hófst í Grímsá í gær og fyrstu tölur þaðan benda til þess að opnunin nú verði ein sú besta sem áin hefur átt en alls komu 27 laxar upp á fyrstu vakt. Við höfum ekki fengið lokatölur gærdagsins en það má alveg reikna með góðri veiði því aðstæður eru fínar í Borgarfirðinum bæði hvað varðar vatnsmagn og lofthita. Mest öll veiðin er að koma á smáar flugur og hitch og er sama sagana þarna og við höfum verið að heyra frá ánum í Borgarfirði að eins árs laxar sem eru komnir séu vel haldnir en um og yfir helmingur aflans í er tveggja ára lax svo stóru smkálaxagöngurnar sem hafa haldið uppi veiði í Borgarfjarðaránum eru ekki ennþá komnar og það er í raun góðar fréttir. Í fyrra mætti smálaxinn mjög snemma og göngurnar stóðu yfir í stuttan tíma þannig að lítið af nýjum laxi kom í árnar eftir mitt sumar. Núna aftur á móti virðist við fyrstu sýn tímasetningin á göngunum vera það sem veiðimenn eiga að venjast og það er vonandi að þetta árið komi góðar göngur á réttum tíma sem dreifi sér snyrtilega yfir sumarið.
Mest lesið Rafrænar kosningar til stjórnar SVFR Veiði Veiðihúsin fá yfirhalningu fyrir sumarið Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði 830 laxar á land í Elliðaánum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Ytri Rangá opnar á föstudaginn Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Góður gangur í Korpu Veiði