iglo + indi í samstarf við Kærleiksbirnina Ritstjórn skrifar 23. júní 2017 09:30 Glamour Íslenska barnafatamerkið iglo + indi kynnti samstarf sitt við Kærleiksbirnina á barnatískusýningunni Pitti Bimbo í Flórens. Það kannast flestir við Kærleiksbirnina (e. Care Bears) en þættirnir boðuðu endurkomu sína fyrir þremur árum á Netflix. Það er alltaf gaman þegar íslensk fatamerki fá góða athygli á erlendri grundu en eigendur Kærleiksbjarnanna, American Greetings, höfðu samband eftir að þau sáu fatamerkið í Milk Magazine. ,,Ég á góðar minningar frá því að hafa horft á þættina með yngri systur minni og þykir mjög vænt um samstarfið,” segir Helga Ólafsdóttir, eigandi iglo + indi. Ástæðan fyrir samstarfinu er 35 ára afmæli Kærleiksbjarnanna og valdi fyrirtækið sex alþjóðleg barnatískumerki til að taka þátt. Vörurnar verða framleiddar í takmörkuðu upplagi og verður afmælinu fagnað á Pitti Bimbo. Fötin koma í verslarnir í byrjun næsta árs, og mun hluti af ágóðanum renna til styrktar góðagerðafélagsins Oxfam. Þða er óhætt að segja að hér er á ferðinni eitt krúttlegt samstarf! 'Að geta unnið við tísku á Íslandi finnst mér vera forréttindi,' segir hin hörkuduglega @helga_olafsdottir hjá @igloindi opnar litríkan og skemmtilegan fataskáp sinn í nýjasta tölublaði Glamour Ekki missa af ! #glamouriceland #igloindi A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jan 4, 2017 at 1:34am PST Mest lesið Flatbotna skór yfir jólin Glamour Cheryl og Liam eignuðust dreng Glamour Steldu stílnum fyrir verslunarmannahelgina Glamour Jennifer Lawrence komin með nýjan kærasta Glamour Jane Birkin er hætt að nota Birkin töskur Glamour Skrautlegur skóbúnaður Glamour Fékk óvænt hlutverk í myndbandi hjá Rihönnu Glamour Síðasta sería Girls frumsýnd Glamour Moschino klæddu fyrirsætur sínar í rusl Glamour Hvernig gerum við góð kaup á útsölum? Glamour
Íslenska barnafatamerkið iglo + indi kynnti samstarf sitt við Kærleiksbirnina á barnatískusýningunni Pitti Bimbo í Flórens. Það kannast flestir við Kærleiksbirnina (e. Care Bears) en þættirnir boðuðu endurkomu sína fyrir þremur árum á Netflix. Það er alltaf gaman þegar íslensk fatamerki fá góða athygli á erlendri grundu en eigendur Kærleiksbjarnanna, American Greetings, höfðu samband eftir að þau sáu fatamerkið í Milk Magazine. ,,Ég á góðar minningar frá því að hafa horft á þættina með yngri systur minni og þykir mjög vænt um samstarfið,” segir Helga Ólafsdóttir, eigandi iglo + indi. Ástæðan fyrir samstarfinu er 35 ára afmæli Kærleiksbjarnanna og valdi fyrirtækið sex alþjóðleg barnatískumerki til að taka þátt. Vörurnar verða framleiddar í takmörkuðu upplagi og verður afmælinu fagnað á Pitti Bimbo. Fötin koma í verslarnir í byrjun næsta árs, og mun hluti af ágóðanum renna til styrktar góðagerðafélagsins Oxfam. Þða er óhætt að segja að hér er á ferðinni eitt krúttlegt samstarf! 'Að geta unnið við tísku á Íslandi finnst mér vera forréttindi,' segir hin hörkuduglega @helga_olafsdottir hjá @igloindi opnar litríkan og skemmtilegan fataskáp sinn í nýjasta tölublaði Glamour Ekki missa af ! #glamouriceland #igloindi A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jan 4, 2017 at 1:34am PST
Mest lesið Flatbotna skór yfir jólin Glamour Cheryl og Liam eignuðust dreng Glamour Steldu stílnum fyrir verslunarmannahelgina Glamour Jennifer Lawrence komin með nýjan kærasta Glamour Jane Birkin er hætt að nota Birkin töskur Glamour Skrautlegur skóbúnaður Glamour Fékk óvænt hlutverk í myndbandi hjá Rihönnu Glamour Síðasta sería Girls frumsýnd Glamour Moschino klæddu fyrirsætur sínar í rusl Glamour Hvernig gerum við góð kaup á útsölum? Glamour