Upphafin andakt, en líka spenna og fjör Jónas Sen skrifar 24. júní 2017 11:30 Lokatónninn sleginn. Sayaka Shoji á fiðlu, Julien Quentin á píanó, Lars Anders Tomter á víólu og István Várdai á selló. Mynd/Jóhanna Ólafsdóttir Á opnunartónleikum Reykjavík Midsummer Music á fimmtudagskvöldið spurði sessunautur minn hvernig á því stæði að þessi árlega hátíð væri eiginlega orðin að því sem Listahátíð í Reykjavík ætti að vera. Sú hátíð hefur óneitanlega drabbast niður og er aðeins skugginn af því sem hún var þegar Vladimir Ashkenazy var þar nánast allt í öllu. Á Reykjavík Midsummer Music er hins vegar sannkölluð hátíðarstemning, og henni vex stöðugt ásmegin. Ég hafði engin svör við þessu, nema þau að Víkingur Heiðar Ólafsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, elskar greinilega tónlist, hefur á henni brennandi áhuga og yfirgripsmikla þekkingu, og hann er sífellt að gera tilraunir. Hann ber á borð óvænta hluti og samsetningar, og það er sterkur þráður á milli verka á efnisskránni sem við fyrstu sýn virðast ekki eiga neitt sameiginlegt. Þetta gerir hátíðina áhugaverða. Dagskráin á tónleikunum nú var gott dæmi. Þar var fyrst flutt Spiegel Im Spiegel eftir Arvo Pärt, Rondó í D-dúr eftir Mozart, og svo Fratres eftir Pärt í einni bunu og tónleikagestir beðnir um að klappa ekki á milli verka. Það kom merkilega vel út. Þótt himinn og haf skilji að þessi tvö tónskáld, þá er einfaldleikinn hjá þeim báðum í forgrunni. Mozart var meistari í að skapa miklar tónsmíðar úr fábrotnum efniviði, sem oft er aðeins lítið stefbrot eða bara þríhljómur. Pärt, sem hóf feril sinn með því að semja gríðarlega flókna tónlist eftir ströngum stærðfræðiformúlum, sagði fljótlega skilið við þær. Í staðinn byrjaði hann að búa til ofureinfalda tónlist sem byggist á náttúruhljómum og seiðandi endurtekningu. Munurinn á tónskáldunum er engu að síður sláandi. Á meðan tónlist Mozarts er aldrei kyrr, er kyrrstaðan alger í verkum Pärts. Þar er einhvers konar upphafin andakt sem er svo heillandi, stemningin er eins og í djúpri hugleiðslu. Mozart er hins vegar eins og spennutryllir með gamansömu ívafi. Rondóið var fallega leikið af Víkingi, en það toppaði þó ekki tónlist Pärts sitthvorum megin við það. Fratres er ein fegursta tónsmíð tónbókmenntanna, ótrúlega hrífandi í einfaldleik sínum. Spiegel Im Spiegel var ekki síður áhrifamikið, og bæði verkin voru leikin af Lars Anders Tomter á víóluna og Víkingi á píanóið. Flutningurinn einkenndist af fínlega mótuðum blæbrigðum sem hæfðu tónlistinni fullkomlega. Kvartett fyrir píanó og þrjú strengjahljóðfæri í g-moll eftir Mozart var sömuleiðis líflegur og hnitmiðaður, en þar spiluðu Julien Quentin á píanó, Sayaka Shoji á fiðlu, Lars Anders Tomter á víólu og István Várdai á selló. Samspilið var þó fremur hrátt, þar vantaði fágun kammerhóps sem hefur leikið lengi saman. Minna sannfærandi var Larghetto & Allegro eftir Mozart fyrir tvö píanó sem þeir Víkingur og Quentin léku á. Kannski voru flyglarnir of mjúkir fyrir hljómburð Norðurljósa; heildarhljómurinn var heldur loðinn, sem gerði tónlistin dauflega. Summa eftir Pärt var aftur á móti frábær. Þetta er strengjakvartett og var flutt af Várdai, Tomter, Shoji og Rosanne Philippens. Annað eftir tónskáldið, Hymn to a Great City og hið svokallaða Mozart-Adagio (hugleiðing Pärts um Mozart) heppnaðist líka prýðilega á tónleikunum. Loks ber að nefna Elegíu eftir Stravinsky sem hefði mátt vera nákvæmari í meðförum Tomter, en Konsert fyrir tvö píanó eftir sama tónskáld, sem var leikinn af fyrrnefndum píanistum, var magnaður. Hinn fyrrnefndi loðni hljómburður dró að vísu nokkuð úr snerpu tónmálsins, en túlkunin var engu að síður full af dirfsku og skaphita sem fór tónlistinni ákaflega vel.Niðurstaða: Tvö píanó saman hljómuðu ekki sérlega skýrt, en flest annað var skemmtilegt og verk eftir Arvo Pärt voru guðdómleg. Tónlistargagnrýni Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Á opnunartónleikum Reykjavík Midsummer Music á fimmtudagskvöldið spurði sessunautur minn hvernig á því stæði að þessi árlega hátíð væri eiginlega orðin að því sem Listahátíð í Reykjavík ætti að vera. Sú hátíð hefur óneitanlega drabbast niður og er aðeins skugginn af því sem hún var þegar Vladimir Ashkenazy var þar nánast allt í öllu. Á Reykjavík Midsummer Music er hins vegar sannkölluð hátíðarstemning, og henni vex stöðugt ásmegin. Ég hafði engin svör við þessu, nema þau að Víkingur Heiðar Ólafsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, elskar greinilega tónlist, hefur á henni brennandi áhuga og yfirgripsmikla þekkingu, og hann er sífellt að gera tilraunir. Hann ber á borð óvænta hluti og samsetningar, og það er sterkur þráður á milli verka á efnisskránni sem við fyrstu sýn virðast ekki eiga neitt sameiginlegt. Þetta gerir hátíðina áhugaverða. Dagskráin á tónleikunum nú var gott dæmi. Þar var fyrst flutt Spiegel Im Spiegel eftir Arvo Pärt, Rondó í D-dúr eftir Mozart, og svo Fratres eftir Pärt í einni bunu og tónleikagestir beðnir um að klappa ekki á milli verka. Það kom merkilega vel út. Þótt himinn og haf skilji að þessi tvö tónskáld, þá er einfaldleikinn hjá þeim báðum í forgrunni. Mozart var meistari í að skapa miklar tónsmíðar úr fábrotnum efniviði, sem oft er aðeins lítið stefbrot eða bara þríhljómur. Pärt, sem hóf feril sinn með því að semja gríðarlega flókna tónlist eftir ströngum stærðfræðiformúlum, sagði fljótlega skilið við þær. Í staðinn byrjaði hann að búa til ofureinfalda tónlist sem byggist á náttúruhljómum og seiðandi endurtekningu. Munurinn á tónskáldunum er engu að síður sláandi. Á meðan tónlist Mozarts er aldrei kyrr, er kyrrstaðan alger í verkum Pärts. Þar er einhvers konar upphafin andakt sem er svo heillandi, stemningin er eins og í djúpri hugleiðslu. Mozart er hins vegar eins og spennutryllir með gamansömu ívafi. Rondóið var fallega leikið af Víkingi, en það toppaði þó ekki tónlist Pärts sitthvorum megin við það. Fratres er ein fegursta tónsmíð tónbókmenntanna, ótrúlega hrífandi í einfaldleik sínum. Spiegel Im Spiegel var ekki síður áhrifamikið, og bæði verkin voru leikin af Lars Anders Tomter á víóluna og Víkingi á píanóið. Flutningurinn einkenndist af fínlega mótuðum blæbrigðum sem hæfðu tónlistinni fullkomlega. Kvartett fyrir píanó og þrjú strengjahljóðfæri í g-moll eftir Mozart var sömuleiðis líflegur og hnitmiðaður, en þar spiluðu Julien Quentin á píanó, Sayaka Shoji á fiðlu, Lars Anders Tomter á víólu og István Várdai á selló. Samspilið var þó fremur hrátt, þar vantaði fágun kammerhóps sem hefur leikið lengi saman. Minna sannfærandi var Larghetto & Allegro eftir Mozart fyrir tvö píanó sem þeir Víkingur og Quentin léku á. Kannski voru flyglarnir of mjúkir fyrir hljómburð Norðurljósa; heildarhljómurinn var heldur loðinn, sem gerði tónlistin dauflega. Summa eftir Pärt var aftur á móti frábær. Þetta er strengjakvartett og var flutt af Várdai, Tomter, Shoji og Rosanne Philippens. Annað eftir tónskáldið, Hymn to a Great City og hið svokallaða Mozart-Adagio (hugleiðing Pärts um Mozart) heppnaðist líka prýðilega á tónleikunum. Loks ber að nefna Elegíu eftir Stravinsky sem hefði mátt vera nákvæmari í meðförum Tomter, en Konsert fyrir tvö píanó eftir sama tónskáld, sem var leikinn af fyrrnefndum píanistum, var magnaður. Hinn fyrrnefndi loðni hljómburður dró að vísu nokkuð úr snerpu tónmálsins, en túlkunin var engu að síður full af dirfsku og skaphita sem fór tónlistinni ákaflega vel.Niðurstaða: Tvö píanó saman hljómuðu ekki sérlega skýrt, en flest annað var skemmtilegt og verk eftir Arvo Pärt voru guðdómleg.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira