Banksy opinberaður: Safnstjóri Listasafns Akureyrar segir Banksy áhrifavald í veggjalist Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 24. júní 2017 16:07 Hlynur Hallsson segir spennandi tíma framundan. Vísir/Auðunn Níelsson Búið er að opinbera nafn manns sem líklegur er til að vera á bak við listamannsnafnið Banksy. Banksy hefur farið huldu höfði undanfarin ár. Listaverk hans hafa prýtt veggi um heim allan og í þeim er oft að finna mikla ádeilu á samfélagið og óréttlæti. CNN greinir frá. Nú er svo komið að fyrra nafn dularfulla listamannsins er komið upp á yfirborðið. Talið er að nafn hans sé Robert. Sá sem upplýsti um nafnið var breski plötusnúðurinn Goldie. Sá var gestur í hlaðvarpsþætti þar sem meðal annars var fjallað um veggjalist. Goldie missti nafnið í raun út úr sér en reyndi þó að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú telja margir að Banksy sé í raun tónlistarmaðurinn Robert Del Naja, meðlimur í hljómsveitinni Massive Attack. Robert sá hefur verið bendlaður við hlutverk Banksy áður en hefur aldrei staðfest þetta.Veggurinn tákn um mótþróa „Veggurinn er almenningsrými og hefur í sér uppreisn eða mótþróa; eitthvað tjáningarform sem á sér ekki bara stað inn í listasafni heldur líka út á götu. Fólk tekur því auðvitað öðruvísi,“ segir Hlynur Hallsson, listamaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Hlynur segir að það verði áhugavert að sjá hvernig Banksy eða Robert bregst við. Hlynur segir að líklega hafi Banksy viljað halda sig utan sviðsljóssins þar sem veggjalist hafi ekki beint verið lögleg. Fólk hafi líka farið að velta því fyrir sér hvort að verk hafi í raun verið eftir Banksy og það hafi einmitt gert þetta svo áhugavert. „Það hefur verið auðveldara fyrir hann að koma fram með einhver verk sem oft eru mjög gagnrýnin,“ segir Hlynur í samtali við Vísi.Önnur túlkun Hlynur segir að mögulega muni fólk túlka list Banksy á annan hátt en áður og tengja verk hans við lög og texta Massive Attack. Hann nefnir að Banksy sé mikil fyrirmynd fyrir marga. „Ég held að hann hafi haft áhrif á mjög marga, ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim,“ segir Hlynur sem er veggjalistamaður sjálfur. Hlynur notast mikið við texta og nýtir orð til að búa til ádeiluverk. Hann segir áhuga fyrir veggjalist fara vaxandi. „Hérna á Íslandi hefur hún orðið meira áberandi á síðustu tíu árum heldur en þar á undan,“ svarar Hlynur. Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Búið er að opinbera nafn manns sem líklegur er til að vera á bak við listamannsnafnið Banksy. Banksy hefur farið huldu höfði undanfarin ár. Listaverk hans hafa prýtt veggi um heim allan og í þeim er oft að finna mikla ádeilu á samfélagið og óréttlæti. CNN greinir frá. Nú er svo komið að fyrra nafn dularfulla listamannsins er komið upp á yfirborðið. Talið er að nafn hans sé Robert. Sá sem upplýsti um nafnið var breski plötusnúðurinn Goldie. Sá var gestur í hlaðvarpsþætti þar sem meðal annars var fjallað um veggjalist. Goldie missti nafnið í raun út úr sér en reyndi þó að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú telja margir að Banksy sé í raun tónlistarmaðurinn Robert Del Naja, meðlimur í hljómsveitinni Massive Attack. Robert sá hefur verið bendlaður við hlutverk Banksy áður en hefur aldrei staðfest þetta.Veggurinn tákn um mótþróa „Veggurinn er almenningsrými og hefur í sér uppreisn eða mótþróa; eitthvað tjáningarform sem á sér ekki bara stað inn í listasafni heldur líka út á götu. Fólk tekur því auðvitað öðruvísi,“ segir Hlynur Hallsson, listamaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Hlynur segir að það verði áhugavert að sjá hvernig Banksy eða Robert bregst við. Hlynur segir að líklega hafi Banksy viljað halda sig utan sviðsljóssins þar sem veggjalist hafi ekki beint verið lögleg. Fólk hafi líka farið að velta því fyrir sér hvort að verk hafi í raun verið eftir Banksy og það hafi einmitt gert þetta svo áhugavert. „Það hefur verið auðveldara fyrir hann að koma fram með einhver verk sem oft eru mjög gagnrýnin,“ segir Hlynur í samtali við Vísi.Önnur túlkun Hlynur segir að mögulega muni fólk túlka list Banksy á annan hátt en áður og tengja verk hans við lög og texta Massive Attack. Hann nefnir að Banksy sé mikil fyrirmynd fyrir marga. „Ég held að hann hafi haft áhrif á mjög marga, ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim,“ segir Hlynur sem er veggjalistamaður sjálfur. Hlynur notast mikið við texta og nýtir orð til að búa til ádeiluverk. Hann segir áhuga fyrir veggjalist fara vaxandi. „Hérna á Íslandi hefur hún orðið meira áberandi á síðustu tíu árum heldur en þar á undan,“ svarar Hlynur.
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira