Tvær þjóðir Magnús Guðmundsson skrifar 26. júní 2017 07:00 Auðvitað eigum við að meta menntun, hæfileika og ábyrgð fólks að verðleikum. Gæta þess að það fólk sem sinnir mikilvægum störfum í samfélaginu njóti kjara sem endurspegla ábyrgð þess og færni. Eflaust er þetta það sem kjararáð er leitast við að gera í sínum störfum þegar það er bjástra við að endurmeta kaup og kjör mis mikilvægra starfsstétta. En fyrr má nú rota en dauðrota. Flestum er enn í fersku minni, að þingheimi líkast til undanskyldum, hraustlegar launahækkanir þingmanna í vetur sem leið. Þar var nú ekki verið að draga af sér eða halda í við þensluna eins og þegar kemur að því að semja við stéttir á borð við kennara eða hvað þá kjör aldraðra og öryrkja sem eru svo nánasarleg að það gerir okkur öllum skömm til í samfélagi sem á eldri kynslóðunum margt og mikið að þakka. Nýjasta útspilið hjá kjararáði kom í síðustu viku og felur í sér hraustlegar hækkanir til ýmissa starfsstétta svo sem sendiherra, forsetaritara, varaforseta Hæstaréttar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar og fleiri. Vissulega vinnur þetta fólk mikilvæg og oft sérhæfð störf en þrátt fyrir það er ágætt að hafa í huga að enginn er ómissandi og það heilmikið til af snjöllu og vel menntuðu fólki á Íslandi. En það eru þó ekki endilega hækkanirnar sjálfar sem fara fyrir brjóstið á mörgum landsmönnum og það skiljanlega heldur sú staðreynd að hækkanirnar eru margar hverjar afturvirkar. Sumar hækkanirnar eru afturvirkar til október á síðasta ári, aðrar í heila átján mánuði og oftar en ekki hefur verið tekið tillit til fastákveðinnar yfirvinnu. Ef við látum nú liggja á milli hluta að þessar ágætu stéttir séu á þessum launum, sem í augum flestra borgara eru eitthvað sem kalla má vel í lagt, þá hlýtur engu að síður þessi afturvirknisstefna kjararáðs að vekja spurningar. Í fyrsta lagi þá má vel segja að umræddar stéttir hafi fyrir hækkun notið kjara sem margir væru meira en sáttir við. Eftir hækkun eru launin rausnarleg og því hæpið að halda því fram að samfélagið sé í einhverri afturvirkri skuld við viðkomandi stéttir. Kjararáð sem er skipað af fimm ráðsmönnum, þremur kosnum af Alþingi, einum frá Hæstarétti og einum frá fjármála- og efnahagsráðherra virðist þó líta þannig á málið. Kjararáð er nefnilega að úthluta fjármunum almennings í þessum afturvirku úthlutunum. Fjármunum sem gætu eðli málsins samkvæmt farið til þjóðþrifaverkefna þó svo heildarupphæðin sé kannski ekki há í stóra samhengi ríkisútgjaldanna. En þrátt fyrir allt er það ekki stóra málið heldur sú siðferðislega afstaða sem þessar ítrekuðu afturvirku hækkanir fela í sér. Í þessum stóru afturvirku hækkunum er nefnilega fólgin lítilsvirðing við þá sem síst hafa kjörin á Íslandi og þá ekki síst fyrri kynslóðir sem byggðu upp þetta samfélag. Í þessu er aðeins fólgin staðfesting á því að á þessu landi búa tvær þjóðir, við gjörólíkar aðstæður og misjafnt jafnrétti til kjara og mannsæmandi lífs.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun
Auðvitað eigum við að meta menntun, hæfileika og ábyrgð fólks að verðleikum. Gæta þess að það fólk sem sinnir mikilvægum störfum í samfélaginu njóti kjara sem endurspegla ábyrgð þess og færni. Eflaust er þetta það sem kjararáð er leitast við að gera í sínum störfum þegar það er bjástra við að endurmeta kaup og kjör mis mikilvægra starfsstétta. En fyrr má nú rota en dauðrota. Flestum er enn í fersku minni, að þingheimi líkast til undanskyldum, hraustlegar launahækkanir þingmanna í vetur sem leið. Þar var nú ekki verið að draga af sér eða halda í við þensluna eins og þegar kemur að því að semja við stéttir á borð við kennara eða hvað þá kjör aldraðra og öryrkja sem eru svo nánasarleg að það gerir okkur öllum skömm til í samfélagi sem á eldri kynslóðunum margt og mikið að þakka. Nýjasta útspilið hjá kjararáði kom í síðustu viku og felur í sér hraustlegar hækkanir til ýmissa starfsstétta svo sem sendiherra, forsetaritara, varaforseta Hæstaréttar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar og fleiri. Vissulega vinnur þetta fólk mikilvæg og oft sérhæfð störf en þrátt fyrir það er ágætt að hafa í huga að enginn er ómissandi og það heilmikið til af snjöllu og vel menntuðu fólki á Íslandi. En það eru þó ekki endilega hækkanirnar sjálfar sem fara fyrir brjóstið á mörgum landsmönnum og það skiljanlega heldur sú staðreynd að hækkanirnar eru margar hverjar afturvirkar. Sumar hækkanirnar eru afturvirkar til október á síðasta ári, aðrar í heila átján mánuði og oftar en ekki hefur verið tekið tillit til fastákveðinnar yfirvinnu. Ef við látum nú liggja á milli hluta að þessar ágætu stéttir séu á þessum launum, sem í augum flestra borgara eru eitthvað sem kalla má vel í lagt, þá hlýtur engu að síður þessi afturvirknisstefna kjararáðs að vekja spurningar. Í fyrsta lagi þá má vel segja að umræddar stéttir hafi fyrir hækkun notið kjara sem margir væru meira en sáttir við. Eftir hækkun eru launin rausnarleg og því hæpið að halda því fram að samfélagið sé í einhverri afturvirkri skuld við viðkomandi stéttir. Kjararáð sem er skipað af fimm ráðsmönnum, þremur kosnum af Alþingi, einum frá Hæstarétti og einum frá fjármála- og efnahagsráðherra virðist þó líta þannig á málið. Kjararáð er nefnilega að úthluta fjármunum almennings í þessum afturvirku úthlutunum. Fjármunum sem gætu eðli málsins samkvæmt farið til þjóðþrifaverkefna þó svo heildarupphæðin sé kannski ekki há í stóra samhengi ríkisútgjaldanna. En þrátt fyrir allt er það ekki stóra málið heldur sú siðferðislega afstaða sem þessar ítrekuðu afturvirku hækkanir fela í sér. Í þessum stóru afturvirku hækkunum er nefnilega fólgin lítilsvirðing við þá sem síst hafa kjörin á Íslandi og þá ekki síst fyrri kynslóðir sem byggðu upp þetta samfélag. Í þessu er aðeins fólgin staðfesting á því að á þessu landi búa tvær þjóðir, við gjörólíkar aðstæður og misjafnt jafnrétti til kjara og mannsæmandi lífs.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. júní.