Keppt um bestu pönnukökurnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júní 2017 20:43 „Pönnukökur eiga að vera passlega bragðljúfar, ekki seigar, heldur stökkar, þunnar og fínar“, segir Hjördís Þorsteinsdóttir á Selfossi, sem varð landsmótsmeistarinn í pönnukökubakstri á landsmóti UMFÍ fimmtíu plús sem lauk í Hveragerði nú síðdegis. Um sex hundruð keppendur tóku þátt í mótinu af öllu landinu. Það var ljómandi stemning í Hveragerði á landsmótinu sem gekk ljómandi vel. Keppt var í fjölmörgum greinum en sú grein sem vekur alltaf mesta athygli er keppni í pönnukökubakstri. Sex keppendur tóku þátt í keppninni, allt konur. Þrjár konur skipuðu einni dómnefndina. „Þessi keppni fer þannig fram að þær fá 150 grömm af hveiti og svo mega þær ráða hvernig uppskriftin er. Þær eru að reyna að baka sem flestar - og sem bestar - pönnukökur á sem stystum tíma. Þetta er mjög spennandi,“ segir yfirdómarinn Fanney Ólafsdóttir. Konurnar vönduðu sig mjög vel við baksturinn og skein einbeiting úr andliti þeirra. Allt þurfti að gera rétt til að safna stigum og heilla þar með dómnefndina. Nefndin þurfti að taka tillit til margra þátt við dómarastörfin eins og útlit og bragð. Að lokum fékkst niðurstaða, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar mætti til að afhenda verðlaunin en þrjár efstu fengu verðlaunapening. Eygló Alexandersdóttir varð í þriðja sæti og Jóna Halldóra Tryggvadóttir í öðru sæti. Siguvegarinn var Hjördís Þorsteinsdóttir. Hjördís vann líka á landsmótinu í fyrra, hún er því augljóslega snillingur í að baka pönnukökur. „Ég er búin að vera að þessu síðan í ómunatíð. Uppalin við þetta frá mömmu. Þetta er bara skemmtilegt, að baka pönnukökur og kalla á sína nánustu í pönnukökukaffi,“ segir Hjördís. En hver er uppskriftin af góðum pönnukökum ? „Pönnukökur eiga að vera passlega bragðljúfar, ekki seigar, heldur stökkar, þunnar og fínar,“ segir Hjördís sem ætlar svo sannarlega að halda áfram að baka. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
„Pönnukökur eiga að vera passlega bragðljúfar, ekki seigar, heldur stökkar, þunnar og fínar“, segir Hjördís Þorsteinsdóttir á Selfossi, sem varð landsmótsmeistarinn í pönnukökubakstri á landsmóti UMFÍ fimmtíu plús sem lauk í Hveragerði nú síðdegis. Um sex hundruð keppendur tóku þátt í mótinu af öllu landinu. Það var ljómandi stemning í Hveragerði á landsmótinu sem gekk ljómandi vel. Keppt var í fjölmörgum greinum en sú grein sem vekur alltaf mesta athygli er keppni í pönnukökubakstri. Sex keppendur tóku þátt í keppninni, allt konur. Þrjár konur skipuðu einni dómnefndina. „Þessi keppni fer þannig fram að þær fá 150 grömm af hveiti og svo mega þær ráða hvernig uppskriftin er. Þær eru að reyna að baka sem flestar - og sem bestar - pönnukökur á sem stystum tíma. Þetta er mjög spennandi,“ segir yfirdómarinn Fanney Ólafsdóttir. Konurnar vönduðu sig mjög vel við baksturinn og skein einbeiting úr andliti þeirra. Allt þurfti að gera rétt til að safna stigum og heilla þar með dómnefndina. Nefndin þurfti að taka tillit til margra þátt við dómarastörfin eins og útlit og bragð. Að lokum fékkst niðurstaða, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar mætti til að afhenda verðlaunin en þrjár efstu fengu verðlaunapening. Eygló Alexandersdóttir varð í þriðja sæti og Jóna Halldóra Tryggvadóttir í öðru sæti. Siguvegarinn var Hjördís Þorsteinsdóttir. Hjördís vann líka á landsmótinu í fyrra, hún er því augljóslega snillingur í að baka pönnukökur. „Ég er búin að vera að þessu síðan í ómunatíð. Uppalin við þetta frá mömmu. Þetta er bara skemmtilegt, að baka pönnukökur og kalla á sína nánustu í pönnukökukaffi,“ segir Hjördís. En hver er uppskriftin af góðum pönnukökum ? „Pönnukökur eiga að vera passlega bragðljúfar, ekki seigar, heldur stökkar, þunnar og fínar,“ segir Hjördís sem ætlar svo sannarlega að halda áfram að baka.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira