103 sm lax sá stærsti það sem af er sumri Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2017 11:00 103 sm laxinn úr Vatnsdalsá Mynd: Vatndalsá FB Þrátt fyrir að laxveiðitímabilið sé ekki einu sinni komið þriðjung leiðar sinnar eru þegar farnar að berast fréttir af stórlöxum. Fyrstu fréttir af stórlaxo kom úr Norðurá en þar var 102 sm laxi landað í opnun en það er sannarlega fréttnæmt að fá lax af þessari stærð í Norðurá. Laxá í Kjós hefur einnig gefið einn í þessari stærð en Vatnsdalsá bætti um betur og þar var landað 103 sm laxi á föstudaginn sem er sá stærsti sem við höfum staðfestar fréttir af í sumar. Laxinn veiddist í Birgishyl og tók fluguna Frigga. Daginn eftir kom síðan 100 sm lax upp úr Hnausastreng og tók sá fiskur gárutúpu eða hitch. Byrjunin á þessu veiðisumri þykir gefa ágætan takt inní sumarið og enn sem komið er virðast göngur vera góðar og smálaxinn að skila sér inn í meiri mæli en í fyrra og á þetta sérstaklega við í Borgarfjarðaránum en fréttir af mjög flottum göngum sem komu inn á síðdegisflóðinu í gær hafa verið að berast en takan hefur þrátt fyrir það ekkert farið í gang af sama krafti. Skýringin liggur fyrst og fremst í því að það er mjög gott gönguvatn í ánum og laxinn á mikilli ferð en þegar hann fer að stoppa aðeins í hyljunum má alveg búast við því að veiðitölurnar fari að rjúka upp. Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði
Þrátt fyrir að laxveiðitímabilið sé ekki einu sinni komið þriðjung leiðar sinnar eru þegar farnar að berast fréttir af stórlöxum. Fyrstu fréttir af stórlaxo kom úr Norðurá en þar var 102 sm laxi landað í opnun en það er sannarlega fréttnæmt að fá lax af þessari stærð í Norðurá. Laxá í Kjós hefur einnig gefið einn í þessari stærð en Vatnsdalsá bætti um betur og þar var landað 103 sm laxi á föstudaginn sem er sá stærsti sem við höfum staðfestar fréttir af í sumar. Laxinn veiddist í Birgishyl og tók fluguna Frigga. Daginn eftir kom síðan 100 sm lax upp úr Hnausastreng og tók sá fiskur gárutúpu eða hitch. Byrjunin á þessu veiðisumri þykir gefa ágætan takt inní sumarið og enn sem komið er virðast göngur vera góðar og smálaxinn að skila sér inn í meiri mæli en í fyrra og á þetta sérstaklega við í Borgarfjarðaránum en fréttir af mjög flottum göngum sem komu inn á síðdegisflóðinu í gær hafa verið að berast en takan hefur þrátt fyrir það ekkert farið í gang af sama krafti. Skýringin liggur fyrst og fremst í því að það er mjög gott gönguvatn í ánum og laxinn á mikilli ferð en þegar hann fer að stoppa aðeins í hyljunum má alveg búast við því að veiðitölurnar fari að rjúka upp.
Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði