Yfirborð sjávar hækkar hraðar Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2017 11:44 Strandbyggðir eins og gríska þorpið Derveni eru í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar í hlýnandi heimi. Vísir/EPA Bráðnun íss á Grænlandi er aðalorsök þess að yfirborð sjávar hækkar nú hraðar en fyrir rúmum tveimur áratugum. Ný rannsókn sýnir að fjórðungur árlegrar hækkunar sjávarmáls kemur frá bráðnandi Grænlandsjökli. Yfirborð sjávar fer hækkandi vegna hnattrænnar hlýnunar sem nú á sér stað af völdum manna á jörðinni. Framan af hækkaði yfirborðið fyrst og fremst vegna þess að sjórinn þandist út þegar hann hlýnaði. Nú er það hins vegar bráðnun landíss sem leggur mest af mörkum til yfirborðshækkunarinnar. Rannsókn vísindamanna í Kína, Bandaríkjunum og Ástralíu sem þeir birta í Nature Climate Change sýnir að árlega hækkunin jókst úr 2,2 millímetrum árið 1993 í 3,3 millímetra árið 2014. Árið 1993 stóð bráðnun Grænlandsjökuls fyrir um 5% hækkunarinnar en eins og áður segir nemur hún nú um 25% árlegrar hækkunar sjávarmáls.Hækkunin verði meiri en nefnd SÞ spáirWashington Post segir í umfjöllun sinni um rannsóknina en hún sé sú þriðja sem komið hefur út á innan við ári sem sýnir að hækkun yfirborðs sjávar sé að auka hraðann. Benda vísindamennirnir á að eftir því sem Grænlandsjökul, Suðurskautslandið og aðrir jöklar bráðna meira því meira geti yfirborð sjávar hækkað, enn meira en loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur gert ráð fyrir. Mat IPCC frá 2013 hefur verið gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera of varfærið. Margt bendi til þess að yfirborðshækkun sjávar verði töluvert meiri á þessari öld með tilheyrandi erfiðleikum fyrir strandbyggðir manna. Loftslagsmál Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Bráðnun íss á Grænlandi er aðalorsök þess að yfirborð sjávar hækkar nú hraðar en fyrir rúmum tveimur áratugum. Ný rannsókn sýnir að fjórðungur árlegrar hækkunar sjávarmáls kemur frá bráðnandi Grænlandsjökli. Yfirborð sjávar fer hækkandi vegna hnattrænnar hlýnunar sem nú á sér stað af völdum manna á jörðinni. Framan af hækkaði yfirborðið fyrst og fremst vegna þess að sjórinn þandist út þegar hann hlýnaði. Nú er það hins vegar bráðnun landíss sem leggur mest af mörkum til yfirborðshækkunarinnar. Rannsókn vísindamanna í Kína, Bandaríkjunum og Ástralíu sem þeir birta í Nature Climate Change sýnir að árlega hækkunin jókst úr 2,2 millímetrum árið 1993 í 3,3 millímetra árið 2014. Árið 1993 stóð bráðnun Grænlandsjökuls fyrir um 5% hækkunarinnar en eins og áður segir nemur hún nú um 25% árlegrar hækkunar sjávarmáls.Hækkunin verði meiri en nefnd SÞ spáirWashington Post segir í umfjöllun sinni um rannsóknina en hún sé sú þriðja sem komið hefur út á innan við ári sem sýnir að hækkun yfirborðs sjávar sé að auka hraðann. Benda vísindamennirnir á að eftir því sem Grænlandsjökul, Suðurskautslandið og aðrir jöklar bráðna meira því meira geti yfirborð sjávar hækkað, enn meira en loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur gert ráð fyrir. Mat IPCC frá 2013 hefur verið gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera of varfærið. Margt bendi til þess að yfirborðshækkun sjávar verði töluvert meiri á þessari öld með tilheyrandi erfiðleikum fyrir strandbyggðir manna.
Loftslagsmál Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira