Harpa ekki lengur miðpunktur Iceland Airwaves og færri miðar í boði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júní 2017 12:45 Ásgeir Trausti er einn þeirra listamanna sem koma munu fram á Iceland Airwaves í ár. Vísir/Vilhelm Tónlistarhúsið Harpa í Reykjavík verður ekki miðpunktur Iceland Airwaves eins og verið hefur undanfarin ár heldur munu nýir tónleikastaðir koma inn með breyttu fyrirkomulagi hátíðarinnar. Þannig verður off venue-stöðum fækkað og teknir inn þrír tónleikastaðir á Akureyri en með breyttu fyrirkomulagi fækkar miðum í umferð úr 9000 í 7500. Hátíðin fer fram þann 1. til 5. nóvember næstkomandi. „Tekin hefur verið ákvörðun um að leita aftur til upphafsins og stokka því nokkuð upp í skipulagningu hátíðarinnar. Helsta breytingin er að hátíðin mun ekki nota Hörpuna sem miðpunkt dagskrárinnar. Airwaves mun þó ekki alveg yfirgefa Hörpu því í Eldborgarsalnum verða haldnir þrennir stórir tónleikar með Ásgeiri og Fleet Foxes,“ segir í tilkynningu Iceland Airwaves en dagskráin mun fara fram á eftirfarandi tónleikastöðum í Reykjavík: Húrra Gaukurinn Hressó Iðnó Gamla bíó Þjóðleikhúsið (stóra sviðið) Þjóðleikhúskjallarinn Eldborg í Hörpu Fríkirkjan Hard Rock Café Listasafn Íslands Valshöllin Þá er Akureyri bætt inn í dagskrána og munu tónleikastaðirnir þar vera Græni hatturinn, Hof og Sjallinn. Boðið verður upp á beint flug milli Keflavíkur og Akureyrar með Air Iceland Connect. Airwaves Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarhúsið Harpa í Reykjavík verður ekki miðpunktur Iceland Airwaves eins og verið hefur undanfarin ár heldur munu nýir tónleikastaðir koma inn með breyttu fyrirkomulagi hátíðarinnar. Þannig verður off venue-stöðum fækkað og teknir inn þrír tónleikastaðir á Akureyri en með breyttu fyrirkomulagi fækkar miðum í umferð úr 9000 í 7500. Hátíðin fer fram þann 1. til 5. nóvember næstkomandi. „Tekin hefur verið ákvörðun um að leita aftur til upphafsins og stokka því nokkuð upp í skipulagningu hátíðarinnar. Helsta breytingin er að hátíðin mun ekki nota Hörpuna sem miðpunkt dagskrárinnar. Airwaves mun þó ekki alveg yfirgefa Hörpu því í Eldborgarsalnum verða haldnir þrennir stórir tónleikar með Ásgeiri og Fleet Foxes,“ segir í tilkynningu Iceland Airwaves en dagskráin mun fara fram á eftirfarandi tónleikastöðum í Reykjavík: Húrra Gaukurinn Hressó Iðnó Gamla bíó Þjóðleikhúsið (stóra sviðið) Þjóðleikhúskjallarinn Eldborg í Hörpu Fríkirkjan Hard Rock Café Listasafn Íslands Valshöllin Þá er Akureyri bætt inn í dagskrána og munu tónleikastaðirnir þar vera Græni hatturinn, Hof og Sjallinn. Boðið verður upp á beint flug milli Keflavíkur og Akureyrar með Air Iceland Connect.
Airwaves Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira