Að læsa og henda lyklinum Bjarni Karlsson skrifar 28. júní 2017 07:00 Ýmis verkefni eru þannig að það er best að ganga í hlutina. Garðurinn slær sig ekki sjálfur, hundurinn verður vitlaus ef ekki er farið í göngu og bíllinn heldur áfram að vera skítugur þar til hann er þveginn. Önnur verkefni krefjast annarrar nálgunar. Til dæmis það að koma í veg fyrir ofbeldi eins og barnaníð. Við viljum að grasið vaxi, hundseðlið sé samt við sig og bíllinn sé notaður og erum því sátt við að slá gras, fara í göngur og munda kústinn. Ofbeldi er annarrar gerðar. Við viljum það ekki og viljum ekki samþykkja hvatirnar sem til þess leiða. Þess vegna getum við ekki nálgast málefnið með afleiðingar einar í huga heldur verðum líka að horfa á orsakir. Ef kynferðisleg ásælni gagnvart börnum á rætur í vanmætti geranda og vanhæfni hans til að mynda jafningjatengsl, eins og margir telja, þá er hugmyndin sem nú er vinsæl hjá ráðamönnum og almenningi; að læsa bara gerandann inni og henda lyklinum, líklegri til að viðhalda kynferðisofbeldi gagnvart börnum en hitt. Árangursríkara væri að ræða hispurslaust um mannlegar þrár, tilfinningar og reynslu, halda hvert öðru vakandi og ábyrgu og móta samfélag þar sem ekki er rými fyrir markaleysi og yfirgang. Barnaníð er ófyrirgefanlegt. Það er satt. En það er jafn satt að þjóðfélag sem ekki kann skil á því hvernig hið ófyrirgefanlega er fyrirgefið mun sitja fast í þeim hjólförum að fást sífellt við afleiðingar ofbeldis fremur en kljást við orsakir þess. Og það versta er að með því að ljá ofbeldisverknaði eilífðargildi festum við hann í sessi og skiljum þolendur jafnt sem gerendur eftir í hurðalausu helvíti. Að læsa og henda lyklinum er uppgjöf fyrir ofbeldinu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Ýmis verkefni eru þannig að það er best að ganga í hlutina. Garðurinn slær sig ekki sjálfur, hundurinn verður vitlaus ef ekki er farið í göngu og bíllinn heldur áfram að vera skítugur þar til hann er þveginn. Önnur verkefni krefjast annarrar nálgunar. Til dæmis það að koma í veg fyrir ofbeldi eins og barnaníð. Við viljum að grasið vaxi, hundseðlið sé samt við sig og bíllinn sé notaður og erum því sátt við að slá gras, fara í göngur og munda kústinn. Ofbeldi er annarrar gerðar. Við viljum það ekki og viljum ekki samþykkja hvatirnar sem til þess leiða. Þess vegna getum við ekki nálgast málefnið með afleiðingar einar í huga heldur verðum líka að horfa á orsakir. Ef kynferðisleg ásælni gagnvart börnum á rætur í vanmætti geranda og vanhæfni hans til að mynda jafningjatengsl, eins og margir telja, þá er hugmyndin sem nú er vinsæl hjá ráðamönnum og almenningi; að læsa bara gerandann inni og henda lyklinum, líklegri til að viðhalda kynferðisofbeldi gagnvart börnum en hitt. Árangursríkara væri að ræða hispurslaust um mannlegar þrár, tilfinningar og reynslu, halda hvert öðru vakandi og ábyrgu og móta samfélag þar sem ekki er rými fyrir markaleysi og yfirgang. Barnaníð er ófyrirgefanlegt. Það er satt. En það er jafn satt að þjóðfélag sem ekki kann skil á því hvernig hið ófyrirgefanlega er fyrirgefið mun sitja fast í þeim hjólförum að fást sífellt við afleiðingar ofbeldis fremur en kljást við orsakir þess. Og það versta er að með því að ljá ofbeldisverknaði eilífðargildi festum við hann í sessi og skiljum þolendur jafnt sem gerendur eftir í hurðalausu helvíti. Að læsa og henda lyklinum er uppgjöf fyrir ofbeldinu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun