Sænski leikarinn og rithöfundurinn, Michael Nyqvist, er látinn 56 ára að aldri. Leikarinn lést í kjölfar erfiðra veikinda. Aftonbladet greinir frá þessu.
Leikarinn er hvað þekktastur fyrir hlutverk blaðamannsins Mikael Blomqvist í Millenium þríleiknum eftir Stieg Larsson. Eftir það hlutverk fór frægðarsól leikarans að rísa vestanhafs og landaði hann hlutverki í Mission Impossible: Ghost Protocol, sem kom út árið 2012.
Nyqvist var mikils metinn innan leiklistarheimsins og hefur hann hlotið fjölda verðlauna fyrir leik sinn á sviði sem og á stóra tjaldinu. Síðustu verðlaunin, Guldbaggen, hlaut hann í janúar þessa árs fyrir leik sinn í Den allvarsamma liken. Guldbaggen eru ein af virtustu verðlaunum Svía.
Sænski leikarinn Michael Nyqvist er látinn
Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
