Á abstraktlínu en þó með tengingar við raunheima Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. júní 2017 10:45 Maður hefur á tilfinningunni að eitthvað sé nýbúið að gerast, segir Davíð Örn í Hverfisgalleríi. Vísir/Ernir Litrík verk mæta augum í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu í Reykjavík. Sum þeirra eru máluð á gamla nytjahluti og teygja sig jafnvel út á veggina. Sýningin ber titilinn River únd bátur og sýnandinn Davíð Örn Halldórson segir hana fjalla um forgengileika listamannsins. Kveðst þó ekki vera að segja sögur, ekki í þetta skiptið. „En maður fær á tilfinninguna að eitthvað sé nýbúið að gerast eða eitthvað sé að fara að gerast,“ segir hann og bætir við til skýringar: „Málverkin mín eru þannig að þau eru á einhverri línu sem er abstrakt en þó með tengingar við raunheima, samt eru engar fígúrur, engar persónur, heldur táknmyndir sem koma fram, kannski blóm? – hvað sem er.“Skrifborð nefnist þetta verk sem er 71x100 cm.Davíð Örn segir titla verkanna annaðhvort hjálpa fólki að ráða í þau eða villa algerlega fyrir. „Það eru bara mínir eigin prívat brandarar sem hjálpa mér að muna hvaða málverk er um að ræða. Engar algerlega heilagar reglur.“ Hann notar húsgögn og hurðir og hvað sem er til að mála á. Fer hann kannski í hús og málar á gamlar hurðir fyrir fólk? „Ha, ha, nei, en ég hef málað eitt borðstofuborð fyrir vinafólk mitt. Ég er með opna vinnustofu, ef fólk er að henda einhverju sem ég gæti nýtt mér.Brúðarbíllinn – brúðubíllinn 43x152 cm.Á þessari sýningu eru nokkrar myndir málaðar á skáphurðir úr sömu innréttingunni. Svo eru hér tvær borðplötur, önnur úr leikskóla og hin grunnskóla,“ bendir hann á og hefur augljóslega leyft gömlum tölustöfum að halda sér á annarri plötunni. Er alltaf gaman hjá honum í vinnunni? „Já, já. Núna er ég samt kominn í frí. Málið er að ég er búinn að vanrækja tíu mánaða son minn og heimili síðustu vikur og er að reyna að bæta það upp nú þegar ég er búinn að ýta sýningunni úr vör. Síðar stilli ég upp nýrri vinnustofu og byrja að mála fyrir næstu sýningu. Það kemur að því.“ Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Litrík verk mæta augum í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu í Reykjavík. Sum þeirra eru máluð á gamla nytjahluti og teygja sig jafnvel út á veggina. Sýningin ber titilinn River únd bátur og sýnandinn Davíð Örn Halldórson segir hana fjalla um forgengileika listamannsins. Kveðst þó ekki vera að segja sögur, ekki í þetta skiptið. „En maður fær á tilfinninguna að eitthvað sé nýbúið að gerast eða eitthvað sé að fara að gerast,“ segir hann og bætir við til skýringar: „Málverkin mín eru þannig að þau eru á einhverri línu sem er abstrakt en þó með tengingar við raunheima, samt eru engar fígúrur, engar persónur, heldur táknmyndir sem koma fram, kannski blóm? – hvað sem er.“Skrifborð nefnist þetta verk sem er 71x100 cm.Davíð Örn segir titla verkanna annaðhvort hjálpa fólki að ráða í þau eða villa algerlega fyrir. „Það eru bara mínir eigin prívat brandarar sem hjálpa mér að muna hvaða málverk er um að ræða. Engar algerlega heilagar reglur.“ Hann notar húsgögn og hurðir og hvað sem er til að mála á. Fer hann kannski í hús og málar á gamlar hurðir fyrir fólk? „Ha, ha, nei, en ég hef málað eitt borðstofuborð fyrir vinafólk mitt. Ég er með opna vinnustofu, ef fólk er að henda einhverju sem ég gæti nýtt mér.Brúðarbíllinn – brúðubíllinn 43x152 cm.Á þessari sýningu eru nokkrar myndir málaðar á skáphurðir úr sömu innréttingunni. Svo eru hér tvær borðplötur, önnur úr leikskóla og hin grunnskóla,“ bendir hann á og hefur augljóslega leyft gömlum tölustöfum að halda sér á annarri plötunni. Er alltaf gaman hjá honum í vinnunni? „Já, já. Núna er ég samt kominn í frí. Málið er að ég er búinn að vanrækja tíu mánaða son minn og heimili síðustu vikur og er að reyna að bæta það upp nú þegar ég er búinn að ýta sýningunni úr vör. Síðar stilli ég upp nýrri vinnustofu og byrja að mála fyrir næstu sýningu. Það kemur að því.“
Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira