Skemmtilegur ferðafélagi Magnús Guðmundsson skrifar 29. júní 2017 13:30 Bækur Flökkusögur Nokkur undarlegustu augnablikin á ferðum mínum á framandi slóðum og önnur þau pínlegustu Sigmundur Ernir Rúnarsson Útgefandi: Veröld Prentun: Nørhaven, Danmörku Síðufjöldi: 128 Kápuhönnun: Jón Ásgeir Ferðasögur eru sérstakt og bráðskemmtilegt bókmenntaform. Þær gefa lesendum sínum tækifæri til þess að ferðast um framandi heima og kynnast mannlífi og menningu merkra þjóða. Flökkusögur Sigmundar Ernis Rúnarssonar eru vissulega slíkar sögur en þær eru líka örsögur. Stuttar, einfaldar mann- eða kyrralífsmyndir, jafnvel hugleiðingar um fjarlæga stund og stað, allt í senn fróðlegt og skemmtilegt aflestrar. Titillinn Flökkusögur vísar aukinheldur ekki aðeins til þess að hér eru á ferðinni sögur af ferðalögum höfundar, heldur einnig þeirri merkingu að sögur eiga það til að leggjast í flakk og vaxa þá og dafna eftir því hver segir frá eða eins og Sigmundur segir frá í sögunni Sagnafólkið í Suðurey. „Eitthvað mun hér vera ofsagt, en það breytir auðvitað ekki því að sannleikurinn má aldrei eyðileggja góða sögu.“ (Bls. 79) Flökkusögurnar hans Sigmundar Ernis eru líka margar hverjar bráðskemmtilegar. Uppfullar af framandi mannlífi og furðulegum uppákomum. Þannig að það getur vel verið skemmtilegt að ferðast með Sigmundi Erni um framandi og furðulegar slóðir. Allt frá Úlan Bator í austri, til Ameríku í vestri og um sjálfa Afríku í suðri með öllum sínum andstæðum og brennandi sólarhita. Hvað skemmtilegast er að lesa sögur þar sem höfundur dregur upp mynd af sér sem lítt sigldu ungmenni og sveitadreng norðan úr landi af þeim sökum að það er alltaf betra takist sögumanni að vera sjálfur aðhlátursefni fremur en samferðafólk hans. Sterkustu sögurnar eru hins vegar í raun engar skemmtisögur heldur frásögn af einlægum upplifunum og hugrenningum höfundar á stund og stað. Þar ber sagan Ævidagar Adolfs litla, líkast til höfuð og herðar yfir aðrar ágætar, ekki síst sökum þess að þar nýtur ljóðskáldið í Sigmundi Erni sín vel og sú mannlega hluttekning sem þurrkar út landamæri í rúmi og tíma. Þetta er ágætis staðfesting á því að skáld sem bregða á stundum undir sig betri fætinum og taka til við prósaskrif eiga að láta það eftir sér að láta ljóðið lifa í textanum. Ekki hika við að bregða upp myndum, kjarna tilfinningar í orð og skilja lesendur líka á stundum eftir í lausu lofti. Vandinn við Flökkusögur Sigmundar Ernis er að þær eru helst til misjafnar að gæðum. Þær eru bestar, eins og áður sagði, þegar hann leyfir ljóðskáldinu og samlíðan þess að ráða för en langtum síðri þegar það er eins og fréttamaðurinn taki yfir í sögum á borð við Lífsins galna staðreynd. Þegar komið er að slíkri sögu þá furðar maður sig á að ein og ein af lakara taginu hafi náð inn með þeim betri og veltir því fyrir sér hvort þær hefðu ekki betur setið eftir að þessu sinni. Sigmundur Ernir er líka of góður stílisti og sögumaður til þess að láta leiðindi á borð við staðreyndir flækjast fyrir sér. Heilt yfir eru Flökkusögur Sigmundar Ernis þó góð lesning. Fjölbreyttar og áhugaverðar sögur sem svo skemmtilega vill til að ættu að vera alveg tilvalinn ferðafélagi enda ætti enginn, aldrei nokkurn tímann, að ferðast án þess að hafa bók í farteskinu.Niðurstaða: Margar áhugaverðar og skemmtilegar sögur en aðrar síðri en heildin þó tilvalinn ferðafélagi í sumar. Bókmenntir Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Flökkusögur Nokkur undarlegustu augnablikin á ferðum mínum á framandi slóðum og önnur þau pínlegustu Sigmundur Ernir Rúnarsson Útgefandi: Veröld Prentun: Nørhaven, Danmörku Síðufjöldi: 128 Kápuhönnun: Jón Ásgeir Ferðasögur eru sérstakt og bráðskemmtilegt bókmenntaform. Þær gefa lesendum sínum tækifæri til þess að ferðast um framandi heima og kynnast mannlífi og menningu merkra þjóða. Flökkusögur Sigmundar Ernis Rúnarssonar eru vissulega slíkar sögur en þær eru líka örsögur. Stuttar, einfaldar mann- eða kyrralífsmyndir, jafnvel hugleiðingar um fjarlæga stund og stað, allt í senn fróðlegt og skemmtilegt aflestrar. Titillinn Flökkusögur vísar aukinheldur ekki aðeins til þess að hér eru á ferðinni sögur af ferðalögum höfundar, heldur einnig þeirri merkingu að sögur eiga það til að leggjast í flakk og vaxa þá og dafna eftir því hver segir frá eða eins og Sigmundur segir frá í sögunni Sagnafólkið í Suðurey. „Eitthvað mun hér vera ofsagt, en það breytir auðvitað ekki því að sannleikurinn má aldrei eyðileggja góða sögu.“ (Bls. 79) Flökkusögurnar hans Sigmundar Ernis eru líka margar hverjar bráðskemmtilegar. Uppfullar af framandi mannlífi og furðulegum uppákomum. Þannig að það getur vel verið skemmtilegt að ferðast með Sigmundi Erni um framandi og furðulegar slóðir. Allt frá Úlan Bator í austri, til Ameríku í vestri og um sjálfa Afríku í suðri með öllum sínum andstæðum og brennandi sólarhita. Hvað skemmtilegast er að lesa sögur þar sem höfundur dregur upp mynd af sér sem lítt sigldu ungmenni og sveitadreng norðan úr landi af þeim sökum að það er alltaf betra takist sögumanni að vera sjálfur aðhlátursefni fremur en samferðafólk hans. Sterkustu sögurnar eru hins vegar í raun engar skemmtisögur heldur frásögn af einlægum upplifunum og hugrenningum höfundar á stund og stað. Þar ber sagan Ævidagar Adolfs litla, líkast til höfuð og herðar yfir aðrar ágætar, ekki síst sökum þess að þar nýtur ljóðskáldið í Sigmundi Erni sín vel og sú mannlega hluttekning sem þurrkar út landamæri í rúmi og tíma. Þetta er ágætis staðfesting á því að skáld sem bregða á stundum undir sig betri fætinum og taka til við prósaskrif eiga að láta það eftir sér að láta ljóðið lifa í textanum. Ekki hika við að bregða upp myndum, kjarna tilfinningar í orð og skilja lesendur líka á stundum eftir í lausu lofti. Vandinn við Flökkusögur Sigmundar Ernis er að þær eru helst til misjafnar að gæðum. Þær eru bestar, eins og áður sagði, þegar hann leyfir ljóðskáldinu og samlíðan þess að ráða för en langtum síðri þegar það er eins og fréttamaðurinn taki yfir í sögum á borð við Lífsins galna staðreynd. Þegar komið er að slíkri sögu þá furðar maður sig á að ein og ein af lakara taginu hafi náð inn með þeim betri og veltir því fyrir sér hvort þær hefðu ekki betur setið eftir að þessu sinni. Sigmundur Ernir er líka of góður stílisti og sögumaður til þess að láta leiðindi á borð við staðreyndir flækjast fyrir sér. Heilt yfir eru Flökkusögur Sigmundar Ernis þó góð lesning. Fjölbreyttar og áhugaverðar sögur sem svo skemmtilega vill til að ættu að vera alveg tilvalinn ferðafélagi enda ætti enginn, aldrei nokkurn tímann, að ferðast án þess að hafa bók í farteskinu.Niðurstaða: Margar áhugaverðar og skemmtilegar sögur en aðrar síðri en heildin þó tilvalinn ferðafélagi í sumar.
Bókmenntir Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira