Emil: Grét í símann eftir fyrstu æfinguna hjá Verona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2017 13:45 Emil í leik gegn Juventus. vísir/getty Emil Hallfreðsson og eiginkona hans, Ása Reginsdóttir, eru í viðtali við Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins, þar sem þau ræða m.a. um dvölina á Ítalíu, framtíðarhorfur sínar og skortinn á umfjöllun um afrek Emils. Frá árinu 2007 hefur Emil spilað á Ítalíu, ef frá er talið eitt tímabil þar sem hann lék sem lánsmaður með Barnsley í ensku B-deildinni. Haustið 2010 var Hafnfirðingurinn lánaður til C-deildarliðsins Verona. Það reyndist mikið gæfuspor á ferli Emils þótt honum hafi ekki litist á blikuna í byrjun.Emil átti góðan tíma hjá Verona.vísir/gettyTók skref niður á við „Á þeim tíma sem ég fór til Verona var ég staddur á krefjandi stað á ferlinum og tók því í raun skref niður á við með þessari ákvörðun. Liðið var í þriðju deild og átti langt í land,“ segir Emil í viðtalinu. „Ég bókstaflega grét á línunni er ég talaði við umboðsmann minn eftir fyrstu æfinguna, mér leist svo illa á þetta. Áfram hélt ég þó, setti mér markmið persónulega og með liðinu og okkur fór að ganga betur og við unnum okkur hratt upp. Þetta reyndi mikið á andlegu hliðina en gerði það að verkum að ég þurfti að leggja mikið á mig. Sýna stöðugleika og þrautseigju því þarna hefði verið auðvelt að brotna.“ Eftir góð ár í Verona, þar sem bæði börn Emils og Ásu fæddust, fór hann til Udinese í ársbyrjun 2016. Emil unir hag sínum vel hjá Udinese. „Þessi klúbbur er alveg númeri stærri en þar sem ég var áður og mikið lagt upp úr öllu,“ segir Emil og bætir því við að Udinese sé mikið fjölskyldufélag. Emil hefur spilað við góðan orðstír í ítölsku úrvalsdeildinni undanfarin ár. Emil og Ása sakna meiri umfjöllunar um afrek hans.Emil í leik gegn Inter.vísir/gettyEngin umfjöllun um ítalska boltann „Frá því ég kynntist Emil er ég búin að fylgjast með honum ná markmiðum sínum á hverjum degi og hlusta á hann velta því fyrir sér hvað hann getur gert til að bæta sig á allan hátt, hvort sem það er úti á velli, í daglega lífinu, með réttri fæðu, meiri svefn, samskiptum við markþjálfa eða annað,“ segir Ása. „Þjálfarar hafa reynt að setja hann á bekkinn en hann endar samt alltaf sem mikilvægur byrjunarliðsmaður í sínu liði og þannig búið sér til frábæran fótboltaferil. Þannig að augljóslega er hann að gera eitthvað rétt. Og þetta gerir hann alveg einstakan að mínu mati og það er mikilvægt að unga fólkið kynnist svona góðum fyrirmyndum og læri af þeim. Að vera atvinnumaður í fótbolta er þrotlaus vinna.“ Emil furðar sig einnig á lítilli umfjöllun íslenskra fjölmiðla um sig og ítölsku úrvalsdeildina. „Það er engin umfjöllun um ítalska boltann á Íslandi. Enski boltinn er hins vegar „business“ sem er líka að hluta til skýringin á þessu,“ segir Emil. Ítalski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sjá meira
Emil Hallfreðsson og eiginkona hans, Ása Reginsdóttir, eru í viðtali við Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins, þar sem þau ræða m.a. um dvölina á Ítalíu, framtíðarhorfur sínar og skortinn á umfjöllun um afrek Emils. Frá árinu 2007 hefur Emil spilað á Ítalíu, ef frá er talið eitt tímabil þar sem hann lék sem lánsmaður með Barnsley í ensku B-deildinni. Haustið 2010 var Hafnfirðingurinn lánaður til C-deildarliðsins Verona. Það reyndist mikið gæfuspor á ferli Emils þótt honum hafi ekki litist á blikuna í byrjun.Emil átti góðan tíma hjá Verona.vísir/gettyTók skref niður á við „Á þeim tíma sem ég fór til Verona var ég staddur á krefjandi stað á ferlinum og tók því í raun skref niður á við með þessari ákvörðun. Liðið var í þriðju deild og átti langt í land,“ segir Emil í viðtalinu. „Ég bókstaflega grét á línunni er ég talaði við umboðsmann minn eftir fyrstu æfinguna, mér leist svo illa á þetta. Áfram hélt ég þó, setti mér markmið persónulega og með liðinu og okkur fór að ganga betur og við unnum okkur hratt upp. Þetta reyndi mikið á andlegu hliðina en gerði það að verkum að ég þurfti að leggja mikið á mig. Sýna stöðugleika og þrautseigju því þarna hefði verið auðvelt að brotna.“ Eftir góð ár í Verona, þar sem bæði börn Emils og Ásu fæddust, fór hann til Udinese í ársbyrjun 2016. Emil unir hag sínum vel hjá Udinese. „Þessi klúbbur er alveg númeri stærri en þar sem ég var áður og mikið lagt upp úr öllu,“ segir Emil og bætir því við að Udinese sé mikið fjölskyldufélag. Emil hefur spilað við góðan orðstír í ítölsku úrvalsdeildinni undanfarin ár. Emil og Ása sakna meiri umfjöllunar um afrek hans.Emil í leik gegn Inter.vísir/gettyEngin umfjöllun um ítalska boltann „Frá því ég kynntist Emil er ég búin að fylgjast með honum ná markmiðum sínum á hverjum degi og hlusta á hann velta því fyrir sér hvað hann getur gert til að bæta sig á allan hátt, hvort sem það er úti á velli, í daglega lífinu, með réttri fæðu, meiri svefn, samskiptum við markþjálfa eða annað,“ segir Ása. „Þjálfarar hafa reynt að setja hann á bekkinn en hann endar samt alltaf sem mikilvægur byrjunarliðsmaður í sínu liði og þannig búið sér til frábæran fótboltaferil. Þannig að augljóslega er hann að gera eitthvað rétt. Og þetta gerir hann alveg einstakan að mínu mati og það er mikilvægt að unga fólkið kynnist svona góðum fyrirmyndum og læri af þeim. Að vera atvinnumaður í fótbolta er þrotlaus vinna.“ Emil furðar sig einnig á lítilli umfjöllun íslenskra fjölmiðla um sig og ítölsku úrvalsdeildina. „Það er engin umfjöllun um ítalska boltann á Íslandi. Enski boltinn er hins vegar „business“ sem er líka að hluta til skýringin á þessu,“ segir Emil.
Ítalski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sjá meira