Um er að ræða fallega og krúttlega íbúð í bárujárnsklæddu steinhúsi en íbúðin er mikið endurnýjuð. Parið hyggst nú flytja í hlíðarnar í Reykjavík.
Íbúðin er á 1. hæð og er um sextíu fermetrar að stærð. Húsið var byggt árið 1921 og stendur á besta stað í miðborg Reykjavíkur. Kaupverðið er 35,7 milljónir en fasteignamatið er 29,2 milljónir.
Hér að neðan má sjá fallegar myndir innan úr eigninni.





