Hannes: Þetta var svona augnablik sem mann dreymir bara um að upplifa Jón Hjörtur Emilsson skrifar 11. júní 2017 21:25 Hannes Þór Halldórsson fagnar sigri í leikslok með strákunum. Vísir/Ernir „Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn,“ sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. Króatar ógnuðu ekki mikið fram á við og náðu einungis einu skoti á markið. Hannes var mjög ánægður með varnarvinnuna hjá Íslenska landsliðinu. „Þetta er eitt besta lið í heimi og við héldum þeim algjörlega í skefjum. Það er okkar styrkleiki þegar við vinnum svona saman sem ein heild. Mennirnir efst uppá velli eru að vinna óeigingjarna vinnu og það auðveldar mikið fyrir restina af liðinu, svo voru Kári og Raggi eins og klettar í dag.“ Mikið var undir í leik kvöldsins og segir Hannes það gera þetta ennþá sætara. „Í svona leik, sumarkvöld í Laugardalnum, skora í uppbótartíma á móti Króatíu miðað við allt, hvernig staðan var í riðlinum og allt sem var undir. Þetta var svona augnablik sem manni dreymir bara um að upplifa.“ Hannes var gríðarlega ánægður með stuðninginn í kvöld. „Stemningin er búin að vera gjörsamlega stórkostleg síðastliðin 4-5 ár og verður bara alltaf betri, maður er liggur við farin að taka því sem sjálfsögðum hlut núna en maður á náttúrulega ekki að gera það. þetta gefur okkur byr undir báða vængi og við elskum að spila hérna heima og áhorfendur eru stór partur af því.“ En er Hannes farinn að sjá Rússland fyrir sér í hyllingum? „Ég er með Rússland uppá vegg hjá mér heima og það er markmiðið, þetta er þarna og við ætlum að gera allt sem við getum til að það rætist.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
„Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn,“ sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. Króatar ógnuðu ekki mikið fram á við og náðu einungis einu skoti á markið. Hannes var mjög ánægður með varnarvinnuna hjá Íslenska landsliðinu. „Þetta er eitt besta lið í heimi og við héldum þeim algjörlega í skefjum. Það er okkar styrkleiki þegar við vinnum svona saman sem ein heild. Mennirnir efst uppá velli eru að vinna óeigingjarna vinnu og það auðveldar mikið fyrir restina af liðinu, svo voru Kári og Raggi eins og klettar í dag.“ Mikið var undir í leik kvöldsins og segir Hannes það gera þetta ennþá sætara. „Í svona leik, sumarkvöld í Laugardalnum, skora í uppbótartíma á móti Króatíu miðað við allt, hvernig staðan var í riðlinum og allt sem var undir. Þetta var svona augnablik sem manni dreymir bara um að upplifa.“ Hannes var gríðarlega ánægður með stuðninginn í kvöld. „Stemningin er búin að vera gjörsamlega stórkostleg síðastliðin 4-5 ár og verður bara alltaf betri, maður er liggur við farin að taka því sem sjálfsögðum hlut núna en maður á náttúrulega ekki að gera það. þetta gefur okkur byr undir báða vængi og við elskum að spila hérna heima og áhorfendur eru stór partur af því.“ En er Hannes farinn að sjá Rússland fyrir sér í hyllingum? „Ég er með Rússland uppá vegg hjá mér heima og það er markmiðið, þetta er þarna og við ætlum að gera allt sem við getum til að það rætist.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira