Varnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina mark leiksins undir blálokin og missti þjóðin það algjörlega.
KSÍ deilir mjög skemmtilegu myndbandi á Facebook-síðu sambandsins en þar má sjá hvernig Jón Þór Eyþórsson brást við þegar Hörður skoraði með öxlinni.
Það er Kolbrún Ösp sem deilir myndbandinu en þegar þessi frétt er skrifuð er það með 34 þúsund áhorf.
Hér að neðan má sjá þennan meistara fagna.