Vilja að hún bíti aðeins í grasið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júní 2017 06:00 Freyr Alexandersson hafði vökult auga með íslensku landsliðskonunum á æfingu liðsins á Laugardalsvellinum í gær. vísir/anton „Nálgunin að þetta sé skemmtilegt og krefjandi er nákvæmlega það sem ég vil heyra í kringum þennan leik,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari en Ísland spilar vináttulandsleik við Brasilíu á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta verður í fyrsta sinn sem landslið frá Brasilíu spilar á Íslandi og þetta er líka síðasti leikur íslenska liðsins fyrir EM. Það er því mikið undir hjá þeim stúlkum sem þurfa að sanna sig.Eitt af bestu liðum heims „Þetta er frábær prófraun fyrir okkur og góður vettvangur fyrir okkur til að sjá hvar við stöndum gegn þeim bestu. Þetta lið er svo sannarlega með þeim fremstu í heiminum,“ segir þjálfarinn sem óttast ekki að þetta skemmtilega verkefni verði að martröð á endanum. „Ég geri það ekki. Við erum með okkar einkenni og leikstíl. Við þurfum að halda í það og spila okkar leik af krafti. Verðum líka að vera með „attitjúd“ og láta vita af okkur. Þá veit ég að við munum halda aftur af þeim. Við þurfum líka að sýna hugrekki og vilja til þess að refsa þeim. Fótbolti snýst um að vinna og við þurfum að finna leið til þess á sama tíma og við erum að æfa okkur.“Enginn vináttuleikur Freyr segir að það komi ekki til greina að láta brasilísku stúlkurnar bara hafa það huggulegt. Þær séu ekki bara í dekri og náttúruskoðun á Íslandi heldur þurfi þær að mæta alvöru liði. „Þetta er enginn vináttuleikur hjá okkur. Við erum mætt til þess að spila okkar leik og hann er fastur. Brassarnir þola það illa. Ef við gerum það aftur á móti ekki vel þá taka þær á okkur á móti því það er skap í þeim. Þá munu þær refsa okkur enda hafa þær meiri einstaklingsgæði en við. Við þurfum að vera einbeittar allan tímann og til í að taka þennan slag,“ segir Freyr mjög ákveðinn.Vill sjá góða frammistöðu Ísland verður án Dagnýjar Brynjarsdóttur í leiknum en hún hélt aftur til Bandaríkjanna þar sem hún á að spila með félagsliði sínu um næstu helgi. „Ég átti ekki von á því að geta spilað henni og er því ekkert svekktur. Ég er aftur á móti afar ánægður með stöðuna á henni. Hún er komin lengra heldur en ég átti von á. Allt lítur út fyrir að hún verði í toppstandi í júlí og við þurfum á því að halda,“ segir þjálfarinn, en hvað vill hann fá út úr þessum leik? „Fyrst og fremst vil ég að frammistaðan verði góð. Ef hún er góð og við töpum út af snilld Brassanna þá er það allt í góðu. Frammistaða og sigur myndi gefa okkur gríðarlega mikið og ekki síst sterkt sjálfstraust. Við viljum sjá blöndu af þessu en fyrst og fremst þarf frammistaðan að vera í lagi,“ segir Freyr en mun hann keyra á sínu sterkasta liði eða nýta leikinn til að skoða leikmenn sem eru við það að vera valdir í EM-hópinn? „Ég ætla að keyra þetta á þeim leikmönnum sem eru 100 prósent leikfærir. Ef það væri fyrsti leikur á EM á morgun þá eru þetta leikmennirnir sem munu taka slaginn. Það verða engar tíu skiptingar í hálfleik en ég geri samt ráð fyrir 5-6 skiptingum út leikinn,“ segir Freyr en hvernig ætlar hann að stöðva Mörtu hina brasilísku?Stuð að glíma við Mörtu „Það verður stuð að glíma við hana. Hún er frábær sem og allar fjórar fremstu. Það verður veisla fyrir fólkið að sjá okkur glíma við þennan meistara. Við munum spila fast á hana og láta hana aðeins bíta í grasið. Við megum ekki selja okkur gegn henni. Hún var að æfa með Söru Björk og ég held hún hafi ekki fílað hana á æfingum. Sara er sennilega sú harðasta í bransanum og þær vita alveg út í hvað þær eru að fara. Það eru smá götubrassar í þeim. Þær geta klórað og tekið á því. Við gætum fengið flottan fótbolta og líka slagsmál.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Sjá meira
„Nálgunin að þetta sé skemmtilegt og krefjandi er nákvæmlega það sem ég vil heyra í kringum þennan leik,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari en Ísland spilar vináttulandsleik við Brasilíu á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta verður í fyrsta sinn sem landslið frá Brasilíu spilar á Íslandi og þetta er líka síðasti leikur íslenska liðsins fyrir EM. Það er því mikið undir hjá þeim stúlkum sem þurfa að sanna sig.Eitt af bestu liðum heims „Þetta er frábær prófraun fyrir okkur og góður vettvangur fyrir okkur til að sjá hvar við stöndum gegn þeim bestu. Þetta lið er svo sannarlega með þeim fremstu í heiminum,“ segir þjálfarinn sem óttast ekki að þetta skemmtilega verkefni verði að martröð á endanum. „Ég geri það ekki. Við erum með okkar einkenni og leikstíl. Við þurfum að halda í það og spila okkar leik af krafti. Verðum líka að vera með „attitjúd“ og láta vita af okkur. Þá veit ég að við munum halda aftur af þeim. Við þurfum líka að sýna hugrekki og vilja til þess að refsa þeim. Fótbolti snýst um að vinna og við þurfum að finna leið til þess á sama tíma og við erum að æfa okkur.“Enginn vináttuleikur Freyr segir að það komi ekki til greina að láta brasilísku stúlkurnar bara hafa það huggulegt. Þær séu ekki bara í dekri og náttúruskoðun á Íslandi heldur þurfi þær að mæta alvöru liði. „Þetta er enginn vináttuleikur hjá okkur. Við erum mætt til þess að spila okkar leik og hann er fastur. Brassarnir þola það illa. Ef við gerum það aftur á móti ekki vel þá taka þær á okkur á móti því það er skap í þeim. Þá munu þær refsa okkur enda hafa þær meiri einstaklingsgæði en við. Við þurfum að vera einbeittar allan tímann og til í að taka þennan slag,“ segir Freyr mjög ákveðinn.Vill sjá góða frammistöðu Ísland verður án Dagnýjar Brynjarsdóttur í leiknum en hún hélt aftur til Bandaríkjanna þar sem hún á að spila með félagsliði sínu um næstu helgi. „Ég átti ekki von á því að geta spilað henni og er því ekkert svekktur. Ég er aftur á móti afar ánægður með stöðuna á henni. Hún er komin lengra heldur en ég átti von á. Allt lítur út fyrir að hún verði í toppstandi í júlí og við þurfum á því að halda,“ segir þjálfarinn, en hvað vill hann fá út úr þessum leik? „Fyrst og fremst vil ég að frammistaðan verði góð. Ef hún er góð og við töpum út af snilld Brassanna þá er það allt í góðu. Frammistaða og sigur myndi gefa okkur gríðarlega mikið og ekki síst sterkt sjálfstraust. Við viljum sjá blöndu af þessu en fyrst og fremst þarf frammistaðan að vera í lagi,“ segir Freyr en mun hann keyra á sínu sterkasta liði eða nýta leikinn til að skoða leikmenn sem eru við það að vera valdir í EM-hópinn? „Ég ætla að keyra þetta á þeim leikmönnum sem eru 100 prósent leikfærir. Ef það væri fyrsti leikur á EM á morgun þá eru þetta leikmennirnir sem munu taka slaginn. Það verða engar tíu skiptingar í hálfleik en ég geri samt ráð fyrir 5-6 skiptingum út leikinn,“ segir Freyr en hvernig ætlar hann að stöðva Mörtu hina brasilísku?Stuð að glíma við Mörtu „Það verður stuð að glíma við hana. Hún er frábær sem og allar fjórar fremstu. Það verður veisla fyrir fólkið að sjá okkur glíma við þennan meistara. Við munum spila fast á hana og láta hana aðeins bíta í grasið. Við megum ekki selja okkur gegn henni. Hún var að æfa með Söru Björk og ég held hún hafi ekki fílað hana á æfingum. Sara er sennilega sú harðasta í bransanum og þær vita alveg út í hvað þær eru að fara. Það eru smá götubrassar í þeim. Þær geta klórað og tekið á því. Við gætum fengið flottan fótbolta og líka slagsmál.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn