Fótbolti

Gleði og stress hjá Magnússonum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon var hetja íslenska fótboltalandsliðsins gegn því króatíska í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli á sunnudaginn. Hörður skoraði eina mark leiksins á lokamínútunni og tryggði Íslandi afar mikilvægan sigur í baráttunni um að komast á HM í Rússlandi.

Hörður á þrjá bræður sem voru að vonum stoltir af sínum manni. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Magnússynina fjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þegar ég sá hver skoraði breyttist gleðin í ég veit ekki hvað; tilfinningar. Þetta var rosalegasta augnablik sem maður hefur upplifað í fótboltanum,“ sagði Haukur Magnússon sem fylgdist með leiknum úr sófanum heima.

Að sögn bræðranna var Hlynur Atli þó sá sem var mest stressaður á meðan leik stóð.

„Ég var með í maganum fyrir leik og á meðan honum stóð. Ætli það sé ekki eðlilegt á svona stórum leik,“ sagði Hlynur Atli sem spilar fótbolta með Fram.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×